Aston Villa í Meistaradeildarbaráttu en Brighton fatast flugið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2023 16:20 John McGinn skoraði eitt marka Villa í dag. Shaun Botterill/Getty Images Aston Villa vann 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er komið í hörku baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Slakt gengi Brighton & Hove Albion heldur áfram og þá unnu Hamrarnir í West Ham United góðan sigur. Sigur Aston Villa á Fulham var einkar öruggur en liðið komst yfir eftir tæplega hálftíma þökk sé sjálfsmarki vinstri bakvarðar gestanna, Antonee Robinson. Skotinn geðþekki John McGinn tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleikur var úti. Eftir rúma klukkustund kom Ollie Watkins heimamönnum 3-0 yfir og gerði endanlega út um leikinn. Litlu máli skipti þó Raul Jímenez hafi minnkað muninn þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Lokatölur á Villa Park 3-1 og heimamenn nú unnið 13 heimaleiki í röð. Aston Villa er í 5. sæti með 25 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Liverpool sem er í 2. sæti deildarinnar. Fulham er í 16. sæti með 12 stig. Thirteen home Premier League wins in a row for @AVFCOfficial pic.twitter.com/hJFYclEn7S— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 Þrátt fyrir að komast yfir snemma leiks þökk sé marki Simon Adingra þá þurfti Brighton að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn nýliðum Sheffield United. Mahmoud Dahoud fékk rautt spjald í liði Brighton á 69. mínútu og fimm mínútum síðar jöfnuðu gestirnir þegar Adam Webster setti boltann í eigið net. Eftir góða byrjun á tímabilinu er farið að halla undan fæti hjá Brighton. Brighton er í 8. sæti með 19 stig en Sheffield í næstneðsta sæti með aðeins fimm stig. How important could this be for Sheff Utd? pic.twitter.com/1Iyd0sG7Gz— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 David Moyes andar léttar eftir að lærisveinar hans í West Ham unnu 3-2 sigur á Nottingham Forest. Lucas Paquetá kom Hömrunum yfir en Taiwo Awoniyi jafnaði metin fyrir gestina, staðan 1-1 í hálfleik. Anthony Elanga kom gestunum yfir í síðari hálfleik en Jarrod Bowen jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar eftir sendingu James Ward-Prowse. Sá síðarnefndi lagði svo upp sigurmarkið en það skoraði Tomáš Souček á 88. mínútu. Ward-Prowse hefur nú skorað tvö mörk og gefið fimm stoðsendingar í 11 deildarleikjum fyrir Hamrana á leiktíðinni. Lokatölur í Lundúnum 3-2 West Ham í vil. London Stadium plays host to another Premier League thriller pic.twitter.com/bGXZSCiEQ5— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 West Ham er í 9. sæti með 17 stig en Forest í 15. sæti með 13 stig. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Salah í stuði þegar Liverpool lyfti sér upp í annað sætið Liverpool er komið í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan sigur á heimavelli gegn Brentford. Mo Salah var á skotskónum fyrir Liverpool í dag. 12. nóvember 2023 15:59 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Sigur Aston Villa á Fulham var einkar öruggur en liðið komst yfir eftir tæplega hálftíma þökk sé sjálfsmarki vinstri bakvarðar gestanna, Antonee Robinson. Skotinn geðþekki John McGinn tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleikur var úti. Eftir rúma klukkustund kom Ollie Watkins heimamönnum 3-0 yfir og gerði endanlega út um leikinn. Litlu máli skipti þó Raul Jímenez hafi minnkað muninn þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Lokatölur á Villa Park 3-1 og heimamenn nú unnið 13 heimaleiki í röð. Aston Villa er í 5. sæti með 25 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Liverpool sem er í 2. sæti deildarinnar. Fulham er í 16. sæti með 12 stig. Thirteen home Premier League wins in a row for @AVFCOfficial pic.twitter.com/hJFYclEn7S— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 Þrátt fyrir að komast yfir snemma leiks þökk sé marki Simon Adingra þá þurfti Brighton að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn nýliðum Sheffield United. Mahmoud Dahoud fékk rautt spjald í liði Brighton á 69. mínútu og fimm mínútum síðar jöfnuðu gestirnir þegar Adam Webster setti boltann í eigið net. Eftir góða byrjun á tímabilinu er farið að halla undan fæti hjá Brighton. Brighton er í 8. sæti með 19 stig en Sheffield í næstneðsta sæti með aðeins fimm stig. How important could this be for Sheff Utd? pic.twitter.com/1Iyd0sG7Gz— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 David Moyes andar léttar eftir að lærisveinar hans í West Ham unnu 3-2 sigur á Nottingham Forest. Lucas Paquetá kom Hömrunum yfir en Taiwo Awoniyi jafnaði metin fyrir gestina, staðan 1-1 í hálfleik. Anthony Elanga kom gestunum yfir í síðari hálfleik en Jarrod Bowen jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar eftir sendingu James Ward-Prowse. Sá síðarnefndi lagði svo upp sigurmarkið en það skoraði Tomáš Souček á 88. mínútu. Ward-Prowse hefur nú skorað tvö mörk og gefið fimm stoðsendingar í 11 deildarleikjum fyrir Hamrana á leiktíðinni. Lokatölur í Lundúnum 3-2 West Ham í vil. London Stadium plays host to another Premier League thriller pic.twitter.com/bGXZSCiEQ5— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 West Ham er í 9. sæti með 17 stig en Forest í 15. sæti með 13 stig.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Salah í stuði þegar Liverpool lyfti sér upp í annað sætið Liverpool er komið í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan sigur á heimavelli gegn Brentford. Mo Salah var á skotskónum fyrir Liverpool í dag. 12. nóvember 2023 15:59 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Salah í stuði þegar Liverpool lyfti sér upp í annað sætið Liverpool er komið í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan sigur á heimavelli gegn Brentford. Mo Salah var á skotskónum fyrir Liverpool í dag. 12. nóvember 2023 15:59