Af hverju ég ætti læra íslensku? Jasmina Vajzović Crnac skrifar 16. nóvember 2023 15:00 Ég hitti nokkuð stóran hóp innflytjenda frá mörgum löndum á fundi og hlustaði eina ferðina enn á umræðu um íslenska tungumálið sem ég hef heyrt alltof oft síðustu árin, trúið mér. Að mínu mati var niðurstaðan sú að öll væru sammála um íslenskukennslu og hvað hún er raunverulega mikilvæg fyrir börnin þeirra og þau sem foreldra. Þegar uppi var staðið var þetta mikilvægasta og veigamesta krafan að börnin þeirra, sem eru fædd og uppalin hér, tali góða íslensku. En því miður er það ekki raunin því börnin þeirra tala ekki nógu góða íslensku. Hvernig stendur á þessu? Þetta er hreint út sagt ótrúlegt. Hvernig má það vera að í stað þess að fara upp á við í jákvæða þróun erum við að fara niður á við? Foreldrarnir töluðu um að enska sé mjög mikið notuð í skólum barnanna. Þau reifuðu þær hugmyndir að í frístund gæti vera boðið upp tungumálakennslu fyrir börnin og tíminn nýttur jafnramt í hagnýta kennslu. Foreldrar töluðu einnig um að vilja fá auka heimavinnu með áherslu á íslensku. Þau töluðu um að börnin þeirra þurfi meira örvun í íslensku. Þau töluðu um að það sé lítil krafa um íslensku frá skólanum og að það bitni verulega á börnunum. Þau töluðu um að þau tilheyra ekki og eiga erfitt með að eignast íslenska vini. Þau töluðu um að vera ekki velkomin og að íslensku fólki sé sama um þau. Í þessu samhengi erum við að tala um fjölskyldur með lítinn sem engann stuðning, lítið tengslanet, lægstu launin og svo framvegis. Ég hef sjálf heyrt frá kennurum, íslenskum foreldrum, skólum, samfélögum og öðrum að innflytjendur vilji ekki læra íslensku. Að sama skapi segja þessir aðilar að það sé í undantekningartilvikum að innflytjendur vilji læra íslensku og að þau vilji hjálpa börnum sínum með heimalærdóminn. Nú velti ég fyrir mér af hverju það sé hérna einhvera gjá sem engin skilur í og verra er að fáir virðast kippa sér upp við. Þetta tvennt fer ekki saman, það er að innflytjendur séu ítrekað að segja að þau vilja læra tungumálið og vilja ríkari áherslu á íslensku og að Íslendingar haldi því fram að innflytjendur vilji ekki læra íslensku. Svo er það umræðan í samfélaginu að við séum með aðskilin samfélög, að innflytjendur hópast bara saman og staðhæfingar um að innflytjendur vilji ekki aðlagast. Ég spyr þá á móti, af hverju ættu þeir að aðlagast? Hverju eiga þeir að aðlagast ef þau ætla hvort sem er að vera utangarðs? Hvaða máli skiptir það að þú lærir íslensku ef þú ætlar hvort sem er aldrei að vera hluti af samfélaginu? Af hverju ætti ég að fara í afmæli ef enginn vill hvort sem er tala við mig? Af hverju ætti ég að læra íslensku ef ég enda alltaf í láglaunastarfi? Af hverju ætti ég að læra íslensku ef ég get ekki nýtt menntun mína? Af hverju ætti ég að læra íslensku ef enginn vill kynnast mér né minni menningu eða hleypa mér inn í sinn vinahóp? Af hverju ætti ég að læra íslensku ef það verður alltaf sett út á hreiminn minn? Af hverju á ég að læra íslensku þegar ég verð alltaf útlendingur? Af hverju myndi ég vilja læra íslensku þegar Íslendingar tala alltaf á ensku við mig? Af hverju í ósköpunum ætti ég að læra íslensku ef ég fæ aldrei að verða Íslendingur? Þetta eru því miður staðreyndir. Ég hef sjálf, þrátt fyrir mína frábæru íslensku, ríku reynslu og þekkingu og háskólagráður, spurt mig stundum af hverju í ósköpunum ég sé hér á landi að taka þennan slag? Því jú ég hef sjálf margoft spurt mig þessa spurninga og upplifað útilokun, höfnun og að litið sé niður á mig, talandi ekki ekki um ráðningar eða laun - en það þyrfti sér pistil um það, fyrir það eitt að vera innflytjandi. Því spyr ég, væri ekki best að við værum SAMLÖGUÐ? Að við myndum gerum þetta saman, það er að samlagast hvort öðru því samfélagið okkar er ekki einstefna? Ef við myndum reyna að hjálpa hvort öðru að verða ein heild, eitt samfélag? Ef við myndum taka þéttum höndum utan um fólkið sem sest hér að? Ef við myndum bjóða þau velkomin í samfélagið? Ef við myndum bjóða þeim með í vinahópinn okkar? Ef við myndum banka á dyrnar þeirra og bjóða fram aðstoð okkar? Ef við myndum taka þau gjaldgeng inn í viðeigandi og vel launuð störf? Ef við myndum viðurkenna menntun þeirra? Ef við myndum hætta að tala niður til þeirra? Ef við myndum raunverulega leggja okkur fram við að kenna þeim íslensku? Svona gæti ég haldið áfram svo lengi megi telja. Við þurfum að vera opin fyrir því að fara í báðar áttir og vera samlöguð saman. Gefið ykkur tíma til að hugsa aðeins um þetta kæru Íslendingar (það er allir þeir sem búa á Íslandi), ráðamenn og aðrir. Mynduð þið vilja og hreinlega geta lært annað tungumál ef þið væruð bara að aðlagast þessum einstefnu aðstæðum, viðhorfi og gildum sem ein þjóð setur fram eða krefst af öðrum? Höfundur er flóttakona, innfytjandi, sérfræðingur í málefnum innfytjenda og flóttafólks, stjórnmálafræðingur og Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Jasmina Vajzović Crnac Mest lesið Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ég hitti nokkuð stóran hóp innflytjenda frá mörgum löndum á fundi og hlustaði eina ferðina enn á umræðu um íslenska tungumálið sem ég hef heyrt alltof oft síðustu árin, trúið mér. Að mínu mati var niðurstaðan sú að öll væru sammála um íslenskukennslu og hvað hún er raunverulega mikilvæg fyrir börnin þeirra og þau sem foreldra. Þegar uppi var staðið var þetta mikilvægasta og veigamesta krafan að börnin þeirra, sem eru fædd og uppalin hér, tali góða íslensku. En því miður er það ekki raunin því börnin þeirra tala ekki nógu góða íslensku. Hvernig stendur á þessu? Þetta er hreint út sagt ótrúlegt. Hvernig má það vera að í stað þess að fara upp á við í jákvæða þróun erum við að fara niður á við? Foreldrarnir töluðu um að enska sé mjög mikið notuð í skólum barnanna. Þau reifuðu þær hugmyndir að í frístund gæti vera boðið upp tungumálakennslu fyrir börnin og tíminn nýttur jafnramt í hagnýta kennslu. Foreldrar töluðu einnig um að vilja fá auka heimavinnu með áherslu á íslensku. Þau töluðu um að börnin þeirra þurfi meira örvun í íslensku. Þau töluðu um að það sé lítil krafa um íslensku frá skólanum og að það bitni verulega á börnunum. Þau töluðu um að þau tilheyra ekki og eiga erfitt með að eignast íslenska vini. Þau töluðu um að vera ekki velkomin og að íslensku fólki sé sama um þau. Í þessu samhengi erum við að tala um fjölskyldur með lítinn sem engann stuðning, lítið tengslanet, lægstu launin og svo framvegis. Ég hef sjálf heyrt frá kennurum, íslenskum foreldrum, skólum, samfélögum og öðrum að innflytjendur vilji ekki læra íslensku. Að sama skapi segja þessir aðilar að það sé í undantekningartilvikum að innflytjendur vilji læra íslensku og að þau vilji hjálpa börnum sínum með heimalærdóminn. Nú velti ég fyrir mér af hverju það sé hérna einhvera gjá sem engin skilur í og verra er að fáir virðast kippa sér upp við. Þetta tvennt fer ekki saman, það er að innflytjendur séu ítrekað að segja að þau vilja læra tungumálið og vilja ríkari áherslu á íslensku og að Íslendingar haldi því fram að innflytjendur vilji ekki læra íslensku. Svo er það umræðan í samfélaginu að við séum með aðskilin samfélög, að innflytjendur hópast bara saman og staðhæfingar um að innflytjendur vilji ekki aðlagast. Ég spyr þá á móti, af hverju ættu þeir að aðlagast? Hverju eiga þeir að aðlagast ef þau ætla hvort sem er að vera utangarðs? Hvaða máli skiptir það að þú lærir íslensku ef þú ætlar hvort sem er aldrei að vera hluti af samfélaginu? Af hverju ætti ég að fara í afmæli ef enginn vill hvort sem er tala við mig? Af hverju ætti ég að læra íslensku ef ég enda alltaf í láglaunastarfi? Af hverju ætti ég að læra íslensku ef ég get ekki nýtt menntun mína? Af hverju ætti ég að læra íslensku ef enginn vill kynnast mér né minni menningu eða hleypa mér inn í sinn vinahóp? Af hverju ætti ég að læra íslensku ef það verður alltaf sett út á hreiminn minn? Af hverju á ég að læra íslensku þegar ég verð alltaf útlendingur? Af hverju myndi ég vilja læra íslensku þegar Íslendingar tala alltaf á ensku við mig? Af hverju í ósköpunum ætti ég að læra íslensku ef ég fæ aldrei að verða Íslendingur? Þetta eru því miður staðreyndir. Ég hef sjálf, þrátt fyrir mína frábæru íslensku, ríku reynslu og þekkingu og háskólagráður, spurt mig stundum af hverju í ósköpunum ég sé hér á landi að taka þennan slag? Því jú ég hef sjálf margoft spurt mig þessa spurninga og upplifað útilokun, höfnun og að litið sé niður á mig, talandi ekki ekki um ráðningar eða laun - en það þyrfti sér pistil um það, fyrir það eitt að vera innflytjandi. Því spyr ég, væri ekki best að við værum SAMLÖGUÐ? Að við myndum gerum þetta saman, það er að samlagast hvort öðru því samfélagið okkar er ekki einstefna? Ef við myndum reyna að hjálpa hvort öðru að verða ein heild, eitt samfélag? Ef við myndum taka þéttum höndum utan um fólkið sem sest hér að? Ef við myndum bjóða þau velkomin í samfélagið? Ef við myndum bjóða þeim með í vinahópinn okkar? Ef við myndum banka á dyrnar þeirra og bjóða fram aðstoð okkar? Ef við myndum taka þau gjaldgeng inn í viðeigandi og vel launuð störf? Ef við myndum viðurkenna menntun þeirra? Ef við myndum hætta að tala niður til þeirra? Ef við myndum raunverulega leggja okkur fram við að kenna þeim íslensku? Svona gæti ég haldið áfram svo lengi megi telja. Við þurfum að vera opin fyrir því að fara í báðar áttir og vera samlöguð saman. Gefið ykkur tíma til að hugsa aðeins um þetta kæru Íslendingar (það er allir þeir sem búa á Íslandi), ráðamenn og aðrir. Mynduð þið vilja og hreinlega geta lært annað tungumál ef þið væruð bara að aðlagast þessum einstefnu aðstæðum, viðhorfi og gildum sem ein þjóð setur fram eða krefst af öðrum? Höfundur er flóttakona, innfytjandi, sérfræðingur í málefnum innfytjenda og flóttafólks, stjórnmálafræðingur og Íslendingur.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun