Formúlubrautin í Las Vegas ónýt og allt í tómu tjóni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 10:01 Hér eru menn að reyna að laga formúlubrautina í Las Vegas í nótt. Getty/Jakub Porzycki Fyrsta formúlukeppnin í Las Vegas í meira en fjóra áratugi byrjar ekki vel en það varð að hætta við æfingu í nótt. Keppnin fer fram í miðborg Las Vegas og meðal annars á hinni frægu Strip-götu fyrir framan öll stóru heimsfrægu spilavítin. Gerð brautarinnar kostaði sitt sem og það að koma með Formúlu 1 keppnina til Las Vegas. Issues have now been identified with multiple drains around the Las Vegas circuit. pic.twitter.com/14fmenExys— ESPN F1 (@ESPNF1) November 17, 2023 Nýja formúlubrautin í Las Vegas virðist þó vera í tómu tjóni og stór galli á henni varð til þess að ekki var hægt að klára æfingu ökumanna í nótt. Á fyrstu æfingunni þá skemmdist bíll Carlos Sainz þegar undirlag bílsins skaddaðist á einu af holræsalokunum á brautinni. The moment Carlos Sainz hit a drain cover on the Las Vegas strip, causing FP1 to be cancelled pic.twitter.com/KIMbuZoteY— ESPN F1 (@ESPNF1) November 17, 2023 Rauða flaggið fór á loft og svo var æfingunni aflýst. Í ljós kom að mörg holræsalokin á brautinni voru í ólagi og auðvitað er mikil slysahætta af slíku. Aðstoðarmenn Sainz fóru á fullt við að laga skemmdirnar á bíl hans en þetta mun örugglega kosta sitt. Forráðamenn kappakstursins verða nú að reyna að laga brautina fyrir framhaldið en keppnin í Las Vegas á að vera mikil sýning. Sjálfur kappaksturinn á að fara fram á laugardagskvöldi að staðartíma sem er klukkan sex á sunnudagsmorgun á íslenskum tíma. Official statement from #LasVegasGP#F1 pic.twitter.com/293QWYSxgC— F1 Las Vegas (@F1LasVegas) November 17, 2023 Akstursíþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Keppnin fer fram í miðborg Las Vegas og meðal annars á hinni frægu Strip-götu fyrir framan öll stóru heimsfrægu spilavítin. Gerð brautarinnar kostaði sitt sem og það að koma með Formúlu 1 keppnina til Las Vegas. Issues have now been identified with multiple drains around the Las Vegas circuit. pic.twitter.com/14fmenExys— ESPN F1 (@ESPNF1) November 17, 2023 Nýja formúlubrautin í Las Vegas virðist þó vera í tómu tjóni og stór galli á henni varð til þess að ekki var hægt að klára æfingu ökumanna í nótt. Á fyrstu æfingunni þá skemmdist bíll Carlos Sainz þegar undirlag bílsins skaddaðist á einu af holræsalokunum á brautinni. The moment Carlos Sainz hit a drain cover on the Las Vegas strip, causing FP1 to be cancelled pic.twitter.com/KIMbuZoteY— ESPN F1 (@ESPNF1) November 17, 2023 Rauða flaggið fór á loft og svo var æfingunni aflýst. Í ljós kom að mörg holræsalokin á brautinni voru í ólagi og auðvitað er mikil slysahætta af slíku. Aðstoðarmenn Sainz fóru á fullt við að laga skemmdirnar á bíl hans en þetta mun örugglega kosta sitt. Forráðamenn kappakstursins verða nú að reyna að laga brautina fyrir framhaldið en keppnin í Las Vegas á að vera mikil sýning. Sjálfur kappaksturinn á að fara fram á laugardagskvöldi að staðartíma sem er klukkan sex á sunnudagsmorgun á íslenskum tíma. Official statement from #LasVegasGP#F1 pic.twitter.com/293QWYSxgC— F1 Las Vegas (@F1LasVegas) November 17, 2023
Akstursíþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira