Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Heimir Már Pétursson skrifar 13. nóvember 2023 11:29 Samdra Pepere, framkvæmdastjóri Kyn, Konur og lýðræði í Bandaríkjunum og Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþingsins ræða við íslenskar forystukonur við upphaf Heimsþings kvenleiðtoga í Hörpu í morgun. Stöð 2/Sigurjón Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Dr. Geeta Rao Gupta sendiherra jafnréttismála frá Bandaríkjunum, Irene Fellin fulltrúi NATO fyrir konur, frið og öryggi, Lopa Banerjee framkvæmdastjóri hjá UN Women, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Iris Mwanza aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Bill and Melinda Gates Stofnunarinnar ásamt mörgum fleirum taka einnig þátt í þinginu sem lýkur seinni partinn á morgun. Fimm hundruð konur frá 80 löndum sækja heimsþingið að þessu sinni.Stöð 2/Sigurjón Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í Hörpu í samstarfi við Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. Hanna Birna Kristjánsdóttir stofnandi og stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga í Reykjavík.Vísir Hann Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður heimsþingsins og stofnandi þess segir aðgerðir og lausnir vera meginviðfangsefnið að þessu sinni. „Og við erum núna hér 500 konur frá 80 löndum alls staðar að úr heiminum að ræða hvernig við getum fært okkur semsagt frá því að ræða vandamálið yfir í raunverulegar aðgerðir,“ segir Hanna Birna. Katrín Jakobsdóttir, Kristrún Frostadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tóku þátt í umræðum í upphafi Heimsþingsins í morgun.Stöð 2/Sigurjón Leiðtogahópurinn hafi sameinast um fjórar aðgerðir sem mestu máli skipti og sem byggi á reynslunni á Íslandi. „Það er áhersla á að launajafnrétti sé tryggt, áhersla á að jafn margar konur séu í forystu og karlar, áhersla á jafnt fæðingarorlof fyrir foreldra og leiðir til að útrýma kynbundnu ofbeldi,“ segir stjórnarformaðurinn. Það vekur athygli að hin heimsfræga kvikmyndaleikkona Ashley Judd sækir þingið að þessu sinni. Hanna Birna segir þingið viðburð sem Judd hafi þótt mikilvægt að sækja, enda einn af fáum ef ekki eini viðburðurinn í heiminum þar sem kvenleiðtogar komi saman. Ashley Judd var refsað með verkefnaleysi þegar hún steig fram til að vekja athygli á kynferðisofbeldi gegn konum í kvikmyndaheiminum.Getty/Noam Gala „Hún er auðvitað sú sem að steig mjög ákveðið fram og var og var í forystu fyrir Me Too hreyfingunni í Bandaríkjunum á sínum tíma. Þannig að það er ástæðan fyrir því að hún er hér. Hún er að deila sinni reynslu af því að vera kona í framlínu sem tekur slíkan slag,“ segir Hanna Birna. Á hverju þingi er birtur svo kallaður Reykjavík index, sem er viðhorfsmæling til kvenna í forystuhlutverkum og þar mælist afturkippur. „Ef eitthvað er þá erum við að sjá að viðhorfin eru að verða neikvæðari gagnvart konum í leiðtogahlutverki. Þannig að við eigum því miður langt í land, en aftur þá erum við hér að leggja áherslu á lausnir,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir. Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Harpa Tengdar fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag í Hörpu og taka yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá áttatíu löndum þátt í ár. Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í samstarfi Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. 13. nóvember 2023 09:34 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Dr. Geeta Rao Gupta sendiherra jafnréttismála frá Bandaríkjunum, Irene Fellin fulltrúi NATO fyrir konur, frið og öryggi, Lopa Banerjee framkvæmdastjóri hjá UN Women, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Iris Mwanza aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Bill and Melinda Gates Stofnunarinnar ásamt mörgum fleirum taka einnig þátt í þinginu sem lýkur seinni partinn á morgun. Fimm hundruð konur frá 80 löndum sækja heimsþingið að þessu sinni.Stöð 2/Sigurjón Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í Hörpu í samstarfi við Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. Hanna Birna Kristjánsdóttir stofnandi og stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga í Reykjavík.Vísir Hann Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður heimsþingsins og stofnandi þess segir aðgerðir og lausnir vera meginviðfangsefnið að þessu sinni. „Og við erum núna hér 500 konur frá 80 löndum alls staðar að úr heiminum að ræða hvernig við getum fært okkur semsagt frá því að ræða vandamálið yfir í raunverulegar aðgerðir,“ segir Hanna Birna. Katrín Jakobsdóttir, Kristrún Frostadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tóku þátt í umræðum í upphafi Heimsþingsins í morgun.Stöð 2/Sigurjón Leiðtogahópurinn hafi sameinast um fjórar aðgerðir sem mestu máli skipti og sem byggi á reynslunni á Íslandi. „Það er áhersla á að launajafnrétti sé tryggt, áhersla á að jafn margar konur séu í forystu og karlar, áhersla á jafnt fæðingarorlof fyrir foreldra og leiðir til að útrýma kynbundnu ofbeldi,“ segir stjórnarformaðurinn. Það vekur athygli að hin heimsfræga kvikmyndaleikkona Ashley Judd sækir þingið að þessu sinni. Hanna Birna segir þingið viðburð sem Judd hafi þótt mikilvægt að sækja, enda einn af fáum ef ekki eini viðburðurinn í heiminum þar sem kvenleiðtogar komi saman. Ashley Judd var refsað með verkefnaleysi þegar hún steig fram til að vekja athygli á kynferðisofbeldi gegn konum í kvikmyndaheiminum.Getty/Noam Gala „Hún er auðvitað sú sem að steig mjög ákveðið fram og var og var í forystu fyrir Me Too hreyfingunni í Bandaríkjunum á sínum tíma. Þannig að það er ástæðan fyrir því að hún er hér. Hún er að deila sinni reynslu af því að vera kona í framlínu sem tekur slíkan slag,“ segir Hanna Birna. Á hverju þingi er birtur svo kallaður Reykjavík index, sem er viðhorfsmæling til kvenna í forystuhlutverkum og þar mælist afturkippur. „Ef eitthvað er þá erum við að sjá að viðhorfin eru að verða neikvæðari gagnvart konum í leiðtogahlutverki. Þannig að við eigum því miður langt í land, en aftur þá erum við hér að leggja áherslu á lausnir,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Harpa Tengdar fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag í Hörpu og taka yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá áttatíu löndum þátt í ár. Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í samstarfi Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. 13. nóvember 2023 09:34 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag í Hörpu og taka yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá áttatíu löndum þátt í ár. Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í samstarfi Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. 13. nóvember 2023 09:34