Í fréttatilkynningu á vef Landsbankans kemur fram að margir viðskiptavinir Landsbankans séu með geymsluhólf í útibúinu. Starfsfólk bankans hugðist flytja þau úr bænum að morgni 14. nóvember en var snúið frá af lögreglu á grundvelli áhættumats“
Þá segir að Landsbankinn hafi óskað eftir sérstakri heimild frá Almannavörnum til að fara í útibúið, fjarlægja geymsluhólfin og flytja þau í annað útibú. Vonast sé til þess að hægt verði að upplýsa viðskiptavini sem eru með hólf í útibúinu um næstu skref fljótlega.
Fylgst verði með stöðunni og frekari upplýsingar muni birtast á vef bankans.
Landsbankinn hefur nú, auk hinna bankanna sem eru með útibú á Grindavík, boðið upp á frystingu húsnæðislána vegna þeirrar stöðu sem uppi er í bænum. Vísir greindi frá því í dag.