Elísabet neitaði þjálfarastarfi hjá karlaliði í efstu deild í Svíþjóð Smári Jökull Jónsson skrifar 20. nóvember 2023 07:01 Elísabet er tilbúin að bíða þar til rétta starfið býðst. Mynd/@_OBOSDamallsv Elísabet Gunnarsdóttir veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en hefur áhuga á þjálfunarstarfi í einhverri af stærri deildum Evrópu. Hún hafnaði boði um að gerast aðstoðarþjálfari hjá liði í efstu deild karla í Svíþjóð. Elísabet Gunnarsdóttir stýrði Kristianstad í síðasta sinn á dögunum en hún tók við sem þjálfari hjá félaginu árið 2009. Á þeim tíma hefur hún lyft grettistaki hjá félaginu og fest það í sessi sem eitt af sterkari liðum í Svíþjóð. Svava Kristín íþróttafréttakona ræddi við Elísabetu á dögunum um framtíðina og hvað tæki við hjá henni núna eftir að tímanum hjá Kristianstad er lokið. „Ég ákvað það bara að ég ætla að stíga varlega til jarðar og ekki æða út í viðræður án þess að hafa opinn hugann fyrir mörgum möguleikum. Ég hef klárlega verið að skoða eitthvað og afþakkað einhver boð. Ég hef ekki sett fótinn niður í eitthvað sem öskrar bara „já“ í hausnum á mér. Ég ætla að nota tímann vel og sjá hvað er í boði. Ef ég þarf að bíða eftir því sem mér finnst vera rétt þá geri ég það bara,“ sagði Elísabet við Svövu Kristínu. Hún segir vissulega ákveðin störf heilla meira en önnur og segist mikið hafa verið að horfa til stórra kvennadeilda eins og í Bandaríkjunum og á Englandi. „Síðan kom upp spurning hér hjá liði í efstu deild karla. Ég verð að viðurkenna að mér fannst mjög skemmtilegt að fá það símtal þar sem mér var boðið mjög stórt hlutverk hjá þeim. Sem aðstoðarþjálfari og með ábyrgð á þeirra sóknarleik. Mér fannst það ótrúlega spennandi og gaman að kona fái svona spurningu. Ég fann það bara líka að mín þekking á kvennaknattspyrnu er það stór og mikil og mér finnst hún þurfa að nýtast þar. Þannig að ég sagði nei við því.“ „Mér finnst það kitla svolítið hversu stór áhuginn er fyrir þessum kvennalandsliðum.“ Elísabet segir ekki koma til greina að taka við félagsliði á Íslandi. „Ég hef hafnað öllum tilboðum, ég hef fengið tilboð frá sænskum, íslenskum og norskum liðum. Ég hef tekið ákvörðun að það er ekki akkúrat það sem mig langar núna. Ég ætla bara að bíða og sjá hvað er í boði.“ „Ég er mjög meðvituð að til dæmis í Englandi, þau störf eru ekkert endilega í boði fyrr en í sumar. Ef ég þarf að vera róleg og bíða og sjá hvað gerist í sumar þá er það kannski það sem ég kem til með að gera.“ Það eru ekki bara félagslið sem Elísabet horfir í því landsliðin heilla líka. „Mér finnst landsliðsþjálfarastörfin orðin mjög spennandi. Þetta eru margir gluggar og margir möguleikar í stöðunni eins og til dæmis með nýju Þjóðadeildinni. Þú getur byggt ýmislegt ef maður horfir á langtímamarkmið með landslið. Þessi stórmót í kvennaboltanum eru orðin risastór. Það er ótrúlega mikið af áhorfendum og mikill áhugi á þessum mótum. Mér finnst það kitla svolítið hversu stór áhuginn er fyrir þessum kvennalandsliðum.“ Elísabet fór í viðræður við KSÍ á sínum tíma um stöðu landsliðsþjálfara kvenna en var ekki tilbúin að hætta með Kristianstad innan þess ramma sem KSÍ setti. Hún var ósátt með Knattspyrnusambandið en viðurkennir að starf landsliðsþjálfara kvenna sé spennandi. „Það væri auðvitað spennandi einn daginn. Íslenska landsliðið er ekki í boði núna þannig að það er ekkert sem ég er að pæla í. Ég er frá Íslandi þannig að sjálfsögðu mun það einhvern tíman í framtíðinni vera draumastarfið.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Elísabetu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Elísabet Gunnarsdóttir um framtíðina Sænski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir stýrði Kristianstad í síðasta sinn á dögunum en hún tók við sem þjálfari hjá félaginu árið 2009. Á þeim tíma hefur hún lyft grettistaki hjá félaginu og fest það í sessi sem eitt af sterkari liðum í Svíþjóð. Svava Kristín íþróttafréttakona ræddi við Elísabetu á dögunum um framtíðina og hvað tæki við hjá henni núna eftir að tímanum hjá Kristianstad er lokið. „Ég ákvað það bara að ég ætla að stíga varlega til jarðar og ekki æða út í viðræður án þess að hafa opinn hugann fyrir mörgum möguleikum. Ég hef klárlega verið að skoða eitthvað og afþakkað einhver boð. Ég hef ekki sett fótinn niður í eitthvað sem öskrar bara „já“ í hausnum á mér. Ég ætla að nota tímann vel og sjá hvað er í boði. Ef ég þarf að bíða eftir því sem mér finnst vera rétt þá geri ég það bara,“ sagði Elísabet við Svövu Kristínu. Hún segir vissulega ákveðin störf heilla meira en önnur og segist mikið hafa verið að horfa til stórra kvennadeilda eins og í Bandaríkjunum og á Englandi. „Síðan kom upp spurning hér hjá liði í efstu deild karla. Ég verð að viðurkenna að mér fannst mjög skemmtilegt að fá það símtal þar sem mér var boðið mjög stórt hlutverk hjá þeim. Sem aðstoðarþjálfari og með ábyrgð á þeirra sóknarleik. Mér fannst það ótrúlega spennandi og gaman að kona fái svona spurningu. Ég fann það bara líka að mín þekking á kvennaknattspyrnu er það stór og mikil og mér finnst hún þurfa að nýtast þar. Þannig að ég sagði nei við því.“ „Mér finnst það kitla svolítið hversu stór áhuginn er fyrir þessum kvennalandsliðum.“ Elísabet segir ekki koma til greina að taka við félagsliði á Íslandi. „Ég hef hafnað öllum tilboðum, ég hef fengið tilboð frá sænskum, íslenskum og norskum liðum. Ég hef tekið ákvörðun að það er ekki akkúrat það sem mig langar núna. Ég ætla bara að bíða og sjá hvað er í boði.“ „Ég er mjög meðvituð að til dæmis í Englandi, þau störf eru ekkert endilega í boði fyrr en í sumar. Ef ég þarf að vera róleg og bíða og sjá hvað gerist í sumar þá er það kannski það sem ég kem til með að gera.“ Það eru ekki bara félagslið sem Elísabet horfir í því landsliðin heilla líka. „Mér finnst landsliðsþjálfarastörfin orðin mjög spennandi. Þetta eru margir gluggar og margir möguleikar í stöðunni eins og til dæmis með nýju Þjóðadeildinni. Þú getur byggt ýmislegt ef maður horfir á langtímamarkmið með landslið. Þessi stórmót í kvennaboltanum eru orðin risastór. Það er ótrúlega mikið af áhorfendum og mikill áhugi á þessum mótum. Mér finnst það kitla svolítið hversu stór áhuginn er fyrir þessum kvennalandsliðum.“ Elísabet fór í viðræður við KSÍ á sínum tíma um stöðu landsliðsþjálfara kvenna en var ekki tilbúin að hætta með Kristianstad innan þess ramma sem KSÍ setti. Hún var ósátt með Knattspyrnusambandið en viðurkennir að starf landsliðsþjálfara kvenna sé spennandi. „Það væri auðvitað spennandi einn daginn. Íslenska landsliðið er ekki í boði núna þannig að það er ekkert sem ég er að pæla í. Ég er frá Íslandi þannig að sjálfsögðu mun það einhvern tíman í framtíðinni vera draumastarfið.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Elísabetu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Elísabet Gunnarsdóttir um framtíðina
Sænski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira