Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf. 
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.  Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum verður rætt við Lögreglustjórann á Suðurnesjum sem segir að löggæsla í bænum hafi verið aukin eftir að til sást til grunsamlegra mannaferða að næturlagi í bænum. 

Þá verður rætt við forstjóra HS Veitna en viðgerðarflokkur fór inn í bæinn í morgun til að reyna að koma rafmagni á þann hluta bæjarins sem nú er rafmagnslaus.

Einnig tökum við stöðuna á jarðhræringunum á Reykjanesi og ræðum við Kristínu Jónsdóttur hópstjóra hjá Veðurstofunni.

Einnig fjöllum við um deilur sem sprottið hafa upp í kringum bókmenntahátíðina Iceland Noir, en margir eru ósáttir við komu Hillary Clinton hingað til lands vegna afstöðu hennar til stríðsins á Gasa.

Í íþróttunum fjöllum við síðan um leikinn mikilvæga gegn Slóvakíu sem fram fer í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×