Aston Villa í Meistaradeildarbaráttu en Brighton fatast flugið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2023 16:20 John McGinn skoraði eitt marka Villa í dag. Shaun Botterill/Getty Images Aston Villa vann 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er komið í hörku baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Slakt gengi Brighton & Hove Albion heldur áfram og þá unnu Hamrarnir í West Ham United góðan sigur. Sigur Aston Villa á Fulham var einkar öruggur en liðið komst yfir eftir tæplega hálftíma þökk sé sjálfsmarki vinstri bakvarðar gestanna, Antonee Robinson. Skotinn geðþekki John McGinn tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleikur var úti. Eftir rúma klukkustund kom Ollie Watkins heimamönnum 3-0 yfir og gerði endanlega út um leikinn. Litlu máli skipti þó Raul Jímenez hafi minnkað muninn þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Lokatölur á Villa Park 3-1 og heimamenn nú unnið 13 heimaleiki í röð. Aston Villa er í 5. sæti með 25 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Liverpool sem er í 2. sæti deildarinnar. Fulham er í 16. sæti með 12 stig. Thirteen home Premier League wins in a row for @AVFCOfficial pic.twitter.com/hJFYclEn7S— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 Þrátt fyrir að komast yfir snemma leiks þökk sé marki Simon Adingra þá þurfti Brighton að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn nýliðum Sheffield United. Mahmoud Dahoud fékk rautt spjald í liði Brighton á 69. mínútu og fimm mínútum síðar jöfnuðu gestirnir þegar Adam Webster setti boltann í eigið net. Eftir góða byrjun á tímabilinu er farið að halla undan fæti hjá Brighton. Brighton er í 8. sæti með 19 stig en Sheffield í næstneðsta sæti með aðeins fimm stig. How important could this be for Sheff Utd? pic.twitter.com/1Iyd0sG7Gz— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 David Moyes andar léttar eftir að lærisveinar hans í West Ham unnu 3-2 sigur á Nottingham Forest. Lucas Paquetá kom Hömrunum yfir en Taiwo Awoniyi jafnaði metin fyrir gestina, staðan 1-1 í hálfleik. Anthony Elanga kom gestunum yfir í síðari hálfleik en Jarrod Bowen jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar eftir sendingu James Ward-Prowse. Sá síðarnefndi lagði svo upp sigurmarkið en það skoraði Tomáš Souček á 88. mínútu. Ward-Prowse hefur nú skorað tvö mörk og gefið fimm stoðsendingar í 11 deildarleikjum fyrir Hamrana á leiktíðinni. Lokatölur í Lundúnum 3-2 West Ham í vil. London Stadium plays host to another Premier League thriller pic.twitter.com/bGXZSCiEQ5— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 West Ham er í 9. sæti með 17 stig en Forest í 15. sæti með 13 stig. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Salah í stuði þegar Liverpool lyfti sér upp í annað sætið Liverpool er komið í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan sigur á heimavelli gegn Brentford. Mo Salah var á skotskónum fyrir Liverpool í dag. 12. nóvember 2023 15:59 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Sigur Aston Villa á Fulham var einkar öruggur en liðið komst yfir eftir tæplega hálftíma þökk sé sjálfsmarki vinstri bakvarðar gestanna, Antonee Robinson. Skotinn geðþekki John McGinn tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleikur var úti. Eftir rúma klukkustund kom Ollie Watkins heimamönnum 3-0 yfir og gerði endanlega út um leikinn. Litlu máli skipti þó Raul Jímenez hafi minnkað muninn þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Lokatölur á Villa Park 3-1 og heimamenn nú unnið 13 heimaleiki í röð. Aston Villa er í 5. sæti með 25 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Liverpool sem er í 2. sæti deildarinnar. Fulham er í 16. sæti með 12 stig. Thirteen home Premier League wins in a row for @AVFCOfficial pic.twitter.com/hJFYclEn7S— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 Þrátt fyrir að komast yfir snemma leiks þökk sé marki Simon Adingra þá þurfti Brighton að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn nýliðum Sheffield United. Mahmoud Dahoud fékk rautt spjald í liði Brighton á 69. mínútu og fimm mínútum síðar jöfnuðu gestirnir þegar Adam Webster setti boltann í eigið net. Eftir góða byrjun á tímabilinu er farið að halla undan fæti hjá Brighton. Brighton er í 8. sæti með 19 stig en Sheffield í næstneðsta sæti með aðeins fimm stig. How important could this be for Sheff Utd? pic.twitter.com/1Iyd0sG7Gz— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 David Moyes andar léttar eftir að lærisveinar hans í West Ham unnu 3-2 sigur á Nottingham Forest. Lucas Paquetá kom Hömrunum yfir en Taiwo Awoniyi jafnaði metin fyrir gestina, staðan 1-1 í hálfleik. Anthony Elanga kom gestunum yfir í síðari hálfleik en Jarrod Bowen jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar eftir sendingu James Ward-Prowse. Sá síðarnefndi lagði svo upp sigurmarkið en það skoraði Tomáš Souček á 88. mínútu. Ward-Prowse hefur nú skorað tvö mörk og gefið fimm stoðsendingar í 11 deildarleikjum fyrir Hamrana á leiktíðinni. Lokatölur í Lundúnum 3-2 West Ham í vil. London Stadium plays host to another Premier League thriller pic.twitter.com/bGXZSCiEQ5— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 West Ham er í 9. sæti með 17 stig en Forest í 15. sæti með 13 stig.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Salah í stuði þegar Liverpool lyfti sér upp í annað sætið Liverpool er komið í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan sigur á heimavelli gegn Brentford. Mo Salah var á skotskónum fyrir Liverpool í dag. 12. nóvember 2023 15:59 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Salah í stuði þegar Liverpool lyfti sér upp í annað sætið Liverpool er komið í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan sigur á heimavelli gegn Brentford. Mo Salah var á skotskónum fyrir Liverpool í dag. 12. nóvember 2023 15:59