„Inn í miðjum storminum sér maður ekki neitt“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2023 15:48 Konráð Guðjónsson hagfræðingur fór yfir stöðu mála í Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm Konráð Guðjónsson hagfræðingur segir að óvissan í Grindavík muni ekki hafa góð áhrif á verðbólguna. Þó séu þau háð því hvernig mál þróast á Reykjanesi. Gríðarleg óvissa Þetta segir hann í Sprengisandi í dag. Hann segist ekki sjá fyrir mikinn samdrátt í hagkerfinu öllu en að það sé engin leið að vita eins og staðan er. Hann segir að krónan sé búin að veikjast og að halli ríkissjóðs sé að aukast. Hlusta má á viðtalið í heild sinni ásamt viðtali við Arnar Má Ólafsson um ferðamál í ljósi mögulegs eldgoss í spilaranum hér fyrir neðan. „Það er náttúrlega gríðarleg óvissa og við vitum ekki hvernig hlutirnir fara. Við gerum ráð fyrir að það svartasta rætist ekki og það verði ekki mjög alvarlegt tjón í Svartsengi. Þá held ég að við séum ekki að horfa á mikinn samdrátt fyrir hagkerfið í heild sinni. Þannig þetta breytir stóru myndinni þar ekkert endilega, en það er algjörlega háð því hvernig þetta þróast náttúrlega,“ segir Konráð. Vondar fréttir Hann segir jafnframt að aðstæður á Reykjanesi séu að hafa slæm áhrif á verðbólguna en að ekkert sé hægt að fullyrða eins og er. „Varðandi verðbólguna, það sem er komið fram núna eru vondar fréttir fyrir hana. Krónan er búin að veikjast við erum að sjá fram á að skortur á húsnæði hefur aukist, mögulega bara tímabundið, það fer eftir því hversu mörg hús eru skemmd í grindavík og hvenær verður hægt að fara þangað aftur. “ Konráð segir að staðan sé ekki góð en að þó sé ekki hægt að sjá fyrir hverjar afleiðingarnar verði. „Svo talaði forsætisráðherra um það í gær að þetta myndi vera mjög dýrt fyrir ríkissjóð sem að óbreyttu eykur halla ríkissjóðs. Allt þetta er ekki gott fyrir verðbólguna. Við erum í ekkert sérstakri stöðu en þetta eru smámunir miðað við það sem Grindvíkingar eru að hugsa um núna.“ Hefur fulla trú á því að takist vel Hann segir óvissuna um þróun mála og hættuna við að eitthvað gerist munu hafa víðtækari efnahagslegar afleiðingar. „Inn í miðjum storminum sér maður yfirleitt ekki neitt um hver áhrifin eru og hvernig þetta fer allt saman. Hvað verður og hvað þarf að gera er eitthvað sem við verðum einfaldlega bara að læra smátt og smátt. Þannig er einfaldlega staðan, því miður. En ég hef fulla trú á því að það muni takast vel,“ bætir hann við. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sprengisandur Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Gríðarleg óvissa Þetta segir hann í Sprengisandi í dag. Hann segist ekki sjá fyrir mikinn samdrátt í hagkerfinu öllu en að það sé engin leið að vita eins og staðan er. Hann segir að krónan sé búin að veikjast og að halli ríkissjóðs sé að aukast. Hlusta má á viðtalið í heild sinni ásamt viðtali við Arnar Má Ólafsson um ferðamál í ljósi mögulegs eldgoss í spilaranum hér fyrir neðan. „Það er náttúrlega gríðarleg óvissa og við vitum ekki hvernig hlutirnir fara. Við gerum ráð fyrir að það svartasta rætist ekki og það verði ekki mjög alvarlegt tjón í Svartsengi. Þá held ég að við séum ekki að horfa á mikinn samdrátt fyrir hagkerfið í heild sinni. Þannig þetta breytir stóru myndinni þar ekkert endilega, en það er algjörlega háð því hvernig þetta þróast náttúrlega,“ segir Konráð. Vondar fréttir Hann segir jafnframt að aðstæður á Reykjanesi séu að hafa slæm áhrif á verðbólguna en að ekkert sé hægt að fullyrða eins og er. „Varðandi verðbólguna, það sem er komið fram núna eru vondar fréttir fyrir hana. Krónan er búin að veikjast við erum að sjá fram á að skortur á húsnæði hefur aukist, mögulega bara tímabundið, það fer eftir því hversu mörg hús eru skemmd í grindavík og hvenær verður hægt að fara þangað aftur. “ Konráð segir að staðan sé ekki góð en að þó sé ekki hægt að sjá fyrir hverjar afleiðingarnar verði. „Svo talaði forsætisráðherra um það í gær að þetta myndi vera mjög dýrt fyrir ríkissjóð sem að óbreyttu eykur halla ríkissjóðs. Allt þetta er ekki gott fyrir verðbólguna. Við erum í ekkert sérstakri stöðu en þetta eru smámunir miðað við það sem Grindvíkingar eru að hugsa um núna.“ Hefur fulla trú á því að takist vel Hann segir óvissuna um þróun mála og hættuna við að eitthvað gerist munu hafa víðtækari efnahagslegar afleiðingar. „Inn í miðjum storminum sér maður yfirleitt ekki neitt um hver áhrifin eru og hvernig þetta fer allt saman. Hvað verður og hvað þarf að gera er eitthvað sem við verðum einfaldlega bara að læra smátt og smátt. Þannig er einfaldlega staðan, því miður. En ég hef fulla trú á því að það muni takast vel,“ bætir hann við.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sprengisandur Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira