Segir almennan lesskilning duga til að sjá að dómarinn sé ekki vanhæfur Jón Þór Stefánsson skrifar 15. nóvember 2023 21:17 Sveinn Andri vill meina að nú sé hryðjuverkamálið tafið enn frekar vegna „algjörar þvælu“. Vísir/Hulda Margrét Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars sakborningsins í hryðjuverkamálinu svokallaða, er hjartanlega ósammála niðurstöðu Landsréttar um að Daði Kristjánsson dómari sé vanhæfur. Dómaranum hefur verið gert að víkja frá málinu. „Ég vill meina að við höfum fært góð rök fyrir því að dómarinn sé alls ekki vanhæfur. Enda er verið teygja úr hans orðum með því að túlka þau sem svo að hann sé með einhverjum hætti að tjá sig efnislega um málið,“ segir Sveinn og heldur því fram að það þurfi einungis „almennan lesskilning“ til að átta sig á því. „En Landsréttur hefur ákveðið að láta saksóknara njóta vafans. Vegna lítils háttar blæbrigða í einhverjum skilningi á orðum dómarans mætti mögulega og hugsanlega túlka þau sem einhvers konar skoðun hans á málinu.“ Sveinn segist hafa mótmælt meintu vanhæfi þar sem hann treysti umræddum dómara og að hann teldi hann hæfan. Aðspurður um hvaða áhrif ákvörðun Landsréttar muni hafa á málið segir Sveinn Andri það ekki gott að segja. Líklega muni hún þó tefja málið enn frekar. „Nú er málið allt saman í uppnámi varðandi tímafaktorinn. Það eru ákveðin álitaefni sem á enn eftir að leysa úr áður en aðalmeðferðin getur hafist. Þannig það er enn verið að tefja málið út af algjörri þvælu, sem átti aldrei að bera á borð,“ segir hann og bætir við að ákvörðunin bæti óvissu í málið sem sé ekki góð fyrir sakborningana. Dómari í utandeild en saksóknari í ensku Þá vill Sveinn Andri meina að Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara, hafi sýnt fram á vanhæfi sitt í málinu. Hann bendir á að í íslenskum sakamálum þurfi bæði dómari og saksóknari að vera hlutlausir í sinni vinnu. Hann telur Karl ekki hafa verið það. Sveinn Andri hefur áður gagnrýnt vinnubrögð hins opinbera í hryðjuverkamálinu, en hann hefur fyrst og fremst beint sjónum sínum að rannsókn lögreglunnar í málinu. Um Karl Inga segir Sveinn: „Það ætti að vera búið að henda honum úr málinu tuttugu sinnum út af brotum hans á hlutleysisreglum. Ef dómari málsins er leikmaður í íslensku utandeildarliði þegar kemur að vanhæfi, þá er saksóknari úrvalsdeildinni ensku. Hann ber höfuð og herðar yfir dómarann þegar kemur að vanhæfi og hlutdrægni.“ Sveinn Andri segir koma til skoðunar að krefjast þess að saksóknari víki sæti. Hann er á þeirri skoðun að sakamálið sem höfðað sé gegn sakborningunum tveimur sé „mission í því að bjarga andliti ríkislögreglustjóra“ sem Sveinn telur að hafi farið með offorsi í málinu. Fréttastofa náði tali af Karli Inga fyrr í kvöld og spurði hvort hann væri ánægður með úrskurð Landsréttar. „Ég er ekkert sérstaklega ánægður, frekar en óánægður. Við erum bara að fara eftir ákveðnum leikreglum. Svona er ferill málsins.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir „Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir. 16. júní 2023 07:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
„Ég vill meina að við höfum fært góð rök fyrir því að dómarinn sé alls ekki vanhæfur. Enda er verið teygja úr hans orðum með því að túlka þau sem svo að hann sé með einhverjum hætti að tjá sig efnislega um málið,“ segir Sveinn og heldur því fram að það þurfi einungis „almennan lesskilning“ til að átta sig á því. „En Landsréttur hefur ákveðið að láta saksóknara njóta vafans. Vegna lítils háttar blæbrigða í einhverjum skilningi á orðum dómarans mætti mögulega og hugsanlega túlka þau sem einhvers konar skoðun hans á málinu.“ Sveinn segist hafa mótmælt meintu vanhæfi þar sem hann treysti umræddum dómara og að hann teldi hann hæfan. Aðspurður um hvaða áhrif ákvörðun Landsréttar muni hafa á málið segir Sveinn Andri það ekki gott að segja. Líklega muni hún þó tefja málið enn frekar. „Nú er málið allt saman í uppnámi varðandi tímafaktorinn. Það eru ákveðin álitaefni sem á enn eftir að leysa úr áður en aðalmeðferðin getur hafist. Þannig það er enn verið að tefja málið út af algjörri þvælu, sem átti aldrei að bera á borð,“ segir hann og bætir við að ákvörðunin bæti óvissu í málið sem sé ekki góð fyrir sakborningana. Dómari í utandeild en saksóknari í ensku Þá vill Sveinn Andri meina að Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara, hafi sýnt fram á vanhæfi sitt í málinu. Hann bendir á að í íslenskum sakamálum þurfi bæði dómari og saksóknari að vera hlutlausir í sinni vinnu. Hann telur Karl ekki hafa verið það. Sveinn Andri hefur áður gagnrýnt vinnubrögð hins opinbera í hryðjuverkamálinu, en hann hefur fyrst og fremst beint sjónum sínum að rannsókn lögreglunnar í málinu. Um Karl Inga segir Sveinn: „Það ætti að vera búið að henda honum úr málinu tuttugu sinnum út af brotum hans á hlutleysisreglum. Ef dómari málsins er leikmaður í íslensku utandeildarliði þegar kemur að vanhæfi, þá er saksóknari úrvalsdeildinni ensku. Hann ber höfuð og herðar yfir dómarann þegar kemur að vanhæfi og hlutdrægni.“ Sveinn Andri segir koma til skoðunar að krefjast þess að saksóknari víki sæti. Hann er á þeirri skoðun að sakamálið sem höfðað sé gegn sakborningunum tveimur sé „mission í því að bjarga andliti ríkislögreglustjóra“ sem Sveinn telur að hafi farið með offorsi í málinu. Fréttastofa náði tali af Karli Inga fyrr í kvöld og spurði hvort hann væri ánægður með úrskurð Landsréttar. „Ég er ekkert sérstaklega ánægður, frekar en óánægður. Við erum bara að fara eftir ákveðnum leikreglum. Svona er ferill málsins.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir „Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir. 16. júní 2023 07:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
„Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir. 16. júní 2023 07:00