Skytturnar komu til baka gegn Refunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2023 21:01 Alessia Russo skoraði og lagði upp fyrir Arsenal. Nathan Stirk/Getty Images Arsenal kom til baka eftir að lenda 2-0 undir gegn Leicester City í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Englandsmeistarar Chelsea unnu Everton örugglega 3-0 og Manchester United vann lið Dagnýjar Brynjarsdóttir, West Ham United, 5-0. Arsenal lenti óvænt 2-0 undir í kvöld en svaraði með sex mörkum í síðari hálfleik. Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV, minnkaði muninn á 49. mínútu áður en Alessia Russo jafnaði metin þremur mínútum síðar. Caitlin Foord kom Skyttunum yfir á 58. mínútu og Victoria Pelova bætti við fjórða markinu skömmu síðar. Stina Blackstenius bætti við fimmta markinu þegar stundarfjórðungur lifði leiks og Lina Hurtig því sjötta þegar það voru komnar átta mínútur fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 2-6. HT Leicester 2-0 Arsenal49 Leicester 2-1 Arsenal52 Leicester 2-2 Arsenal58 Leicester 2-3 Arsenal61 Leicester 2-4 Arsenal75 Leicester 2-5 Arsenal90+8 Leicester 2-6 ArsenalSIX unanswered goals by Arsenal in the second half to defeat Leicester in the WSL pic.twitter.com/cs7q6YFUwu— B/R Football (@brfootball) November 12, 2023 Það virðist ekki sem fréttir þess efnis að Emma Hayes muni taka við bandaríska kvennalandsliðinu að tímabilinu loknu hafi haft áhrif á Chelsea þegar liðið sótti Everton heim. Jessie Fleming kom Chelsea yfir snemma leiks, Sam Kerr tvöfaldaði forystuna eftir rúma klukkustund og varamaðurinn Agnes Beever-Jones skoraði þriðja markið í þann mund sem venjulegur leiktími rann út, lokatölur í Bítlaborginni 0-3. Three points on the road! #CFCW pic.twitter.com/tghO9rID5r— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) November 12, 2023 Í Manchester var West Ham í heimsókn en Dagný er þó hvergi sjáanleg enda á hún von á sínu öðru barni. Hennar er sárt saknað en brasilíska landsliðskonan Geyse kom Man United yfir eftir aðeins þrjár mínútur en heimakonur gengu svo frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks. Millie Turner tvöfaldaði forystuna á 42. mínútu og Nikita Parris bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Happy birthday dad pic.twitter.com/a37bnMSWn6— Millie Turner (@MillieTurner_) November 12, 2023 Hvorugt lið virtist ætla að skora í síðari hálfleik eða allt þangað til Lucia Garcia skoraði fjórða mark Man Utd á 88. mínútu og Melvine Malard bætti við því fimmta skömmu síðar. Lokatölur í Manchester 5-0 heimaliðinu í vil. Önnur úrslit Tottenham Hotspur 1-1 Liverpool Manchester City 0-1 Brighton & Hove Albion Bristol City 0-2 Aston Villa Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Arsenal lenti óvænt 2-0 undir í kvöld en svaraði með sex mörkum í síðari hálfleik. Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV, minnkaði muninn á 49. mínútu áður en Alessia Russo jafnaði metin þremur mínútum síðar. Caitlin Foord kom Skyttunum yfir á 58. mínútu og Victoria Pelova bætti við fjórða markinu skömmu síðar. Stina Blackstenius bætti við fimmta markinu þegar stundarfjórðungur lifði leiks og Lina Hurtig því sjötta þegar það voru komnar átta mínútur fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 2-6. HT Leicester 2-0 Arsenal49 Leicester 2-1 Arsenal52 Leicester 2-2 Arsenal58 Leicester 2-3 Arsenal61 Leicester 2-4 Arsenal75 Leicester 2-5 Arsenal90+8 Leicester 2-6 ArsenalSIX unanswered goals by Arsenal in the second half to defeat Leicester in the WSL pic.twitter.com/cs7q6YFUwu— B/R Football (@brfootball) November 12, 2023 Það virðist ekki sem fréttir þess efnis að Emma Hayes muni taka við bandaríska kvennalandsliðinu að tímabilinu loknu hafi haft áhrif á Chelsea þegar liðið sótti Everton heim. Jessie Fleming kom Chelsea yfir snemma leiks, Sam Kerr tvöfaldaði forystuna eftir rúma klukkustund og varamaðurinn Agnes Beever-Jones skoraði þriðja markið í þann mund sem venjulegur leiktími rann út, lokatölur í Bítlaborginni 0-3. Three points on the road! #CFCW pic.twitter.com/tghO9rID5r— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) November 12, 2023 Í Manchester var West Ham í heimsókn en Dagný er þó hvergi sjáanleg enda á hún von á sínu öðru barni. Hennar er sárt saknað en brasilíska landsliðskonan Geyse kom Man United yfir eftir aðeins þrjár mínútur en heimakonur gengu svo frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks. Millie Turner tvöfaldaði forystuna á 42. mínútu og Nikita Parris bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Happy birthday dad pic.twitter.com/a37bnMSWn6— Millie Turner (@MillieTurner_) November 12, 2023 Hvorugt lið virtist ætla að skora í síðari hálfleik eða allt þangað til Lucia Garcia skoraði fjórða mark Man Utd á 88. mínútu og Melvine Malard bætti við því fimmta skömmu síðar. Lokatölur í Manchester 5-0 heimaliðinu í vil. Önnur úrslit Tottenham Hotspur 1-1 Liverpool Manchester City 0-1 Brighton & Hove Albion Bristol City 0-2 Aston Villa
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira