„Er mér óskiljanlegt að ekkert sé búið að gerast“ Aron Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2023 14:01 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta Vísir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, segir það sér óskiljanlegt hvers vegna ekkert sé búið að gerast í byggingu nýs þjóðarleikvangs og segir það miður að liðið gæti þurft að spila mikilvægan heimaleik utan landssteinanna. Aron Guðmundsson skrifar frá Lisabon. Eftir 4-2 tap gegn Slóvakíu á dögunum í undankeppni EM er ljóst að eina færa leið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumót næsta árs í Þýskalandi er nú í gegnum mögulegt umspil Þjóðadeildarinnar. Fari svo að Ísland fái heimaleik í því umspili þykir nokkuð ljóst að hann fari í raun og veru ekki fram á heimavelli liðsins, Laugardalsvelli. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur óskað eftir því að leika möguleiga heimaleiki sína í umspili fyrir EM og í Þjóðadeildinni á erlendri grundu. Leikirnir fara fram snemma árs 2024. Ástæðan er aðstöðuleysi sambandsins yfir vetrartímann hér á landi. Umræða um aðstöðuleysi landsliða okkar í fótbolta er ekki ný af nálinni en lítið hefur þokast áfram í þeim efnum er snúa að því að gera aðstöðunna betri. „Það er langt síðan byrjað var að ræða þetta,“ segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, aðspurður hvað honum finnist um að spila mögulega mikilvægan heimaleik erlendis. „Ég veit ekki hvað þarf að gerast til þess að það fari í einhverjar framkvæmdir. Laugardalsvöllur er búinn að vera lengi á undanþágu, bæði hjá FIFA og UEFA.“ Það sé honum óskiljanlegt að ekkert sé búið að gerast. „Það var meðbyr árin 2016-2018. Afhverju það var ekki farið í þetta þá veit ég ekki. Það er því miður ef við förum í umspilið og fáum heimaleik í seinni leik þess, þegar að við höfum unnið fyrri leikinn, og getum ekki spilað heimaleikinn okkar heima. Það er svolítið spes.“ Klippa: Aron Einar: Það er svolítið spes' Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild kvenna í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Lisabon. Eftir 4-2 tap gegn Slóvakíu á dögunum í undankeppni EM er ljóst að eina færa leið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumót næsta árs í Þýskalandi er nú í gegnum mögulegt umspil Þjóðadeildarinnar. Fari svo að Ísland fái heimaleik í því umspili þykir nokkuð ljóst að hann fari í raun og veru ekki fram á heimavelli liðsins, Laugardalsvelli. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur óskað eftir því að leika möguleiga heimaleiki sína í umspili fyrir EM og í Þjóðadeildinni á erlendri grundu. Leikirnir fara fram snemma árs 2024. Ástæðan er aðstöðuleysi sambandsins yfir vetrartímann hér á landi. Umræða um aðstöðuleysi landsliða okkar í fótbolta er ekki ný af nálinni en lítið hefur þokast áfram í þeim efnum er snúa að því að gera aðstöðunna betri. „Það er langt síðan byrjað var að ræða þetta,“ segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, aðspurður hvað honum finnist um að spila mögulega mikilvægan heimaleik erlendis. „Ég veit ekki hvað þarf að gerast til þess að það fari í einhverjar framkvæmdir. Laugardalsvöllur er búinn að vera lengi á undanþágu, bæði hjá FIFA og UEFA.“ Það sé honum óskiljanlegt að ekkert sé búið að gerast. „Það var meðbyr árin 2016-2018. Afhverju það var ekki farið í þetta þá veit ég ekki. Það er því miður ef við förum í umspilið og fáum heimaleik í seinni leik þess, þegar að við höfum unnið fyrri leikinn, og getum ekki spilað heimaleikinn okkar heima. Það er svolítið spes.“ Klippa: Aron Einar: Það er svolítið spes'
Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild kvenna í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn