Hefurðu komið í „Yoda Cave“ og á „Diamond Beach“? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 13:30 Ferðaþjónustan hefur setið undir nokkurri gagnrýni undanfarið vegna meintra neikvæðra áhrifa á íslenska tungu og ofnotkun ensku í starfsemi sinni. Þeirri gagnrýni hefur verið svarað af minni hálfu og fleiri meðal annars í grein hér á Visir.is, sem heitir „Er ferðaþjónustan að rústa íslenskunni“. Annar angi þessa máls og sá sem ég tek hjartanlega undir að þurfi að stíga inn af krafti, er sú aukna tilhneiging að þýða íslensk örnefni yfir á ensku. Það eru ekki mjög mörg ár síðan það fór að bera á þessu og í raun veit enginn nákvæmlega hvernig þetta gerðist og hver eða hverjir áttu frumkvæðið að þessu. Þó þykir líklegt, af þeim sem best til þekkja, að þessar þýðingar hafi orðið til hjá áhrifavöldum á samfélagsmiðlum, í upplýsingamiðlun á milli erlendra ferðamanna sjálfra, hjá kvikmyndagerðarfólki og hugsanlega hjá erlendum ferðaskipuleggjendum, sem starfa á Íslandi. Þeir sem vinna við markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað hafa í gegnum árin notað íslensk örnefni og ekki gert tilraun til að gera þau þjálli í munni erlendra gesta. Nú upp á síðkastið hefur hins vegar í auknum mæli mátt sjá þessi þýddu örnefni í markaðsefni fyrirtækja. Hér má sjá nokkur dæmi: ·„Batman Mountain“ - Vestrahorn (Brunnhorn) ·„Yoda Cave“ - Gígjagjá ·„Black beach“ - Reynisfjara ·„Valley of tears“ - Sigöldugljúfur ·„Diamond beach“ - Fellsfjara (Eystri Fellsfjara) ·„Rhino Rock“ - Hvítserkur ·„Arrowhead Mountain“ - Kirkjufell ·„Whispering Cliffs“ - Hljóðaklettar Mér finnst þessi þróun mjög óheillavænleg og ekki til þess fallin að auka hróður Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Hún stuðlar ekki heldur að því að ferðaþjónustan starfi í sátt við landið og þjóðina. Hvernig má það til dæmis vera að jafnvel fólk sem starfar í ferðaþjónustu hafi ekki hugmynd um, um hvaða staði er verið að tala, þegar ensku heitin eru notuð? Lausleg könnun meðal fagmenntaðra leiðsögumanna á Íslandi leiddi í ljós að flestir þeirra nota ávallt íslensku örnefnin í sinni leiðsögn og mörgum þeirra finnst þessi þróun í besta falli kjánaleg. Aðrir fá aulahroll. Tökum mark á þeim – leiðsögumenn eru þeir sem komast í nánustu snertinguna við gesti okkar. Ferðamenn sem koma til landsins koma til að upplifa náttúrufegurð og íslenska menningu á sama tíma. Stór hluti menningarinnar er þjóðtungan, sem ferðamenn vilja einnig komast í snertingu við. Algjörlega óháð því hvort þeir skilja eitt einasta orð eða ekki. Tungan er hluti af upplifuninni og því eigum við ekki að niðursjóða hana í enska markaðsfrasa. Leyfum ferðamönnunum okkar að kljást við hana og bæta þar með kryddi í upplifun af landinu og þjóðinni. Ég skora því hér með á alla þá sem starfa í ferðaþjónustu, sem og almenning, að taka ekki þátt í þessari enskuvæðingu á náttúrunni okkar, heldur nota fallegu, kjarnyrtu, íslensku örnefnin. Á afmælisráðstefnu SAF þann 15. nóvember nk. verður meðal margra annarra málstofa um ferðaþjónustu og íslensku, þar sem kafað verður dýpra ofan í málið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Íslensk tunga Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hefur setið undir nokkurri gagnrýni undanfarið vegna meintra neikvæðra áhrifa á íslenska tungu og ofnotkun ensku í starfsemi sinni. Þeirri gagnrýni hefur verið svarað af minni hálfu og fleiri meðal annars í grein hér á Visir.is, sem heitir „Er ferðaþjónustan að rústa íslenskunni“. Annar angi þessa máls og sá sem ég tek hjartanlega undir að þurfi að stíga inn af krafti, er sú aukna tilhneiging að þýða íslensk örnefni yfir á ensku. Það eru ekki mjög mörg ár síðan það fór að bera á þessu og í raun veit enginn nákvæmlega hvernig þetta gerðist og hver eða hverjir áttu frumkvæðið að þessu. Þó þykir líklegt, af þeim sem best til þekkja, að þessar þýðingar hafi orðið til hjá áhrifavöldum á samfélagsmiðlum, í upplýsingamiðlun á milli erlendra ferðamanna sjálfra, hjá kvikmyndagerðarfólki og hugsanlega hjá erlendum ferðaskipuleggjendum, sem starfa á Íslandi. Þeir sem vinna við markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað hafa í gegnum árin notað íslensk örnefni og ekki gert tilraun til að gera þau þjálli í munni erlendra gesta. Nú upp á síðkastið hefur hins vegar í auknum mæli mátt sjá þessi þýddu örnefni í markaðsefni fyrirtækja. Hér má sjá nokkur dæmi: ·„Batman Mountain“ - Vestrahorn (Brunnhorn) ·„Yoda Cave“ - Gígjagjá ·„Black beach“ - Reynisfjara ·„Valley of tears“ - Sigöldugljúfur ·„Diamond beach“ - Fellsfjara (Eystri Fellsfjara) ·„Rhino Rock“ - Hvítserkur ·„Arrowhead Mountain“ - Kirkjufell ·„Whispering Cliffs“ - Hljóðaklettar Mér finnst þessi þróun mjög óheillavænleg og ekki til þess fallin að auka hróður Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Hún stuðlar ekki heldur að því að ferðaþjónustan starfi í sátt við landið og þjóðina. Hvernig má það til dæmis vera að jafnvel fólk sem starfar í ferðaþjónustu hafi ekki hugmynd um, um hvaða staði er verið að tala, þegar ensku heitin eru notuð? Lausleg könnun meðal fagmenntaðra leiðsögumanna á Íslandi leiddi í ljós að flestir þeirra nota ávallt íslensku örnefnin í sinni leiðsögn og mörgum þeirra finnst þessi þróun í besta falli kjánaleg. Aðrir fá aulahroll. Tökum mark á þeim – leiðsögumenn eru þeir sem komast í nánustu snertinguna við gesti okkar. Ferðamenn sem koma til landsins koma til að upplifa náttúrufegurð og íslenska menningu á sama tíma. Stór hluti menningarinnar er þjóðtungan, sem ferðamenn vilja einnig komast í snertingu við. Algjörlega óháð því hvort þeir skilja eitt einasta orð eða ekki. Tungan er hluti af upplifuninni og því eigum við ekki að niðursjóða hana í enska markaðsfrasa. Leyfum ferðamönnunum okkar að kljást við hana og bæta þar með kryddi í upplifun af landinu og þjóðinni. Ég skora því hér með á alla þá sem starfa í ferðaþjónustu, sem og almenning, að taka ekki þátt í þessari enskuvæðingu á náttúrunni okkar, heldur nota fallegu, kjarnyrtu, íslensku örnefnin. Á afmælisráðstefnu SAF þann 15. nóvember nk. verður meðal margra annarra málstofa um ferðaþjónustu og íslensku, þar sem kafað verður dýpra ofan í málið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun