Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir með frábæru skallamarki eftir sendingu Guðlaugs Victors Pálssonar. Heimamenn skoruðu fjögur mörk áður en varamaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen minnkaði muninn í 4-2. Nær komst Ísland ekki og tveggja marka tap niðurstaðan.
