Ægisíðan verulega ógeðsleg Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2023 14:54 Pappír og úrgang er að finna í fjörborðinu við Ægisíðu. Vísir/Vilhelm Bjarni Brynjólfsson fyrrverandi upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar segir ástandið við Ægisíðuna slæmt og fjörukantinn þar verulega ógeðslegan: Endalausar skólpleifar í þarabunkum, leifar af klósettpappír og fleira miður geðslegt. Bjarni efnir til umræðu í Facebook-hópnum Vesturbænum þar sem hann segir ástandið í fjörunni við vesturbæinn skelfilegt. Íbúar í Vesturbænum segja ástandið hafa verið svona í nokkurn tíma.Vísir/Vilhelm „Ekki myndi ég vilja svamla í sjónum við Ægisíðuna þessa dagana. Ef gengið er eftir fjörukantinum frá skólpdælustöð Veitna má sjá endalausar skólpleifar í þarabunkum, leifar af klósettpappír og fleira miður geðslegt.“ Bjarni segir ekkert að sjá á vef Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að dælustöð Veitna hafi farið á yfirfall eða óhreinsuðu skólpi hafi verið sleppt þar út. Og ekkert sé heldur að finna á vefsvæði Veitna svona í fljótu bragði. Gamalt dömubindi í þaranum.Vísir/vilhelm En „ástandið er eiginlega verra núna en það var hérna um árið þegar óblönduðu skólpi var dælt í sjóinn í margar vikur án viðvörunar. Það er nokkuð ljóst að Veitur eða Reykjavíkurborg verða að ráðast í hreinsun. Þetta er varla viðunandi svona.“ Frá hreinsun í fjörunni árið 2018.Vísir/Vilhelm Bjarni segist vera búinn að senda ábendingu á Heilbrigðiseftirlitið en hann hefur enn ekki fengið neitt svar. Vísir gerði heiðarlega tilraun til að ná í heilbrigðiseftirlitið en fékk upplýst eftir bið í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, að ef blaðamaður vildi ræða við einhvern þar þá þyrfti hann að senda póst á heilbrigdiseftirlit@reykjavik.is. „Það eru mjög margar deildir sem vilja fá allt orðið skriflegt,“ sagði sú sem þar var fyrir svörum. Reykjavík Umhverfismál Skólp Tengdar fréttir Veituliðar þrífa fjöruna eftir dramatík í Vesturbænum Boð í plokkveislu fór ekki vel í Vesturbæinga sem voru ekki spenntir fyrir skólphreinsun. 9. apríl 2018 12:11 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Bjarni efnir til umræðu í Facebook-hópnum Vesturbænum þar sem hann segir ástandið í fjörunni við vesturbæinn skelfilegt. Íbúar í Vesturbænum segja ástandið hafa verið svona í nokkurn tíma.Vísir/Vilhelm „Ekki myndi ég vilja svamla í sjónum við Ægisíðuna þessa dagana. Ef gengið er eftir fjörukantinum frá skólpdælustöð Veitna má sjá endalausar skólpleifar í þarabunkum, leifar af klósettpappír og fleira miður geðslegt.“ Bjarni segir ekkert að sjá á vef Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að dælustöð Veitna hafi farið á yfirfall eða óhreinsuðu skólpi hafi verið sleppt þar út. Og ekkert sé heldur að finna á vefsvæði Veitna svona í fljótu bragði. Gamalt dömubindi í þaranum.Vísir/vilhelm En „ástandið er eiginlega verra núna en það var hérna um árið þegar óblönduðu skólpi var dælt í sjóinn í margar vikur án viðvörunar. Það er nokkuð ljóst að Veitur eða Reykjavíkurborg verða að ráðast í hreinsun. Þetta er varla viðunandi svona.“ Frá hreinsun í fjörunni árið 2018.Vísir/Vilhelm Bjarni segist vera búinn að senda ábendingu á Heilbrigðiseftirlitið en hann hefur enn ekki fengið neitt svar. Vísir gerði heiðarlega tilraun til að ná í heilbrigðiseftirlitið en fékk upplýst eftir bið í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, að ef blaðamaður vildi ræða við einhvern þar þá þyrfti hann að senda póst á heilbrigdiseftirlit@reykjavik.is. „Það eru mjög margar deildir sem vilja fá allt orðið skriflegt,“ sagði sú sem þar var fyrir svörum.
Reykjavík Umhverfismál Skólp Tengdar fréttir Veituliðar þrífa fjöruna eftir dramatík í Vesturbænum Boð í plokkveislu fór ekki vel í Vesturbæinga sem voru ekki spenntir fyrir skólphreinsun. 9. apríl 2018 12:11 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Veituliðar þrífa fjöruna eftir dramatík í Vesturbænum Boð í plokkveislu fór ekki vel í Vesturbæinga sem voru ekki spenntir fyrir skólphreinsun. 9. apríl 2018 12:11