Fari ísraelskir hermenn að sækja fram í suðurhluta Gasastrandarinnar má gera ráð fyrir því að sífellt versnandi mannúðarástand á svæðinu myndi versna til muna, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar.
Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði jarðarinnar þar sem um 2,3 milljónir manna búa á svæði sem er um það bil fjörutíu kílómetra langt og tíu kílómetra breitt. Frá því stríð Ísrael og Hamas, sem stjórna Gasa, hófst í síðasta mánuði hafa að minnsta kosti 1,5 milljón manna þurft að yfirgefa heimili sín.
Sjá einnig: Biden ver afstöðu Bandaríkjanna og segir Hamas ekki munu hætta
Linnulausar loftárásir Ísraela og hafa komið verulega niður á íbúum sem dáið hafa í þúsundatali. Þessar árásir eru ítrekað gerðar á suðurhluta Gasastrandarinnar en Ísraelar hafa beðið fólk um að flýja þangað úr norðri, þar sem ísraelski herinn hefur eingangrað norðurhlutann frá suðurhlutanum.
Á kortinu hér að neðan, sem er frá bandarísku hugveitunni Institute for the study of war má sjá grófa mynd af stöðunni á Gasaströndinni og hvar ísraelskir hermenn hafa verið á ferðinni.
Latest #Iran Update covering the #IsraelHamasWar: https://t.co/uz7v8om3mN
— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) November 16, 2023
1/ Israeli forces conducted a reconnaissance operation into the al Shifa Hospital complex on Nov. 14-15 to obtain information about the #Hamas tunnel network #Israel says is under the complex. pic.twitter.com/nQuPeoYY9m
Ísraelskir hermenn eru enn að framkvæma leit í al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg. Ísraelskur blaðamaður segir hermenn fara hús úr húsi á lóðinni og leita á hverri hæð. Enn er gert ráð fyrir að finna megi eitthvað í sjúkrahúsinu.
Þá hefur blaðamaðurinn eftir forsvarsmönnum hersins að tölvur hafi fundist í sjúkrahúsinu og á þeim hafi fundist upplýsingar um gísla sem Hamas-liðar tóku í síðasta mánuði og myndefni sem tengist þeim.

Forsvarsmenn hersins hafa haldið því fram að umfangsmiklar bækistöðvar Hamas megi finna í göngum undir sjúkrahúsinu og hafa ráðamenn í Bandaríkjunum tekið undir að vísbendingar séu um slíkt.
Sjá einnig: Líkin hrannast upp og læknir segir ástandið á al Shifa „ómannlegt“
Enn sem komið er hafa Ísraelar ekki fært haldbærar sannanir fyrir því og hafa þess í stað birt myndbönd úr sjúkrahúsinu sem sýna nokkrar byssur, vesti, skotfæri og klæðnað. Engar myndir hafa verið birtar af göngum undir sjúkrahúsinu.
Harðir bardagar eru sagðir hafa geisað við sjúkrahúsið í nokkra daga. Þá segja talsmenn hersins að nokkrir Hamas-liðar hafi verið felldir við inngang sjúkrahússins.
36, ' .
— (@idfonline) November 15, 2023
, >> pic.twitter.com/daQfxrTP07
Þúsundir manna héldu til í sjúkrahúsinu áður en atlaga var gerð að því. Í frétt Wall Street Journal segir að reynist það ósatt að Hamas-lið hafi haldið til í göngum undir sjúkrahúsinu, muni það koma niður á Ísraelum og auka alþjóðlega gagnrýni á hernaði þeirra á Gasaströndinni.

Segja þúsundum að flýja
Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í gær að innrás Ísraels á Gasaströndina muni að endingu einnig ná til suðurhluta svæðisins.
Reuters segir Ísraelsmenn hafa skipað íbúum fjögurra bæja í suðurhluta Gasastrandarinnar að flýja. Í þessum fjórum bæjum bjuggu rúmlega hundrað þúsund manns fyrir stríðið en tugir þúsunda hafa flúið þangað eftir að það hófst.
Á dreifimiðunum sem varpað var á bæina segir að ísraelski herinn neyðist til að ráðast á Hamas-liða á svæðinu. Fólki væri hollast að flýja, til að tryggja eigið öryggi. Íbúar segja umfangsmiklar árásir hafa verið gerðar á svæðinu í nótt.