„Aldrei fara út í búð ef þú ert pirraður eða illa fyrir kallaður“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 09:08 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist hafa vaxandi áhyggjur af áreitni og ofbeldi sem félagsfólk verður fyrir í störfum sínum. Vísir/Vilhelm Yfir helmingur félagsfólks VR hefur orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í störfum sínum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem formaður segir þyngri en tárum taki. Verst er staðan hjá konum á aldrinum 25-34 ára. 67% kvenna í þessum aldurhóp hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi. Það sama gildir um 60% félagsfólks af erlendum uppruna Þetta kemur fram í aðsendri grein Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR á Vísi. Hann segir þetta ekki ástand sem VR muni sætta sig við. Skelfilegar afleiðingar „Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að upplifa öryggi og virðingu í starfi, en við höfum vaxandi áhyggjur af því áreitni og ofbeldi sem viðgengst,“ segir Ragnar. „Afleiðingarnar af áreitni og ofbeldi eru skelfilegar og því miður berast til okkar mál þar sem fólk glímir við bæði andlega og líkamlega áverka vegna áreitni og ofbeldis sem það hefur orðið við störf sín.“ Ragnar nefnir eftirfarandi hegðun sem eigi ekkert erindi inn á vinnustaði: Að upplifa það að einhver öskri á þig og geri lítið úr þér. Að þér sé ógnað í starfi og þurfir að þola fordóma. Að verða fyrir kynferðislegum athugasemdum og áreitni. Að vera hótað lífláti eða verða fyrir líkamsárás á vinnustaðnum. Ragnar minnir á að kurteisi og góð framkoma kosti ekki neitt. Það sé sérlega mikilvægt að hafa í huga nú í aðdraganda jóla sem er mesti álagstíminn í verslunum.Vísir/Vilhelm Á vef VR kemur fram að algengasta birtingamynd áreitni í starfi meðal félagsmanna sé af sálrænum toga. Fjórði hver VR félagi hafi til að mynda fengið ósanngjarna gagnrýni á störf sín á síðastliðnum tólf mánuðum. „Ósanngjörn gagnrýni getur til dæmis falist í heiftarlegri framkomu viðskiptavina eða stjórnenda gagnvart starfsfólki í tengslum við mál sem starfsfólkið ber alls ekki ábyrgð á. Á sama tímabili hafa 18% VR félaga orðið fyrir særandi eða niðurlægjandi hegðun fyrir framan aðra. Eineltismál tilheyra þessum flokki, svo dæmi sé tekið.“ Verða fyrir ofbeldi eða áreitni oftar en fjórum sinnum á ári Ragnar ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði það sem væri einna mest sláandi við niðurstöðurnar það að gríðarlegur fjöldi félagsfólks yrði fyrir ofbeldi eða áreitni í starfi oftar en fjórum sinnum á ári. Þá minnir Ragnar á að kurteisi og góð framkoma kosti ekki neitt. Það sé sérlega mikilvægt að hafa í huga nú í aðdraganda jóla þegar stressið og streita aukist til muna. „Álag á verslunarfólk er aldrei meira en í kringum jólahátíðarnar og þá skiptir öllu máli að fólk hagi sér vel. Aldrei fara út í búð ef þú ert pirraður eða illa fyrirkallaður ef þú kemst hjá því.“ Stéttarfélög Verslun Bítið Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira
67% kvenna í þessum aldurhóp hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi. Það sama gildir um 60% félagsfólks af erlendum uppruna Þetta kemur fram í aðsendri grein Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR á Vísi. Hann segir þetta ekki ástand sem VR muni sætta sig við. Skelfilegar afleiðingar „Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að upplifa öryggi og virðingu í starfi, en við höfum vaxandi áhyggjur af því áreitni og ofbeldi sem viðgengst,“ segir Ragnar. „Afleiðingarnar af áreitni og ofbeldi eru skelfilegar og því miður berast til okkar mál þar sem fólk glímir við bæði andlega og líkamlega áverka vegna áreitni og ofbeldis sem það hefur orðið við störf sín.“ Ragnar nefnir eftirfarandi hegðun sem eigi ekkert erindi inn á vinnustaði: Að upplifa það að einhver öskri á þig og geri lítið úr þér. Að þér sé ógnað í starfi og þurfir að þola fordóma. Að verða fyrir kynferðislegum athugasemdum og áreitni. Að vera hótað lífláti eða verða fyrir líkamsárás á vinnustaðnum. Ragnar minnir á að kurteisi og góð framkoma kosti ekki neitt. Það sé sérlega mikilvægt að hafa í huga nú í aðdraganda jóla sem er mesti álagstíminn í verslunum.Vísir/Vilhelm Á vef VR kemur fram að algengasta birtingamynd áreitni í starfi meðal félagsmanna sé af sálrænum toga. Fjórði hver VR félagi hafi til að mynda fengið ósanngjarna gagnrýni á störf sín á síðastliðnum tólf mánuðum. „Ósanngjörn gagnrýni getur til dæmis falist í heiftarlegri framkomu viðskiptavina eða stjórnenda gagnvart starfsfólki í tengslum við mál sem starfsfólkið ber alls ekki ábyrgð á. Á sama tímabili hafa 18% VR félaga orðið fyrir særandi eða niðurlægjandi hegðun fyrir framan aðra. Eineltismál tilheyra þessum flokki, svo dæmi sé tekið.“ Verða fyrir ofbeldi eða áreitni oftar en fjórum sinnum á ári Ragnar ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði það sem væri einna mest sláandi við niðurstöðurnar það að gríðarlegur fjöldi félagsfólks yrði fyrir ofbeldi eða áreitni í starfi oftar en fjórum sinnum á ári. Þá minnir Ragnar á að kurteisi og góð framkoma kosti ekki neitt. Það sé sérlega mikilvægt að hafa í huga nú í aðdraganda jóla þegar stressið og streita aukist til muna. „Álag á verslunarfólk er aldrei meira en í kringum jólahátíðarnar og þá skiptir öllu máli að fólk hagi sér vel. Aldrei fara út í búð ef þú ert pirraður eða illa fyrirkallaður ef þú kemst hjá því.“
Stéttarfélög Verslun Bítið Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira