Líkar illa við nær alla dómara Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2023 21:30 De Zerbi alltaf hress. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton & Hove Albion, var allt annað en sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrr í dag. Sagði þjálfarinn að honum væri illa við 80 prósent allra dómara á Englandi. De Zerbi fékk áminningu í dag skömmu eftir að Adam Webster stýrði boltanum í eigið net og jafnaði þar með metin fyrir Sheffield. Hinn 44 ára gamli De Zerbi fékk fjögur gul spjöld og eitt rautt á síðustu leiktíð og var þar af leiðandi tvívegis dæmdur í eins leiks bann. „Ég er hreinskilinn, mér líkar ekki við 80 prósent allra dómara á Englandi. Þetta er ekki nýtt, mér líkar ekki vel við þá.“ „Vegna hegðunar þeirra, mér líkar ekki hegðun þeirra á vellinum,“ svaraði Ítalinn um hæl aðspurður hví honum væri svona í nöp við dómarastéttina á Englandi. Brighton boss Roberto De Zerbi: "I don t like 80% of English referees. That isn t a new opinion. I don t like them." pic.twitter.com/FJAIHLhQCv— Mirror Football (@MirrorFootball) November 12, 2023 Brighton missti mann af velli á 69. mínútu þegar Mahmoud Dahoud fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á Ben Osborn. „Það voru tveir leikir, einn áður en rauða spjaldið fór á loft og annar þegar við vorum með 10 leikmenn inn á. Í fyrri leiknum áttum við skilið að vinna með meira en einu marki en vegna mistaka okkar var staðan 1-0. Í seinni leiknum fengum við á okkur mark.“ „Við höfum tapað fjórum stigum, tveimur gegn Fulham og tveimur í dag, gegn tveimur skotum á markið. Það er óheppilegt.“ Þjálfarinn sagðist þó sætta sig við rauða spjaldið en gagnrýndi stöðugleika myndbandsdómgæslu (e. VAR) ensku úrvalsdeildarinnar. „Ef við vörum eftir nýju reglunum er þetta augljóst rautt spjald. En ég var leikmaður og ef við förum eftir aðstæðum þá er þetta ekki rautt spjald, en við verðum að sætta okkur við það. Dahoud veit að hann gerði mistök.“ „England er eina landið þar sem maður er ekki viss hvort ákvörðunin sem VAR tekur sé rétt. Í öðrum ertu viss um að dómarinn hafi 100 prósent rétt fyrir sér. Í Englandi er það ekki svoleiðis, ég skil ekki af hverju.“ Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Aston Villa í Meistaradeildarbaráttu en Brighton fatast flugið Aston Villa vann 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er komið í hörku baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Slakt gengi Brighton & Hove Albion heldur áfram og þá unnu Hamrarnir í West Ham United góðan sigur. 12. nóvember 2023 16:20 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
De Zerbi fékk áminningu í dag skömmu eftir að Adam Webster stýrði boltanum í eigið net og jafnaði þar með metin fyrir Sheffield. Hinn 44 ára gamli De Zerbi fékk fjögur gul spjöld og eitt rautt á síðustu leiktíð og var þar af leiðandi tvívegis dæmdur í eins leiks bann. „Ég er hreinskilinn, mér líkar ekki við 80 prósent allra dómara á Englandi. Þetta er ekki nýtt, mér líkar ekki vel við þá.“ „Vegna hegðunar þeirra, mér líkar ekki hegðun þeirra á vellinum,“ svaraði Ítalinn um hæl aðspurður hví honum væri svona í nöp við dómarastéttina á Englandi. Brighton boss Roberto De Zerbi: "I don t like 80% of English referees. That isn t a new opinion. I don t like them." pic.twitter.com/FJAIHLhQCv— Mirror Football (@MirrorFootball) November 12, 2023 Brighton missti mann af velli á 69. mínútu þegar Mahmoud Dahoud fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á Ben Osborn. „Það voru tveir leikir, einn áður en rauða spjaldið fór á loft og annar þegar við vorum með 10 leikmenn inn á. Í fyrri leiknum áttum við skilið að vinna með meira en einu marki en vegna mistaka okkar var staðan 1-0. Í seinni leiknum fengum við á okkur mark.“ „Við höfum tapað fjórum stigum, tveimur gegn Fulham og tveimur í dag, gegn tveimur skotum á markið. Það er óheppilegt.“ Þjálfarinn sagðist þó sætta sig við rauða spjaldið en gagnrýndi stöðugleika myndbandsdómgæslu (e. VAR) ensku úrvalsdeildarinnar. „Ef við vörum eftir nýju reglunum er þetta augljóst rautt spjald. En ég var leikmaður og ef við förum eftir aðstæðum þá er þetta ekki rautt spjald, en við verðum að sætta okkur við það. Dahoud veit að hann gerði mistök.“ „England er eina landið þar sem maður er ekki viss hvort ákvörðunin sem VAR tekur sé rétt. Í öðrum ertu viss um að dómarinn hafi 100 prósent rétt fyrir sér. Í Englandi er það ekki svoleiðis, ég skil ekki af hverju.“
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Aston Villa í Meistaradeildarbaráttu en Brighton fatast flugið Aston Villa vann 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er komið í hörku baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Slakt gengi Brighton & Hove Albion heldur áfram og þá unnu Hamrarnir í West Ham United góðan sigur. 12. nóvember 2023 16:20 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Aston Villa í Meistaradeildarbaráttu en Brighton fatast flugið Aston Villa vann 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er komið í hörku baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Slakt gengi Brighton & Hove Albion heldur áfram og þá unnu Hamrarnir í West Ham United góðan sigur. 12. nóvember 2023 16:20