Spennandi framtíð gagnadrifins heilbrigðiskerfis Björgvin Ingi Ólafsson skrifar 13. nóvember 2023 09:00 Áætluð útgjöld til heilbrigðismála nema um 343 milljörðum árið 2023. Heilbrigðiskerfið er stærsti einstaki hluti ríkisútgjalda og þriðjungur útgjalda ríkissjóðs. Við viljum flest að áhersla sé á heilbrigðiskerfið í samneyslunni en við viljum líka að vel sé farið með féð, þjónustan sé góð og við getum verið stolt af heilbrigðiskerfinu okkar. Gagnadrifið heilbrigðiskerfi Við leitum stöðugt leiða til að bæta kerfið. Á síðustu árum hafa orðið til tæknilausnir sem geta umbreytt heilbrigðisþjónustu bæði hvað varðar skilvirkni rekstrar og gæði þjónustu. Tæknilausnir eru allt frá einföldum lausnum eins og spjallmennum, talgervlum sem skrifa læknaskýrslur eða enn byltingarkenndari lausnir eins og gervigreind sem greinir tegundir krabbameins af áður óþekktri nákvæmni. Samstillt átak kemur okkur í fremstu röð Ísland á einstakt tækifæri til að leiða á heimsvísu uppbyggingu gagnadrifins heilbrigðiskerfis. Við höfum víða sýnt að þegar við leggjumst á eitt þá getum við nýtt smæðina til þess að hreyfa okkur hraðar en stærri en svifaseinni lönd. Sem dæmi náðum við að smíða máltækniinnviði á Íslandi til að vernda tungumálið okkar í stafrænum heimi á mettíma og af slíkum krafti að eftir því var tekið. Við skutum mun algengari tungumálum ref fyrir rass og urðum með þeim fyrstu að verða auðtengjanleg við framsæknar máltæknilausnir eins og ChatGPT. Við tókum okkur líka á í stafrænni stjórnsýslu og vegna fyrirmyndaruppbyggingu Stafræns Íslands er Ísland komið í fremstu röð í stafrænni þróun stjórnsýslu á heimsvísu. Við höfum því endurtekið sýnt hvers við erum megnug þegar teknar eru samstilltar ákvarðanir byggðar á skýrri sýn sem gera okkur kleift að framkvæma þær með hraða, krafti og sveigjanleika hins smáa. Gagnadrifnasta heilbrigðiskerfið Það er ekkert því til fyrirstöðu að við tökum forystu í gagna- og tæknimálum í heilbrigðiskerfinu. Það er urmull af lausnum til sem stjórnendur heilbrigðiskerfa heimsins vita að myndi bæta þjónustu, auka skilvirkni og styðja við framþróun. Stórum og svifaseinum kerfum gengur ekki vel að innleiða slíkar lausnir eða skapa sátt um tækniþróun innan heilbrigðiskerfa. Við eigum ekki að þurfa að eiga við sama vanda. Í krafti smæðarinnar og einfaldleika okkar stjórnkerfis eru tækifærin óþrjótandi. Við erum með nokkuð miðstýrt heilbrigðiskerfi þar sem gögn alls opinbera hlutans eru aðgengileg á tiltölulega fáum stöðum sem gerir okkur auðveldara að öðlast heildaryfirsýn gagna heilbrigðiskerfisins. Að sama skapi erum við almennt vel menntuð, vísindasinnuð og tæknilæs þjóð sem er vön stafrænum lausnum. Við eigum auk þess hámenntaðan hóp heilbrigðisstarfsfólks sem er vel í stakk búinn að breyta og bæta verklag til eflingar gagnanýtingar og gagnagreiningar í kerfinu. Sóknin er hafin Heilbrigðisráðuneytið hefur hafið framsækna vegferð sem mun kortleggja á heildstæðan hátt, öll gögn heilbrigðiskerfisins. Þessi vinna mun, ef vel tekst til, stuðla að miklum umbótum á nýtingu gagna og tæknilausna í kerfinu. Til dæmis stendur til að gera það mögulegt að greina stöðu mönnunar í heilbrigðiskerfinu, meta framboð, eftirspurn, gæði og framleiðni þjónustu og setja fram tillögur til úrbóta. Í samráði við viðeigandi hagsmunaaðila verður greining á stöðu, horfum og áskorunum byggð á traustari undirstöðum og skýrari heimildum en nú er, meðal annars með samtengingu gagna með markvissari hætti en áður hefur verið gert. Gagnadrifið heilbrigðisþing í Hörpu Á þriðjudag heldur heilbrigðisráðuneytið í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina heilbrigðisþing í Hörpu. Þar verða gögn heilbrigðiskerfisins í brennidepli. Nýting þeirra, forsendur og tækifæri verða skoðuð í víðu samhengi. Það er mikilvægt að spyrja okkur stöðugt að því hvernig við getum bætt heilbrigðiskerfið. Enn mikilvægara er að geta svarað þeim spurningum vel, byggt svörin á staðreyndum og tekið ákvarðanir okkur öllum til heilla. Þangað stefnum við. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Hörpu til ræða þessi mikilvægu mál. Höfundur er meðeigandi hjá Deloitte, ráðgjafi heilbrigðisráðuneytis og meðal ræðumanna á heilbrigðisþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Áætluð útgjöld til heilbrigðismála nema um 343 milljörðum árið 2023. Heilbrigðiskerfið er stærsti einstaki hluti ríkisútgjalda og þriðjungur útgjalda ríkissjóðs. Við viljum flest að áhersla sé á heilbrigðiskerfið í samneyslunni en við viljum líka að vel sé farið með féð, þjónustan sé góð og við getum verið stolt af heilbrigðiskerfinu okkar. Gagnadrifið heilbrigðiskerfi Við leitum stöðugt leiða til að bæta kerfið. Á síðustu árum hafa orðið til tæknilausnir sem geta umbreytt heilbrigðisþjónustu bæði hvað varðar skilvirkni rekstrar og gæði þjónustu. Tæknilausnir eru allt frá einföldum lausnum eins og spjallmennum, talgervlum sem skrifa læknaskýrslur eða enn byltingarkenndari lausnir eins og gervigreind sem greinir tegundir krabbameins af áður óþekktri nákvæmni. Samstillt átak kemur okkur í fremstu röð Ísland á einstakt tækifæri til að leiða á heimsvísu uppbyggingu gagnadrifins heilbrigðiskerfis. Við höfum víða sýnt að þegar við leggjumst á eitt þá getum við nýtt smæðina til þess að hreyfa okkur hraðar en stærri en svifaseinni lönd. Sem dæmi náðum við að smíða máltækniinnviði á Íslandi til að vernda tungumálið okkar í stafrænum heimi á mettíma og af slíkum krafti að eftir því var tekið. Við skutum mun algengari tungumálum ref fyrir rass og urðum með þeim fyrstu að verða auðtengjanleg við framsæknar máltæknilausnir eins og ChatGPT. Við tókum okkur líka á í stafrænni stjórnsýslu og vegna fyrirmyndaruppbyggingu Stafræns Íslands er Ísland komið í fremstu röð í stafrænni þróun stjórnsýslu á heimsvísu. Við höfum því endurtekið sýnt hvers við erum megnug þegar teknar eru samstilltar ákvarðanir byggðar á skýrri sýn sem gera okkur kleift að framkvæma þær með hraða, krafti og sveigjanleika hins smáa. Gagnadrifnasta heilbrigðiskerfið Það er ekkert því til fyrirstöðu að við tökum forystu í gagna- og tæknimálum í heilbrigðiskerfinu. Það er urmull af lausnum til sem stjórnendur heilbrigðiskerfa heimsins vita að myndi bæta þjónustu, auka skilvirkni og styðja við framþróun. Stórum og svifaseinum kerfum gengur ekki vel að innleiða slíkar lausnir eða skapa sátt um tækniþróun innan heilbrigðiskerfa. Við eigum ekki að þurfa að eiga við sama vanda. Í krafti smæðarinnar og einfaldleika okkar stjórnkerfis eru tækifærin óþrjótandi. Við erum með nokkuð miðstýrt heilbrigðiskerfi þar sem gögn alls opinbera hlutans eru aðgengileg á tiltölulega fáum stöðum sem gerir okkur auðveldara að öðlast heildaryfirsýn gagna heilbrigðiskerfisins. Að sama skapi erum við almennt vel menntuð, vísindasinnuð og tæknilæs þjóð sem er vön stafrænum lausnum. Við eigum auk þess hámenntaðan hóp heilbrigðisstarfsfólks sem er vel í stakk búinn að breyta og bæta verklag til eflingar gagnanýtingar og gagnagreiningar í kerfinu. Sóknin er hafin Heilbrigðisráðuneytið hefur hafið framsækna vegferð sem mun kortleggja á heildstæðan hátt, öll gögn heilbrigðiskerfisins. Þessi vinna mun, ef vel tekst til, stuðla að miklum umbótum á nýtingu gagna og tæknilausna í kerfinu. Til dæmis stendur til að gera það mögulegt að greina stöðu mönnunar í heilbrigðiskerfinu, meta framboð, eftirspurn, gæði og framleiðni þjónustu og setja fram tillögur til úrbóta. Í samráði við viðeigandi hagsmunaaðila verður greining á stöðu, horfum og áskorunum byggð á traustari undirstöðum og skýrari heimildum en nú er, meðal annars með samtengingu gagna með markvissari hætti en áður hefur verið gert. Gagnadrifið heilbrigðisþing í Hörpu Á þriðjudag heldur heilbrigðisráðuneytið í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina heilbrigðisþing í Hörpu. Þar verða gögn heilbrigðiskerfisins í brennidepli. Nýting þeirra, forsendur og tækifæri verða skoðuð í víðu samhengi. Það er mikilvægt að spyrja okkur stöðugt að því hvernig við getum bætt heilbrigðiskerfið. Enn mikilvægara er að geta svarað þeim spurningum vel, byggt svörin á staðreyndum og tekið ákvarðanir okkur öllum til heilla. Þangað stefnum við. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Hörpu til ræða þessi mikilvægu mál. Höfundur er meðeigandi hjá Deloitte, ráðgjafi heilbrigðisráðuneytis og meðal ræðumanna á heilbrigðisþingi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun