„Ég er stundum hissa á því hvernig ég komst í gegnum þetta“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. nóvember 2023 07:01 Elísabet telur mikilvægt að vekja athygli á ofbeldi innan íþróttastarfs. Samsett „Ég fæ enn kvíðaköst, martraðir eða slæmar minningar út af þessum þjálfara. Hún var ekki bara ströng heldur var hún mjög ofbeldisfull og notaði alls ekki réttar aðferðir,“ segir Elísabet Sævarsdóttir. Elísabet byrjaði kornung að æfa listdans á skautum hjá Skautafélagi Akureyrar og komst seinna meir í fremstu röð. Hún keppti í mörg ár með landsliðinu og safnaði ótal verðlaunum. Fórnarkostnaðurinn var hins vegar talsverður. Elísabet upplifði gífurlegt andlegt ofbeldi af hálfu þjálfara síns og voru afleiðingarnar þær að hún þróaði með sér átröskun og var greind með kvíða, þunglyndi og áfallastreituröskun. Hún telur mikilvægt að vekja athygli á ofbeldi innan íþróttastarfs, og þá ekki síst þegar kemur að ungu afreksíþróttafólki. Hóf ferilinn tveggja ára gömul Elísabet var rétt svo búin að læra að ganga þegar hún fór á sínu fyrstu skautaæfingu. Eftir það var ekki aftur snúið. „Eldri systir mín æfði skauta og ég fór alltaf með þegar henni var skutlað á æfingar. Ég var búin að suða lengi um að fá að prófa, ég var víst mjög ákveðin sem krakki og mamma ákvað loksins að leyfa mér að fara út á svellið. Ég varð strax ástfangin af þessari íþrótt. Ég gat ekki hugsað um annað en það að fara á æfingar þegar leikskólinn var búinn. Þannig að ferilinn byrjaði mjög snemma.“ Elísabet var strax hugfangin af skautaíþróttinni.Aðsend Hún á eingöngu góðar minningar frá fyrri hluta ferilsins. „Ég var með æðislegan þjálfara, besta þjálfara sem hægt er að hafa. Hún var algjörlega fyrirmyndin mín og hún átti rosalegan stóran þátt í því hvað ég var heilluð af þessari íþrótt. Þetta er náttúrulega þannig íþrótt að þú verður ekki mjög gamall í henni, þess vegna er oft rosalega mikil keyrsla og stífar æfingar og iðkendur fara ungir í landsliðið,“ segir hún og bætir við að að skautaíþróttin hafi í raun algjörlega tekið yfir æskuárin hennar. „Þetta var eiginlega bara full vinna, en ég elskaði það. Það voru æfingar fyrir skóla og eftir skóla og stundum þurfti ég að sleppa úr skóla fyrir æfingar eða keppni.“ Elísabet var í landsliðinu í tæp sex ár og var 11 ára gömul þegar hún fór fyrst í æfingabúðir erlendis og 12 ára þegar hún fór í fyrstu landsliðsferðina. Hún segir margt standa upp úr frá þessum tíma. „Ég fékk að fara mörgum sinnum til útlanda og ferðast út um allt fyrir utan það að ég eignaðist svo marga vini, ekki bara hér heima heldur allsstaðar í heiminum.“ Elísabet eyddi öllum sínum stundum á skautasvellinu í æsku - og það skilaði sér.Aðsend Ætlaði að verða best af öllum Árið 2010 fékk Elísabet nýjan þjálfara hjá SA, konu frá Slóvakíu. „Hún hafði verið að koma í æfingabúðirnar til okkar á sumrin sem gestaþjálfari og ég var átta ára þegar hitti hana fyrst. Við fórum svo í æfingabúðir til Tékklands árið 2010 og eftir það fylgdi hún okkur heim til Íslands og flutti hingað. Þá byrjuðu hlutirnir að breytast.“ Nýi þjálfarinn studdist við aðferðir og nálgun sem einkenndust af mun meiri hörku en Elísabet og hinar stúlkurnar í hópnum höfðu vanist. „Þarna byrjaði ég að taka skautana virkilega alvarlega. Fram að þessu hafði alltaf verið gaman á æfingum, það var ekki eins mikil alvara í þessu. En eftir að þessi þjálfari byrjaði þá kom hún með miklu meiri hörku, miklu meiri aga og stífari reglur. Hún fór síðan að fjölga æfingum. Áður hafði þetta meira verið þannig að maður var lítil stelpa að leika sér á skautum og hafa gaman en þarna fór ég virkilega að hugsa að ég ætlaði að verða rosalega góð. Ég ætlaði að verða best af öllum.“ Hún segir þjálfarann hafa verið með mjög skýr og háleit markmið. „Hún var ákveðin í að rífa okkur upp og koma okkur í Akureyrarklúbbnum eins langt og hún mögulega gæti. Hún tók sínu hlutverki mjög alvarlega og ég held að hún hafi verið á svolítið öðru „leveli“ en hafði áður tíðkast þarna. Og það skilaði sér vissulega og það varð töluvert mikil breyting hjá félaginu. Í mörg ár vorum við í efsta sæti í öllum keppnum.“ Beitti niðurlægingu Elísabet bendir á að þar sem að þjálfarinn hafi náð að taka liðið upp á hærra stig en áður þá sé það ef til vill skiljanlegt að stjórn félagsins, foreldrar iðkendanna og iðkendurnir sjálfir hafi ekki gert athugasemdir við þjálfunaraðferðir hennar og hegðun. „Það sáu allir hver árangurinn var. Ég held að það hafi allir verið pínu týndir og ekki vitað alveg hvernig ætti að bregðast við þessu, þetta var svo ólíkt því sem hafði áður verið. Fólk sá að hún var að ná ótrúlega góðum árangri með okkur; þá hlaut hún að vera að gera eitthvað rétt.“ Elísabet segir að eftir því sem liðið náði glæstari árangri hafi það í raun ýtt undir það að þjálfarinn varð enn strangari og óvægnari gagnvart stúlkunum í liðinu. Framkoma hennar og þjálfunaraðferðir einkenndust af niðurlægjandi athugasemdum og ónærgætni. Elísabet er enn í dag í meðferð hjá sálfræðingi.Aðsend „Svona komment eins og „Ertu heyrnarlaus?“. Hún öskraði á okkur. Hún var mikið að bera okkur saman og taka eina og eina fyrir, fyrir framan allan hópinn. Ef þú komst bókstaflega einni mínútu of seint þá áttiru ekki von á góðu, og það sama gildi ef við meiddumst. Það var aldrei tekið tillit til meiðsla maður átti alltaf að harka af sér sem gerði það að verkum að ég er enn að glíma við meiðsli síðan fyrir 10 árum síðan. Við djókuðum oft með það að við værum í herbúðum og við fengum líka að heyra það frá öðrum iðkendum sem við hittum að við værum eins og róbotar.“ Elísabet bætir við að þar sem hún hafi verið ein af þeim sem voru í svokölluðu „uppáhaldi“ hjá þjálfaranum þá hafi hún í raun fengið verri meðferð en margar af hinum stúlkunum. Hún nefnir einnig að þjálfarinn hafi beitt svokallaðri fýlustjórnun á stúlkurnar. Andrúmsloftið á æfingum réðst mikið af því hvort þjálfarinn væri í slæmu skapi eða ekki. „Ef það var stutt í keppni þá vissum við að hún væri tæp. Maður var alltaf í „hættu.“ Hún hafði þannig vald yfir okkur. Á þessum tíma réði hún eiginlega lífi okkar, hvað við gerðum, hvað við borðuðum, hvenær við færum að sofa. Við vorum orðnar vanar að þurfa að hugsa út í það fyrir æfingar, „hvernig skapi er hún í dag?“ Maður var alltaf að reyna að gera allt sem maður gat til að þóknast henni. Ef hún hunsaði mann eða leit ekki við manni þá leið manni eins og skít í margar vikur á eftir.“ Hún bætir við að það hafi verið nánast eðlilegur partur af æfingum að ein eða fleiri úr hópnum færu að gráta. Enginn hafi þorað að bregðast við inni á svellinu, en þegar í búningsklefann var komið hafi stúlkurnar þó reynt að hugga hvor aðra. „Það er eitt að vera strangur þjálfari sem beitir aga en það er annað að vera þjálfari sem beitir andlegu ofbeldi. Hún fór mjög langt yfir þessa línu,“ segir Elísabet. En á þessum tíma gerðum við okkur held ég ekki grein fyrir því hvað þetta var í raun óheilbrigt ástand. Maður sér það í dag, þegar maður horfir til baka. Þetta var bara okkar hversdagsleiki, við vorum orðnar vanar þessu." Þetta var þjálfarinn okkar, við eyddum meiri tíma með henni en nokkrum öðrum. Hún var fyrirmyndin okkar og við treystum henni.“ Elísabet hefur fengið þá spurningu í gegnum tíðina hvers vegna foreldrar henni hafi ekki gripið inn í og tekið hana úr skautunum. „Ég vildi óska að ég hefði opnað mig meira um líðan mína við þau á þessum tíma, en ég vissi bara ekki betur, ég var bara barn. Þau gerðu sér að sjálfsögðu grein fyrir að þetta var mikið álag og að mér leið ekki alltaf vel. Þau fáu skipti sem þau sögðu eitthvað virkaði það eins og olía á eldinn. En þau voru líka í mjög erfiðri stöðu. Þú tekur ekki bara barnið þitt úr íþrótt sem það elskar út af lífinu, sérstaklega ekki þegar árangurinn er orðinn svona mikill. Fyrir utan það að í skautunum átti ég mínar bestu vinkonur, og ég gat ekki hugsað mér að fara frá þeim. Þau vissu alveg að ég myndi ekki taka það mál í hætta. Ég skil mjög vel stöðuna sem þau voru í og hef alltaf fengið gríðalega mikinn stuðning frá foreldrum mínum.“ Elísabet var í níunda bekk þegar hún byrjaði að þróa með sér einkenni átröskunar.Aðsend Hún segir það ekki hafa bætt úr þegar hún fór á kynþroskaskeiðið, með tilheyrandi líkamlegum breytingum. „Þá byrjuðu hlutirnir að verða erfiðari. Líkaminn byrjaði að breytast og þá varð erfiðara fyrir hana að þjálfa mig. Ég var ekki lengur þetta barn sem var hægt að móta að vild. Mér fannst eins og hún væri hálfpartinn að refsa mér fyrir að vera að fullorðnast. Ég man að hún tók mig til hliðar þegar ég var 13 eða 14 ára og sagði mér að ég væri of þung og þyrfti að léttast. Þegar við fórum í æfingabúðir þá vigtaði hún okkur vikulega. Hún fylgdist mjög grannt með því hvað við vorum að borða og stóð yfir okkur á meðan við vorum að fá okkur á diskinn af morgunverðarhlaðborðinu. Ef þú fékkst þér of mikið á diskinn fékkstu augnaráð. Hún vildi ekki að borðuðum brauð. Hún kallaði mig margoft feita eða sagði að ég mætti ekki þyngjast því ég væri of stór. Ég mátti ekki vera í hvítum fötum, heldur bara svörtum því þá liti ég út fyrir að vera grennri.“ Þegar Elísabet var í níunda bekk í grunnskóla byrjaði að hún að þróa með sér einkenni átröskunar. „Þetta byrjaði hægt. Ég byrjaði að prófa að kasta upp matnum þegar ég var búin að borða. Ég vissi alveg að þetta væri ekki heilbrigt. En ég sá að þetta virkaði og mér gekk ótrúlega vel að halda þessu leyndu fyrir öllum.“ Elísabet veit til þess að hún er ekki sú eina í landliðshópnum sem þróaði með sér óheilbrigt samband við mat á þessum tíma. „Ég held að við höfum allar orðið fyrir einhvers konar neikvæðum áhrifum af þessum þjálfara. Ég var svo sannarlega ekki sú eina sem þróaði með sér vanlíðan, kvíða og þunglyndi. Við vorum auðvitað á svo viðkvæmum aldri þarna, þetta voru okkar mótunarár. Og þetta mótaði mig fyrir lífstíð." Ég var orðin ofboðslega kvíðin við að fara á æfingar. Ég var logandi hrædd við hana. Þetta var orðið eins og vinna, þetta var ekki gaman lengur. Sem er auðvitað alls ekki eðlilegt, það á ekki að vera kvöð að mæta á æfingar. Föst í vítahring Þegar Elísabet var 17 ára gömul varð ágreiningur á milli þjálfarans og foreldra iðkanda innan félagsins sem leiddi til þess að þjálfarinn hætti og flutti af landi brott. „Það var að vissu leyti léttir þegar hún fór, en hún var engu að síður búin að ná að skapa einhvers konar vítahring. Það var eins og ég gæti ekki sætt mig við það að hún væri farin úr minni rútínu. Ég var orðin svo vön að vera inni í þessari búbblu. Jafnvel þótt hún væri farin þá var ég enn þá alveg heltekin af því að þurfa að þóknast henni. Ég var eiginlega heilaþvegin. Ég hélt áfram að hafa samband við hana í langan tíma eftir að hún fór, var að senda henni skilaboð og láta hana vita hvernig gengi á æfingum og í keppnum og þess háttar.“ Á þessum tíma hafði Elísabet lokið tveimur árum í menntaskóla. „Það fór eiginlega bara allt í rugl hjá mér þegar hún hætti. Ég hálfpartinn flúði frá Íslandi og fór til Danmerkur í íþróttalýðskóla en það var ekki nóg, þó ég var komin svo langt í burtu. Mér leið alveg hörmulega á þessum tíma og var orðin rosalega þunglynd og kvíðin. Hver einasti dagur var barátta og þetta fór alveg á það stig að mig langaði ekki að vera til.“ Elísabet byrjaði að gangast undir meðferð hjá sálfræðingi þar sem hún greindist með áfallastreituröskun. Henni fór að líða betur eftir langa og mikla sjálfsvinnu en átti erfitt með að takast á við átröskunina. „Ég var ennþá að kasta upp, það hætti ekki. Þetta var ákveðið öryggi fyrir mér, leið til að hafa stjórn. Ég var fljót að leita í þetta þegar ég átti erfitt. En mér tókst svo vel að fela það, þess vegna komst ég upp með það. Ég átti erfitt með að horfast í augu við það að ég væri með átröskun, ég var kannski í einhverri afneitun. Mér fannst ég alveg hafa stjórn á þessu og ég sá þetta ekki sem vandamál.“ Það var síðan fyrir tæpu einu og hálfu ári að Elísabet byrjaði að takast á við átröskunina. „Ég var hálfpartinn búin að „geyma“ átröskunina. Ég var búin að vera að takast á við kvíðann og þunglyndið og var þarna loksins orðin tilbúin til að takast almennilega á við þetta vandamál.“ Um svipað leyti lauk Elísabet stúdentsprófi í fjarnámi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Lokaverkefnið hennar fjallaði um ofbeldi í íþróttum og þar studdist Elísabet við eigin reynslu. Hún er enn í dag í meðferð hjá sálfræðingi og stefnir á aðlæra íþróttasálfræði. „Það er margt sem hrjáir mig enn þann dag í dag, þrátt fyrir alla þessa sjálfsvinnu síðustu ár. Til dæmis mikil fullkomnunarárátta, hræðsla við að mistakast eða mæta of seint og allskonar litlir hlutir sem minna mig á þessa tíma og valda miklum kvíða." Elísabet er á góðum stað í dag og stefnir á nám í íþróttasálfræði.Aðsend Blendnar tilfinningar „Ég horfi oft til baka og hugsa: „Var þetta allt þess virði?,“ segir Elísabet. „Þegar ég skoða gamlar myndir af mér frá þessum árum þá langar mig rosalega mikið að taka fast utan um þessa litlu stelpu og hughreysta hana. Segja henni að allt verði í lagi.“ Hún er með blendnar tilfinningar gagnvart árunum í skautaíþróttinni. „Ég á rosalega margra góðar minningar, og ég á rosalega margar vondar minningar. Ég er stundum hissa á því hvernig ég komst í gegnum þetta.“ Hún bætir því við að hún hafi í raun haft lítið svigrúm til að vera barn; vera frjáls og áhyggjulaus og leika sér. Skautarnir voru alltaf númer eitt, tvö og þrjú. „Þegar ég heyri fólk tala um leiki sem það lék í barnæsku þá tengi ég ekki við það. Ég missti af mörgu; barnaafmælum og fjölskylduhittingum og þess háttar. Ég var alltaf inni í skautahöllinni. Þar voru mínar vinkonur, og mitt líf eiginlega. En þó svo að ég hafi gengið í gegnum þessa erfiðleika þá var líka margt sem ég græddi á þessari reynslu. Ég bý til dæmis að því að ég er þrautseig, og ég gefst ekki upp, alveg sama hvað. Þessi reynsla gerði það líka að verkum að ég varð ákveðin í að verða íþróttasálfræðingur. Mig langar að hjálpa börnum í íþróttum, sérstaklega afreksíþróttum. Ég vildi óska þess að þegar ég var yngri og var í landsliðinu að það hefði verið einhver til staðar sem ég hefði getað leitað til og opnað mig fyrir.“ Elísabet telur mikilvægt að ýta undir enn frekar undir vitundarvakningu innan íþróttafélaga um að ofbeldi geti átt sér stað á þeim vettvangi, rétt eins og annars staðar. Hún bendir á þegar iðkendur séu komnir á afreksstig þá skipti gott og heilbrigt samband við þjálfara gífurlega miklu máli. Þá sé mikilvægt til þrýsta á fyrirbyggjandi aðgerðir til að sporna gegn ofbeldi- og auka meðvitund á meðal foreldra sömuleiðis. „Það á sérstaklega við um foreldra barna sem eru í afreksíþróttum, þar sem álagið er oft svakalega mikið.“ Börn og uppeldi Íþróttir barna Skautaíþróttir Geðheilbrigði Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Elísabet byrjaði kornung að æfa listdans á skautum hjá Skautafélagi Akureyrar og komst seinna meir í fremstu röð. Hún keppti í mörg ár með landsliðinu og safnaði ótal verðlaunum. Fórnarkostnaðurinn var hins vegar talsverður. Elísabet upplifði gífurlegt andlegt ofbeldi af hálfu þjálfara síns og voru afleiðingarnar þær að hún þróaði með sér átröskun og var greind með kvíða, þunglyndi og áfallastreituröskun. Hún telur mikilvægt að vekja athygli á ofbeldi innan íþróttastarfs, og þá ekki síst þegar kemur að ungu afreksíþróttafólki. Hóf ferilinn tveggja ára gömul Elísabet var rétt svo búin að læra að ganga þegar hún fór á sínu fyrstu skautaæfingu. Eftir það var ekki aftur snúið. „Eldri systir mín æfði skauta og ég fór alltaf með þegar henni var skutlað á æfingar. Ég var búin að suða lengi um að fá að prófa, ég var víst mjög ákveðin sem krakki og mamma ákvað loksins að leyfa mér að fara út á svellið. Ég varð strax ástfangin af þessari íþrótt. Ég gat ekki hugsað um annað en það að fara á æfingar þegar leikskólinn var búinn. Þannig að ferilinn byrjaði mjög snemma.“ Elísabet var strax hugfangin af skautaíþróttinni.Aðsend Hún á eingöngu góðar minningar frá fyrri hluta ferilsins. „Ég var með æðislegan þjálfara, besta þjálfara sem hægt er að hafa. Hún var algjörlega fyrirmyndin mín og hún átti rosalegan stóran þátt í því hvað ég var heilluð af þessari íþrótt. Þetta er náttúrulega þannig íþrótt að þú verður ekki mjög gamall í henni, þess vegna er oft rosalega mikil keyrsla og stífar æfingar og iðkendur fara ungir í landsliðið,“ segir hún og bætir við að að skautaíþróttin hafi í raun algjörlega tekið yfir æskuárin hennar. „Þetta var eiginlega bara full vinna, en ég elskaði það. Það voru æfingar fyrir skóla og eftir skóla og stundum þurfti ég að sleppa úr skóla fyrir æfingar eða keppni.“ Elísabet var í landsliðinu í tæp sex ár og var 11 ára gömul þegar hún fór fyrst í æfingabúðir erlendis og 12 ára þegar hún fór í fyrstu landsliðsferðina. Hún segir margt standa upp úr frá þessum tíma. „Ég fékk að fara mörgum sinnum til útlanda og ferðast út um allt fyrir utan það að ég eignaðist svo marga vini, ekki bara hér heima heldur allsstaðar í heiminum.“ Elísabet eyddi öllum sínum stundum á skautasvellinu í æsku - og það skilaði sér.Aðsend Ætlaði að verða best af öllum Árið 2010 fékk Elísabet nýjan þjálfara hjá SA, konu frá Slóvakíu. „Hún hafði verið að koma í æfingabúðirnar til okkar á sumrin sem gestaþjálfari og ég var átta ára þegar hitti hana fyrst. Við fórum svo í æfingabúðir til Tékklands árið 2010 og eftir það fylgdi hún okkur heim til Íslands og flutti hingað. Þá byrjuðu hlutirnir að breytast.“ Nýi þjálfarinn studdist við aðferðir og nálgun sem einkenndust af mun meiri hörku en Elísabet og hinar stúlkurnar í hópnum höfðu vanist. „Þarna byrjaði ég að taka skautana virkilega alvarlega. Fram að þessu hafði alltaf verið gaman á æfingum, það var ekki eins mikil alvara í þessu. En eftir að þessi þjálfari byrjaði þá kom hún með miklu meiri hörku, miklu meiri aga og stífari reglur. Hún fór síðan að fjölga æfingum. Áður hafði þetta meira verið þannig að maður var lítil stelpa að leika sér á skautum og hafa gaman en þarna fór ég virkilega að hugsa að ég ætlaði að verða rosalega góð. Ég ætlaði að verða best af öllum.“ Hún segir þjálfarann hafa verið með mjög skýr og háleit markmið. „Hún var ákveðin í að rífa okkur upp og koma okkur í Akureyrarklúbbnum eins langt og hún mögulega gæti. Hún tók sínu hlutverki mjög alvarlega og ég held að hún hafi verið á svolítið öðru „leveli“ en hafði áður tíðkast þarna. Og það skilaði sér vissulega og það varð töluvert mikil breyting hjá félaginu. Í mörg ár vorum við í efsta sæti í öllum keppnum.“ Beitti niðurlægingu Elísabet bendir á að þar sem að þjálfarinn hafi náð að taka liðið upp á hærra stig en áður þá sé það ef til vill skiljanlegt að stjórn félagsins, foreldrar iðkendanna og iðkendurnir sjálfir hafi ekki gert athugasemdir við þjálfunaraðferðir hennar og hegðun. „Það sáu allir hver árangurinn var. Ég held að það hafi allir verið pínu týndir og ekki vitað alveg hvernig ætti að bregðast við þessu, þetta var svo ólíkt því sem hafði áður verið. Fólk sá að hún var að ná ótrúlega góðum árangri með okkur; þá hlaut hún að vera að gera eitthvað rétt.“ Elísabet segir að eftir því sem liðið náði glæstari árangri hafi það í raun ýtt undir það að þjálfarinn varð enn strangari og óvægnari gagnvart stúlkunum í liðinu. Framkoma hennar og þjálfunaraðferðir einkenndust af niðurlægjandi athugasemdum og ónærgætni. Elísabet er enn í dag í meðferð hjá sálfræðingi.Aðsend „Svona komment eins og „Ertu heyrnarlaus?“. Hún öskraði á okkur. Hún var mikið að bera okkur saman og taka eina og eina fyrir, fyrir framan allan hópinn. Ef þú komst bókstaflega einni mínútu of seint þá áttiru ekki von á góðu, og það sama gildi ef við meiddumst. Það var aldrei tekið tillit til meiðsla maður átti alltaf að harka af sér sem gerði það að verkum að ég er enn að glíma við meiðsli síðan fyrir 10 árum síðan. Við djókuðum oft með það að við værum í herbúðum og við fengum líka að heyra það frá öðrum iðkendum sem við hittum að við værum eins og róbotar.“ Elísabet bætir við að þar sem hún hafi verið ein af þeim sem voru í svokölluðu „uppáhaldi“ hjá þjálfaranum þá hafi hún í raun fengið verri meðferð en margar af hinum stúlkunum. Hún nefnir einnig að þjálfarinn hafi beitt svokallaðri fýlustjórnun á stúlkurnar. Andrúmsloftið á æfingum réðst mikið af því hvort þjálfarinn væri í slæmu skapi eða ekki. „Ef það var stutt í keppni þá vissum við að hún væri tæp. Maður var alltaf í „hættu.“ Hún hafði þannig vald yfir okkur. Á þessum tíma réði hún eiginlega lífi okkar, hvað við gerðum, hvað við borðuðum, hvenær við færum að sofa. Við vorum orðnar vanar að þurfa að hugsa út í það fyrir æfingar, „hvernig skapi er hún í dag?“ Maður var alltaf að reyna að gera allt sem maður gat til að þóknast henni. Ef hún hunsaði mann eða leit ekki við manni þá leið manni eins og skít í margar vikur á eftir.“ Hún bætir við að það hafi verið nánast eðlilegur partur af æfingum að ein eða fleiri úr hópnum færu að gráta. Enginn hafi þorað að bregðast við inni á svellinu, en þegar í búningsklefann var komið hafi stúlkurnar þó reynt að hugga hvor aðra. „Það er eitt að vera strangur þjálfari sem beitir aga en það er annað að vera þjálfari sem beitir andlegu ofbeldi. Hún fór mjög langt yfir þessa línu,“ segir Elísabet. En á þessum tíma gerðum við okkur held ég ekki grein fyrir því hvað þetta var í raun óheilbrigt ástand. Maður sér það í dag, þegar maður horfir til baka. Þetta var bara okkar hversdagsleiki, við vorum orðnar vanar þessu." Þetta var þjálfarinn okkar, við eyddum meiri tíma með henni en nokkrum öðrum. Hún var fyrirmyndin okkar og við treystum henni.“ Elísabet hefur fengið þá spurningu í gegnum tíðina hvers vegna foreldrar henni hafi ekki gripið inn í og tekið hana úr skautunum. „Ég vildi óska að ég hefði opnað mig meira um líðan mína við þau á þessum tíma, en ég vissi bara ekki betur, ég var bara barn. Þau gerðu sér að sjálfsögðu grein fyrir að þetta var mikið álag og að mér leið ekki alltaf vel. Þau fáu skipti sem þau sögðu eitthvað virkaði það eins og olía á eldinn. En þau voru líka í mjög erfiðri stöðu. Þú tekur ekki bara barnið þitt úr íþrótt sem það elskar út af lífinu, sérstaklega ekki þegar árangurinn er orðinn svona mikill. Fyrir utan það að í skautunum átti ég mínar bestu vinkonur, og ég gat ekki hugsað mér að fara frá þeim. Þau vissu alveg að ég myndi ekki taka það mál í hætta. Ég skil mjög vel stöðuna sem þau voru í og hef alltaf fengið gríðalega mikinn stuðning frá foreldrum mínum.“ Elísabet var í níunda bekk þegar hún byrjaði að þróa með sér einkenni átröskunar.Aðsend Hún segir það ekki hafa bætt úr þegar hún fór á kynþroskaskeiðið, með tilheyrandi líkamlegum breytingum. „Þá byrjuðu hlutirnir að verða erfiðari. Líkaminn byrjaði að breytast og þá varð erfiðara fyrir hana að þjálfa mig. Ég var ekki lengur þetta barn sem var hægt að móta að vild. Mér fannst eins og hún væri hálfpartinn að refsa mér fyrir að vera að fullorðnast. Ég man að hún tók mig til hliðar þegar ég var 13 eða 14 ára og sagði mér að ég væri of þung og þyrfti að léttast. Þegar við fórum í æfingabúðir þá vigtaði hún okkur vikulega. Hún fylgdist mjög grannt með því hvað við vorum að borða og stóð yfir okkur á meðan við vorum að fá okkur á diskinn af morgunverðarhlaðborðinu. Ef þú fékkst þér of mikið á diskinn fékkstu augnaráð. Hún vildi ekki að borðuðum brauð. Hún kallaði mig margoft feita eða sagði að ég mætti ekki þyngjast því ég væri of stór. Ég mátti ekki vera í hvítum fötum, heldur bara svörtum því þá liti ég út fyrir að vera grennri.“ Þegar Elísabet var í níunda bekk í grunnskóla byrjaði að hún að þróa með sér einkenni átröskunar. „Þetta byrjaði hægt. Ég byrjaði að prófa að kasta upp matnum þegar ég var búin að borða. Ég vissi alveg að þetta væri ekki heilbrigt. En ég sá að þetta virkaði og mér gekk ótrúlega vel að halda þessu leyndu fyrir öllum.“ Elísabet veit til þess að hún er ekki sú eina í landliðshópnum sem þróaði með sér óheilbrigt samband við mat á þessum tíma. „Ég held að við höfum allar orðið fyrir einhvers konar neikvæðum áhrifum af þessum þjálfara. Ég var svo sannarlega ekki sú eina sem þróaði með sér vanlíðan, kvíða og þunglyndi. Við vorum auðvitað á svo viðkvæmum aldri þarna, þetta voru okkar mótunarár. Og þetta mótaði mig fyrir lífstíð." Ég var orðin ofboðslega kvíðin við að fara á æfingar. Ég var logandi hrædd við hana. Þetta var orðið eins og vinna, þetta var ekki gaman lengur. Sem er auðvitað alls ekki eðlilegt, það á ekki að vera kvöð að mæta á æfingar. Föst í vítahring Þegar Elísabet var 17 ára gömul varð ágreiningur á milli þjálfarans og foreldra iðkanda innan félagsins sem leiddi til þess að þjálfarinn hætti og flutti af landi brott. „Það var að vissu leyti léttir þegar hún fór, en hún var engu að síður búin að ná að skapa einhvers konar vítahring. Það var eins og ég gæti ekki sætt mig við það að hún væri farin úr minni rútínu. Ég var orðin svo vön að vera inni í þessari búbblu. Jafnvel þótt hún væri farin þá var ég enn þá alveg heltekin af því að þurfa að þóknast henni. Ég var eiginlega heilaþvegin. Ég hélt áfram að hafa samband við hana í langan tíma eftir að hún fór, var að senda henni skilaboð og láta hana vita hvernig gengi á æfingum og í keppnum og þess háttar.“ Á þessum tíma hafði Elísabet lokið tveimur árum í menntaskóla. „Það fór eiginlega bara allt í rugl hjá mér þegar hún hætti. Ég hálfpartinn flúði frá Íslandi og fór til Danmerkur í íþróttalýðskóla en það var ekki nóg, þó ég var komin svo langt í burtu. Mér leið alveg hörmulega á þessum tíma og var orðin rosalega þunglynd og kvíðin. Hver einasti dagur var barátta og þetta fór alveg á það stig að mig langaði ekki að vera til.“ Elísabet byrjaði að gangast undir meðferð hjá sálfræðingi þar sem hún greindist með áfallastreituröskun. Henni fór að líða betur eftir langa og mikla sjálfsvinnu en átti erfitt með að takast á við átröskunina. „Ég var ennþá að kasta upp, það hætti ekki. Þetta var ákveðið öryggi fyrir mér, leið til að hafa stjórn. Ég var fljót að leita í þetta þegar ég átti erfitt. En mér tókst svo vel að fela það, þess vegna komst ég upp með það. Ég átti erfitt með að horfast í augu við það að ég væri með átröskun, ég var kannski í einhverri afneitun. Mér fannst ég alveg hafa stjórn á þessu og ég sá þetta ekki sem vandamál.“ Það var síðan fyrir tæpu einu og hálfu ári að Elísabet byrjaði að takast á við átröskunina. „Ég var hálfpartinn búin að „geyma“ átröskunina. Ég var búin að vera að takast á við kvíðann og þunglyndið og var þarna loksins orðin tilbúin til að takast almennilega á við þetta vandamál.“ Um svipað leyti lauk Elísabet stúdentsprófi í fjarnámi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Lokaverkefnið hennar fjallaði um ofbeldi í íþróttum og þar studdist Elísabet við eigin reynslu. Hún er enn í dag í meðferð hjá sálfræðingi og stefnir á aðlæra íþróttasálfræði. „Það er margt sem hrjáir mig enn þann dag í dag, þrátt fyrir alla þessa sjálfsvinnu síðustu ár. Til dæmis mikil fullkomnunarárátta, hræðsla við að mistakast eða mæta of seint og allskonar litlir hlutir sem minna mig á þessa tíma og valda miklum kvíða." Elísabet er á góðum stað í dag og stefnir á nám í íþróttasálfræði.Aðsend Blendnar tilfinningar „Ég horfi oft til baka og hugsa: „Var þetta allt þess virði?,“ segir Elísabet. „Þegar ég skoða gamlar myndir af mér frá þessum árum þá langar mig rosalega mikið að taka fast utan um þessa litlu stelpu og hughreysta hana. Segja henni að allt verði í lagi.“ Hún er með blendnar tilfinningar gagnvart árunum í skautaíþróttinni. „Ég á rosalega margra góðar minningar, og ég á rosalega margar vondar minningar. Ég er stundum hissa á því hvernig ég komst í gegnum þetta.“ Hún bætir því við að hún hafi í raun haft lítið svigrúm til að vera barn; vera frjáls og áhyggjulaus og leika sér. Skautarnir voru alltaf númer eitt, tvö og þrjú. „Þegar ég heyri fólk tala um leiki sem það lék í barnæsku þá tengi ég ekki við það. Ég missti af mörgu; barnaafmælum og fjölskylduhittingum og þess háttar. Ég var alltaf inni í skautahöllinni. Þar voru mínar vinkonur, og mitt líf eiginlega. En þó svo að ég hafi gengið í gegnum þessa erfiðleika þá var líka margt sem ég græddi á þessari reynslu. Ég bý til dæmis að því að ég er þrautseig, og ég gefst ekki upp, alveg sama hvað. Þessi reynsla gerði það líka að verkum að ég varð ákveðin í að verða íþróttasálfræðingur. Mig langar að hjálpa börnum í íþróttum, sérstaklega afreksíþróttum. Ég vildi óska þess að þegar ég var yngri og var í landsliðinu að það hefði verið einhver til staðar sem ég hefði getað leitað til og opnað mig fyrir.“ Elísabet telur mikilvægt að ýta undir enn frekar undir vitundarvakningu innan íþróttafélaga um að ofbeldi geti átt sér stað á þeim vettvangi, rétt eins og annars staðar. Hún bendir á þegar iðkendur séu komnir á afreksstig þá skipti gott og heilbrigt samband við þjálfara gífurlega miklu máli. Þá sé mikilvægt til þrýsta á fyrirbyggjandi aðgerðir til að sporna gegn ofbeldi- og auka meðvitund á meðal foreldra sömuleiðis. „Það á sérstaklega við um foreldra barna sem eru í afreksíþróttum, þar sem álagið er oft svakalega mikið.“
Börn og uppeldi Íþróttir barna Skautaíþróttir Geðheilbrigði Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent