Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. nóvember 2024 13:32 Hjörtur J. Guðmundsson, sem hefur skrifað hér tugi pistla gegn ESB, Evru og Evrópu, og virðist nánast vera á mála einhverra hægri-hægri afla í því, má auðvitað hafa sínar skoðanir, eða vera boðberi skoðana annarra, gegn greiðslu eða án, þar hefur hann auðvitað sama rétt og ég og við hin, til að boða þessar skoðanir, eftir föngum, og reyna að koma þeim á framfæri. Þetta er hans sjálfgefni réttur hér hjá okkur, en ekki alls staðar. Hitt er svo annað mál, að hvorki hann né aðrir hafa rétt á að afmynda sannleika og staðreyndir með því að slíta mikilvæg atriði úr réttu samhengi - tímasambandi eða málefnalegu sambandi - eins og hann hefur stundað í stórum stíl og gerir aftur hér í dag, til að reyna að búa til þá mynd af stöðu mála, sannleikanum, sem honum þóknast eða er fenginn til. Ranga mynd eða falsmynd. Í dag skrifar Hjörtur J. grein undir fyrirsögninni „Vilja miklu stærra bákn“, þar sem hann reynir að villa um fyrir lesendum með því að slíta staðreyndir úr réttu tímasambandi og tengja þær svo saman a la Hjörtur J. Auðvitað er hann þarna að draga upp afbakakaða eða falska mynd. Hjörtur byggir sinn málflutning fyrir því, að Viðreisn vilja „stækka báknið“ á Íslandi - sem auðvitað er fjarstæða, Viðreisn er fremst í flokki þeirra stjórnmálafla, sem vilja með öllum skynsamlegum hætti, og innan velferðarrammans, minnka báknið - á einhverju mati, úttekt og stöðutöku mála frá 2009, 2011 og 2013. Í dag renna lokavikur ársins 2024, 2025 er handan við hornið, eins og allir vita. Mikið eða flest af því, sem var, fyrir 15 árum er löngu breytt og á á flestan eða allan hátt ekki lengur við. Þetta er þekkt aðferðafræði ýmissa afla, sérstaklega ákveðinna afla á hægri-hægri kantinum, að rjúfa tíma-, atburða- eða stöðu samhengi hluta, og raða svo þessum hlutum saman að eigin vild, til að breyta mynd og villa um fyrir mönnum, án þess að ljúga beint. Þessi málflutningur hlutasannleika er fyrir mér jafnvel verri en hrein ósannindi, því menn geta betur áttað og varð sig á þeim. Sérfræðing í þessari aðferðafræði mætti telja nývalinn forseti BNA, Donald Trump, sem reyndar gengur enn lengra, því hann skirrist ekki við að ýkja eða ljúga beint. Það kæmi mér ekki á óvart, að Hjörtur J. hafi glaðst nokkuð, fyllst gleði í hjarta sínu, þegar úrslit forsetakoaninganna í BNA lágu fyrir. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Hjörtur J. Guðmundsson, sem hefur skrifað hér tugi pistla gegn ESB, Evru og Evrópu, og virðist nánast vera á mála einhverra hægri-hægri afla í því, má auðvitað hafa sínar skoðanir, eða vera boðberi skoðana annarra, gegn greiðslu eða án, þar hefur hann auðvitað sama rétt og ég og við hin, til að boða þessar skoðanir, eftir föngum, og reyna að koma þeim á framfæri. Þetta er hans sjálfgefni réttur hér hjá okkur, en ekki alls staðar. Hitt er svo annað mál, að hvorki hann né aðrir hafa rétt á að afmynda sannleika og staðreyndir með því að slíta mikilvæg atriði úr réttu samhengi - tímasambandi eða málefnalegu sambandi - eins og hann hefur stundað í stórum stíl og gerir aftur hér í dag, til að reyna að búa til þá mynd af stöðu mála, sannleikanum, sem honum þóknast eða er fenginn til. Ranga mynd eða falsmynd. Í dag skrifar Hjörtur J. grein undir fyrirsögninni „Vilja miklu stærra bákn“, þar sem hann reynir að villa um fyrir lesendum með því að slíta staðreyndir úr réttu tímasambandi og tengja þær svo saman a la Hjörtur J. Auðvitað er hann þarna að draga upp afbakakaða eða falska mynd. Hjörtur byggir sinn málflutning fyrir því, að Viðreisn vilja „stækka báknið“ á Íslandi - sem auðvitað er fjarstæða, Viðreisn er fremst í flokki þeirra stjórnmálafla, sem vilja með öllum skynsamlegum hætti, og innan velferðarrammans, minnka báknið - á einhverju mati, úttekt og stöðutöku mála frá 2009, 2011 og 2013. Í dag renna lokavikur ársins 2024, 2025 er handan við hornið, eins og allir vita. Mikið eða flest af því, sem var, fyrir 15 árum er löngu breytt og á á flestan eða allan hátt ekki lengur við. Þetta er þekkt aðferðafræði ýmissa afla, sérstaklega ákveðinna afla á hægri-hægri kantinum, að rjúfa tíma-, atburða- eða stöðu samhengi hluta, og raða svo þessum hlutum saman að eigin vild, til að breyta mynd og villa um fyrir mönnum, án þess að ljúga beint. Þessi málflutningur hlutasannleika er fyrir mér jafnvel verri en hrein ósannindi, því menn geta betur áttað og varð sig á þeim. Sérfræðing í þessari aðferðafræði mætti telja nývalinn forseti BNA, Donald Trump, sem reyndar gengur enn lengra, því hann skirrist ekki við að ýkja eða ljúga beint. Það kæmi mér ekki á óvart, að Hjörtur J. hafi glaðst nokkuð, fyllst gleði í hjarta sínu, þegar úrslit forsetakoaninganna í BNA lágu fyrir. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar