Verða sængur og koddar viðriðin næsta Met Gala? Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2023 13:30 Fyrirsæta á sýningu Viktor & Rolf árið 2005 klæðist tískulegum svefnpoka með kodda fasta við hárið. Ætli stjörnurnar skarti einhverju svipuðu á næsta Met Gala? Michel Dufour/WireImage Fyrsta mánudag maí mánaðar koma stjörnurnar árlega saman í glæsilegum klæðnaði í tilefni af viðburðinum Met Gala, sem er gjarnan talinn stærsti tískuviðburður ársins. Met Gala verður haldið á Metropolitan safninu í New York 6. maí næstkomandi og árlega er gefið út ákveðið þema. Viðburðurinn virkar sem svo að stærstu tískuhönnuðir heimsins bjóða stjörnunum að klæðast flíkum eftir sig. Í kjölfar viðburðarins opnar sýning á safninu sem einkennist af þemanu en nýlega gáfu skipuleggjendur viðburðarins út að árið 2024 einkennist hann af einhvers konar endurvakningu á sofandi fegurð, þar sem titillinn er Sleeping Beauties: Reawakening Fashion. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Má gera ráð fyrir að einhver tískutrend verði endurvakin í tilefni af þessu en netverjar hafa leikið sér að því að hugsa hvernig klæðnaður einkennir þemað og velta meðal annars fyrir sér hvort tískurisarnir bjóði stjörnum upp á flíkur sem minna á sæng og kodda. Tónlistarmaðurinn Tommy Ca$h skartaði einmitt slíkum klæðaburði á tískusýningu fyrr á árinu. View this post on Instagram A post shared by TOMM¥ A$H (@tommycashworld) Forsvarsmenn þessarar tískuhátíðar eiga þó eftir að útskýra þemað og bíða tískuunnendur eflaust spenntir eftir að sjá fjölbreyttar útfærslur stærstu hönnuða heims á þemanu. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þessi klæðnaður Viktor & Rolf frá árinu 2005 verði endurvakinn á Met Gala næstkomandi vor.Michel Dufour/WireImage Tíska og hönnun Hollywood Menning Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Met Gala verður haldið á Metropolitan safninu í New York 6. maí næstkomandi og árlega er gefið út ákveðið þema. Viðburðurinn virkar sem svo að stærstu tískuhönnuðir heimsins bjóða stjörnunum að klæðast flíkum eftir sig. Í kjölfar viðburðarins opnar sýning á safninu sem einkennist af þemanu en nýlega gáfu skipuleggjendur viðburðarins út að árið 2024 einkennist hann af einhvers konar endurvakningu á sofandi fegurð, þar sem titillinn er Sleeping Beauties: Reawakening Fashion. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Má gera ráð fyrir að einhver tískutrend verði endurvakin í tilefni af þessu en netverjar hafa leikið sér að því að hugsa hvernig klæðnaður einkennir þemað og velta meðal annars fyrir sér hvort tískurisarnir bjóði stjörnum upp á flíkur sem minna á sæng og kodda. Tónlistarmaðurinn Tommy Ca$h skartaði einmitt slíkum klæðaburði á tískusýningu fyrr á árinu. View this post on Instagram A post shared by TOMM¥ A$H (@tommycashworld) Forsvarsmenn þessarar tískuhátíðar eiga þó eftir að útskýra þemað og bíða tískuunnendur eflaust spenntir eftir að sjá fjölbreyttar útfærslur stærstu hönnuða heims á þemanu. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þessi klæðnaður Viktor & Rolf frá árinu 2005 verði endurvakinn á Met Gala næstkomandi vor.Michel Dufour/WireImage
Tíska og hönnun Hollywood Menning Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira