Réttur til að vera laust við ofbeldi og áreitni í tengslum vinnu– boltinn er hjá stjórnvöldum Magnús M. Norðdahl skrifar 10. nóvember 2023 17:01 Samþykkt ILO - Alþjóða vinnumálastofnunarinnar, C-190, er fyrsti alþjóðlegi sáttmálinn sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði og í atvinnulífinu. Hún var samþykkt á 100 ára afmælisþingi ILO í júní 2019 og tók gildi 25. júní sama ár. Samþykktin felur í sér sögulegt tækifæri til að móta framtíð sem byggir á reisn og virðingu fyrir þeim grundvallar réttindum alls launafólks að vera laust við ofbeldi og áreitni í tengslum við vinnu sína. Með ofbeldi og áreitni er átt við óviðunandi athafnir eða hegðun, einstök tilvik eða endurtekin, sem leiða eða geta leitt til líkamlegs, sálræns, kynferðislegs eða fjárhagslegs tjóns. Um getur verið að ræða bæði líkamlegt og andlegt ofbeldi og hótanir, kynferðislega áreitni, einelti o.fl. Hún gildir um ofbeldi eða áreitni sem á sér stað inni á vinnustöðum eða þar sem vinna er innt af hendi, í vinnuferðum, í vinnutengdum samskiptum þar á meðal rafrænum, í húsnæði sem atvinnurekandi leggur launafólki til og einnig á leið til og frá vinnu. Gerendur geta verið atvinnurekendur, stjórnendur, aðrir yfirmenn, samstarfsmenn sem og þriðju aðilar eins og viðskiptavinir, ættingjar atvinnurekanda eða vinir þeirra sem og þeir sem veita atvinnurekenda þjónustu. Gildissvið samþykktarinnar er því mjög víðtækt. Samþykktin notar hugtakið „kynbundið ofbeldi og áreitni“ en með því er átt við ofbeldi og áreitni sem beint er að manneskju vegna kyns hennar eða kynskilgreiningar. Konur eru mest útsettar fyrir ofbeldi í heimi vinnunnar og ein af hverjum þremur, óháð efnahag eða stöðu, upplifa eða hafa upplifað kynbundið ofbeldi eða áreitni. Eins og gildir um aðrar samþykktir ILO, verða aðildarríki ILO ekki formlega bundin af þeim fyrr en þau fullgilda þær. Eftir fullgildingu er þeim skilt að innleiða þær og setja nauðsynleg lög og gera aðrar ráðstafanir til þess að fylgja efni þeirra eftir. Það sem þeim m.a. ber að gera hvað varðar C-190 til þess að koma í veg fyrir og útrýma ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði er auk lagasetningar m.a. að tryggja að í viðeigandi stefnumótun séu þessir þættir ávarpaðir; eftirlits- og eftirfylgni ferlar þ.m.t. vegna rannsókna á brotum verði styrktir á vettvangi vinnueftirlits eða annarra viðeigandi stofnana; fórnarlömbum verði tryggð úrræði og stuðningur; viðurlög við brotum séu fullnægjandi auk þess sem þróa skal leiðbeiningar og fræðsluefni. Ísland greiddi samþykktinni atkvæði sitt á þingi ILO og skömmu síðar var tekin ákvörðun um að hana skyldi staðfesta og innleiða í íslensk lög. Dráttur hefur þó orðið á því að hrinda þeirri ákvörðun í framkvæmd. Alþýðusamband Íslands telur engar hindranir vera í vegi þess að samþykktin verði fullgilt nú þegar og hefur ítrekað komið þeirri skoðun á framfæri við stjórnvöld en boltinn er hjá þeim. Höfundur er lögfræðingur ASÍ og fulltrúi í stjórn ILO. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Sjá meira
Samþykkt ILO - Alþjóða vinnumálastofnunarinnar, C-190, er fyrsti alþjóðlegi sáttmálinn sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði og í atvinnulífinu. Hún var samþykkt á 100 ára afmælisþingi ILO í júní 2019 og tók gildi 25. júní sama ár. Samþykktin felur í sér sögulegt tækifæri til að móta framtíð sem byggir á reisn og virðingu fyrir þeim grundvallar réttindum alls launafólks að vera laust við ofbeldi og áreitni í tengslum við vinnu sína. Með ofbeldi og áreitni er átt við óviðunandi athafnir eða hegðun, einstök tilvik eða endurtekin, sem leiða eða geta leitt til líkamlegs, sálræns, kynferðislegs eða fjárhagslegs tjóns. Um getur verið að ræða bæði líkamlegt og andlegt ofbeldi og hótanir, kynferðislega áreitni, einelti o.fl. Hún gildir um ofbeldi eða áreitni sem á sér stað inni á vinnustöðum eða þar sem vinna er innt af hendi, í vinnuferðum, í vinnutengdum samskiptum þar á meðal rafrænum, í húsnæði sem atvinnurekandi leggur launafólki til og einnig á leið til og frá vinnu. Gerendur geta verið atvinnurekendur, stjórnendur, aðrir yfirmenn, samstarfsmenn sem og þriðju aðilar eins og viðskiptavinir, ættingjar atvinnurekanda eða vinir þeirra sem og þeir sem veita atvinnurekenda þjónustu. Gildissvið samþykktarinnar er því mjög víðtækt. Samþykktin notar hugtakið „kynbundið ofbeldi og áreitni“ en með því er átt við ofbeldi og áreitni sem beint er að manneskju vegna kyns hennar eða kynskilgreiningar. Konur eru mest útsettar fyrir ofbeldi í heimi vinnunnar og ein af hverjum þremur, óháð efnahag eða stöðu, upplifa eða hafa upplifað kynbundið ofbeldi eða áreitni. Eins og gildir um aðrar samþykktir ILO, verða aðildarríki ILO ekki formlega bundin af þeim fyrr en þau fullgilda þær. Eftir fullgildingu er þeim skilt að innleiða þær og setja nauðsynleg lög og gera aðrar ráðstafanir til þess að fylgja efni þeirra eftir. Það sem þeim m.a. ber að gera hvað varðar C-190 til þess að koma í veg fyrir og útrýma ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði er auk lagasetningar m.a. að tryggja að í viðeigandi stefnumótun séu þessir þættir ávarpaðir; eftirlits- og eftirfylgni ferlar þ.m.t. vegna rannsókna á brotum verði styrktir á vettvangi vinnueftirlits eða annarra viðeigandi stofnana; fórnarlömbum verði tryggð úrræði og stuðningur; viðurlög við brotum séu fullnægjandi auk þess sem þróa skal leiðbeiningar og fræðsluefni. Ísland greiddi samþykktinni atkvæði sitt á þingi ILO og skömmu síðar var tekin ákvörðun um að hana skyldi staðfesta og innleiða í íslensk lög. Dráttur hefur þó orðið á því að hrinda þeirri ákvörðun í framkvæmd. Alþýðusamband Íslands telur engar hindranir vera í vegi þess að samþykktin verði fullgilt nú þegar og hefur ítrekað komið þeirri skoðun á framfæri við stjórnvöld en boltinn er hjá þeim. Höfundur er lögfræðingur ASÍ og fulltrúi í stjórn ILO.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun