Niinistö segir aukinn fjölda hælisleitenda hefndaraðgerð Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2023 09:58 Hælitsleitendum frá Rússlandi komið fyrir í bifreiðum til flutnings á móttökumiðstöð í Finnlandi. AP/Lehtikuva/Vesa Moilanen Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða vegna aukins fjölda hælisleitenda sem kemur til landsins frá Rússlandi. Segir hann um að ræða hefndaraðgerðir Rússa vegna samstarfs Finna og Bandaríkjamanna. Venjulega er ríkisborgurum ríkja utan Evrópusambandsins snúið við á landamærum Finnlands en Niinistö sagði í gær að hann teldi að Rússar væru farnir að beina hælisleitendum að landamærastöðvum í Finnlandi til að hefna fyrir fyrirætlun Finna um að undirrita samkomulag í varnarmálum við Bandaríkin. Landamærin Rússlands og Finnlands eru 1.335 kílómetra löng og spennan í samskiptum ríkjanna hefur aukist til muna eftir að Finnar sóttu um og fengu aðild að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Öryggisyfirvöld í Finnlandi hafa meðal annars varað við auknum tilraunum til netnjósna. Á mánudag komu 39 að landamærstöð í suð-austurhluta Finnlands og sóttu um hæli. Á þriðjudag voru hælisleitendur 55 og 74 í gær. Niinistö telur víst að um sé að ræða aðgerð af hálfu Rússa og að gera þurfi ráðstafanir til að mæta fjölguninni. Finnska þingið samþykkti lög í fyrra sem heimila útlendingayfirvöldum að hætta að taka á móti hælisumsóknum ef talið er að um sé að ræða „fjöldaviðburð“ skipulagðan af öðru ríki. Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir ásakanir Niinistö byggja á sandi og þá hefur Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagt þau harma þá ákvörðun Finna að hverfa frá góðu tvíhliða samstarfi. Umfjöllun Guardian um málið. Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Hælisleitendur NATO Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Venjulega er ríkisborgurum ríkja utan Evrópusambandsins snúið við á landamærum Finnlands en Niinistö sagði í gær að hann teldi að Rússar væru farnir að beina hælisleitendum að landamærastöðvum í Finnlandi til að hefna fyrir fyrirætlun Finna um að undirrita samkomulag í varnarmálum við Bandaríkin. Landamærin Rússlands og Finnlands eru 1.335 kílómetra löng og spennan í samskiptum ríkjanna hefur aukist til muna eftir að Finnar sóttu um og fengu aðild að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Öryggisyfirvöld í Finnlandi hafa meðal annars varað við auknum tilraunum til netnjósna. Á mánudag komu 39 að landamærstöð í suð-austurhluta Finnlands og sóttu um hæli. Á þriðjudag voru hælisleitendur 55 og 74 í gær. Niinistö telur víst að um sé að ræða aðgerð af hálfu Rússa og að gera þurfi ráðstafanir til að mæta fjölguninni. Finnska þingið samþykkti lög í fyrra sem heimila útlendingayfirvöldum að hætta að taka á móti hælisumsóknum ef talið er að um sé að ræða „fjöldaviðburð“ skipulagðan af öðru ríki. Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir ásakanir Niinistö byggja á sandi og þá hefur Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagt þau harma þá ákvörðun Finna að hverfa frá góðu tvíhliða samstarfi. Umfjöllun Guardian um málið.
Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Hælisleitendur NATO Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira