Þess krafist að Margrét Erla endurgreiði laun sín Jakob Bjarnar skrifar 17. nóvember 2023 15:31 Margréti Erlu brá illilega í brún þegar að hún fékk bréf frá skiptastjóra þar sem hún var krafin um endurgreiðslu launa sinna. Aðsend Mikil reiði hefur brotist út á Facebook-síðu fjölmiðla- og listakonunnar Margrétar Erlu Maack eftir að hún greindi frá því að hún hafi verið rukkuð um laun sem henni voru greidd. Margrét Erla starfaði sem sjónvarpskona á Hringbraut og var þar í því sem kallast gerviverktaka. Hún greinir frá því að í lok mars hafi Torg lýst yfir gjaldþroti. „Í kjölfarið var ljóst að ég fengi ekki greidda vinnu mína í mars - enda var ég svokallaður „gerviverktaki.“ Þessi póstur er hvatning til fólks að reyna eftir fremsta megni að forðast slíkar ráðningar og viðskiptasambönd. Engin réttindi, ekki tilkall í ábyrgðarsjóð launa þar sem ég er bara þannig gerð að ef eitthvað dettur niður bý ég til fleiri gigg,“ segir í færslu Margrétar Erlu sem nú fer sem eldur í sinu um netið. Fólk á vart orð í eigu sinni til að lýsa yfir vandlætingu sinni, athugasemdir hrannast inn en reiðin beinist einkum að Helga Magnússyni fyrrverandi eiganda Torgs og svo DV, sem Helgi keypti úr eigin þrotabúi. Rukkuð afturvirkt um launagreiðslur Lögmaður hefur nú sent Margréti Erlu bréf þar sem hann krefur hana um endurgreiðslu þeirra launa sem hún hafði þegið, þá umfram aðra verktaka. „Ég var farin að sjá til sólar þegar ég fékk ábyrgðarbréf þess efnis að mér bæri að borga til baka síðasta reikning sem ég hafði fengið greiddan frá Torgi fyrir vinnu í febrúar - upp á 703.800 krónur,“ segir í færslu Margrétar Erlu. En hún birtir bréfið með færslu sinni. Í bréfinu segir að henni hefði mátt vera ljóst að Torg hefði ekki verið borgunaraðili fyrir reikningnum í ljósi fréttaflutnings af gjaldþrotinu, hún hafi verið innt á ótilhlýðilegan hátt „til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa og hún leitt til þess að eignir félagsins voru ekki til reiðu til fullnustu öðrum kröfuhöfum.“ Það er Óskar Sigurðsson skiptastjóri sem ritar undir bréfið. Hættið að opna DV! Í bréfinu kemur einnig fram að almennar kröfur í þrotabúið nemi samtals Kr. 1.169.801.384 en þar af nemi kröfur ótengdra aðila 181.812.712 krónum. Margrét Erla er því rukkuð um það sem henni var greitt, samtals 703.800 krónum sem er greiðsla fyrir mánaðarlaun. Frá erfidrykkju Fréttablaðsins. Margrét Erla Maack sjónvarpskona á Hringbraut, Björk Eiðsdóttir ritstjóri helgarblaðsins og Edda Karítas Baldursdóttir yfirmaður umbrotsdeildar.vísir/vilhelm Færsla Margrétar Erlu er löng og hún óskar eftir stuðningi, hún geti komið með pubquiz eða „danstíma í vinnuna ykkar í desember og janúar, þið getið keypt miða á sýningarnar mínar - sjá www.margretmaack.com - og svo getið þið líka hætt að opna DV.is eða auglýsa þar. Einnig má kommenta hér fyrirtæki sem Helgi Magnússon á hlut í svo að minnsta kosti ég geti beint viðskiptum mínum annað.“ Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Torgið hans Helga úrskurðað gjaldþrota Torg ehf., útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp þann 4. apríl og birtur í Lögbirtingarblaðinu í dag. 12. apríl 2023 11:52 Skiptastjóri skoði að rifta samningi Helga Skiptastjóri þrotabús Torgs, sem gaf út Fréttablaðið, er með það til skoðunar hvort ástæða sé til að rifta samningi félagsins við félag Helga Magnússonar, þegar dv.is og aðrar eignir Torgs voru keyptar af félagi í hans eigu. 6. júlí 2023 07:36 Síðasti dagur Fréttablaðsins og Hringbrautar Sigmundur Ernir Rúnarsson er skipstjórinn sem fór niður með skipi sínu þegar Helgi Magnússon eigandi fjölmiðlaveldisins Torgs ákvað að leggja niður Fréttablaðið og Hringbraut og tengda vefi. Og loka skrifstofunum á Hafnartorgi. 16. október 2023 09:01 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Margrét Erla starfaði sem sjónvarpskona á Hringbraut og var þar í því sem kallast gerviverktaka. Hún greinir frá því að í lok mars hafi Torg lýst yfir gjaldþroti. „Í kjölfarið var ljóst að ég fengi ekki greidda vinnu mína í mars - enda var ég svokallaður „gerviverktaki.“ Þessi póstur er hvatning til fólks að reyna eftir fremsta megni að forðast slíkar ráðningar og viðskiptasambönd. Engin réttindi, ekki tilkall í ábyrgðarsjóð launa þar sem ég er bara þannig gerð að ef eitthvað dettur niður bý ég til fleiri gigg,“ segir í færslu Margrétar Erlu sem nú fer sem eldur í sinu um netið. Fólk á vart orð í eigu sinni til að lýsa yfir vandlætingu sinni, athugasemdir hrannast inn en reiðin beinist einkum að Helga Magnússyni fyrrverandi eiganda Torgs og svo DV, sem Helgi keypti úr eigin þrotabúi. Rukkuð afturvirkt um launagreiðslur Lögmaður hefur nú sent Margréti Erlu bréf þar sem hann krefur hana um endurgreiðslu þeirra launa sem hún hafði þegið, þá umfram aðra verktaka. „Ég var farin að sjá til sólar þegar ég fékk ábyrgðarbréf þess efnis að mér bæri að borga til baka síðasta reikning sem ég hafði fengið greiddan frá Torgi fyrir vinnu í febrúar - upp á 703.800 krónur,“ segir í færslu Margrétar Erlu. En hún birtir bréfið með færslu sinni. Í bréfinu segir að henni hefði mátt vera ljóst að Torg hefði ekki verið borgunaraðili fyrir reikningnum í ljósi fréttaflutnings af gjaldþrotinu, hún hafi verið innt á ótilhlýðilegan hátt „til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa og hún leitt til þess að eignir félagsins voru ekki til reiðu til fullnustu öðrum kröfuhöfum.“ Það er Óskar Sigurðsson skiptastjóri sem ritar undir bréfið. Hættið að opna DV! Í bréfinu kemur einnig fram að almennar kröfur í þrotabúið nemi samtals Kr. 1.169.801.384 en þar af nemi kröfur ótengdra aðila 181.812.712 krónum. Margrét Erla er því rukkuð um það sem henni var greitt, samtals 703.800 krónum sem er greiðsla fyrir mánaðarlaun. Frá erfidrykkju Fréttablaðsins. Margrét Erla Maack sjónvarpskona á Hringbraut, Björk Eiðsdóttir ritstjóri helgarblaðsins og Edda Karítas Baldursdóttir yfirmaður umbrotsdeildar.vísir/vilhelm Færsla Margrétar Erlu er löng og hún óskar eftir stuðningi, hún geti komið með pubquiz eða „danstíma í vinnuna ykkar í desember og janúar, þið getið keypt miða á sýningarnar mínar - sjá www.margretmaack.com - og svo getið þið líka hætt að opna DV.is eða auglýsa þar. Einnig má kommenta hér fyrirtæki sem Helgi Magnússon á hlut í svo að minnsta kosti ég geti beint viðskiptum mínum annað.“
Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Torgið hans Helga úrskurðað gjaldþrota Torg ehf., útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp þann 4. apríl og birtur í Lögbirtingarblaðinu í dag. 12. apríl 2023 11:52 Skiptastjóri skoði að rifta samningi Helga Skiptastjóri þrotabús Torgs, sem gaf út Fréttablaðið, er með það til skoðunar hvort ástæða sé til að rifta samningi félagsins við félag Helga Magnússonar, þegar dv.is og aðrar eignir Torgs voru keyptar af félagi í hans eigu. 6. júlí 2023 07:36 Síðasti dagur Fréttablaðsins og Hringbrautar Sigmundur Ernir Rúnarsson er skipstjórinn sem fór niður með skipi sínu þegar Helgi Magnússon eigandi fjölmiðlaveldisins Torgs ákvað að leggja niður Fréttablaðið og Hringbraut og tengda vefi. Og loka skrifstofunum á Hafnartorgi. 16. október 2023 09:01 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Torgið hans Helga úrskurðað gjaldþrota Torg ehf., útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp þann 4. apríl og birtur í Lögbirtingarblaðinu í dag. 12. apríl 2023 11:52
Skiptastjóri skoði að rifta samningi Helga Skiptastjóri þrotabús Torgs, sem gaf út Fréttablaðið, er með það til skoðunar hvort ástæða sé til að rifta samningi félagsins við félag Helga Magnússonar, þegar dv.is og aðrar eignir Torgs voru keyptar af félagi í hans eigu. 6. júlí 2023 07:36
Síðasti dagur Fréttablaðsins og Hringbrautar Sigmundur Ernir Rúnarsson er skipstjórinn sem fór niður með skipi sínu þegar Helgi Magnússon eigandi fjölmiðlaveldisins Torgs ákvað að leggja niður Fréttablaðið og Hringbraut og tengda vefi. Og loka skrifstofunum á Hafnartorgi. 16. október 2023 09:01