Man City fór með sigur af hólmi á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 18:46 Lauren Hemp var á skotskónum fyrir Man City. Richard Sellers/Getty Images Nágrannarnir og fjendurnir í Manchester United og City mættust í stórleik ensku úrvalsdeildar kvenna á Old Trafford í dag. Gestirnir fóru með 3-1 sigur af hólmi. Heimaliðið byrjaði vel og fékk vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru liðnar af nágrannaslagnum á Old Trafford. Katie Zelem fór á punktinn og skoraði af öryggi. Geyse hélt hún hefði tvöfaldað forystu Man Utd en línuvörðurinn lyfti flaggi sínu til merkis um að boltinn hefði farið út af skömmu áður en sú brasilíska smellti honum í netið. Gestirnir sneru leiknum svo leiknum sér í vil við með tveimur mörkum á aðeins tveimur mínútum. Jill Roord jafnaði metin á 34. mínútu og Lauren Hemp kom City yfir með glæsilegu marki mínutu síðar. Bæði mörkin komu eftir vandræðagang í vörn heimaliðsins. HT: That first half definitely delivered! pic.twitter.com/454BxSSwjd— Barclays Women's Super League (@BarclaysWSL) November 19, 2023 Staðan 1-2 í hálfleik og þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan orðin 1-3 þökk sé marki Khadiju Shaw. Aftur var heimaliðið í vandræðum aftarlega á vellinum en Mary Earps, markvörður, fékk slaka sendingu til baka og endaði á að negla boltanum í Shaw en þaðan skaust hann í netið. Á 71. mínútu fékk Laia Aleixandri Lopez sitt annað gula spjald í liði gestanna og Man City því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur á Old Trafford 1-3. Eftir sigurinn er Man City í 3. sæti með 13 stig eftir sjö leiki en Man Utd sæti neðar með 12 stig. 43,615A new @ManUtdWomen attendance record! pic.twitter.com/oMzlnClfMa— Barclays Women's Super League (@BarclaysWSL) November 19, 2023 Arsenal vann 3-0 útisigur á Brighton & Hove Albion. María Þórisdóttir var í byrjunarliði heimakvenna en kom litlum vörnum við gegn öflugu liði gestanna. Stina Balckstenius kom Arsenal yfir á 12. mínútu. Annað markið kom loks þegar tíu mínútur lifðu leiks, Caitlin Foord með markið. Það var svo Frida Leonhardsen-Maanum sem skoraði þriðja markið í uppbótartíma. Arsenal er í 2. sæti með 16 stig, þremur á eftir toppliði Chelsea. Brighton er í 8. sæti með sjö stig. Önnur úrslit Everton 2-2 Bristol City Leicester City 1-1 Tottenham Hotspur West Ham United 2-3 Aston Villa Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Heimaliðið byrjaði vel og fékk vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru liðnar af nágrannaslagnum á Old Trafford. Katie Zelem fór á punktinn og skoraði af öryggi. Geyse hélt hún hefði tvöfaldað forystu Man Utd en línuvörðurinn lyfti flaggi sínu til merkis um að boltinn hefði farið út af skömmu áður en sú brasilíska smellti honum í netið. Gestirnir sneru leiknum svo leiknum sér í vil við með tveimur mörkum á aðeins tveimur mínútum. Jill Roord jafnaði metin á 34. mínútu og Lauren Hemp kom City yfir með glæsilegu marki mínutu síðar. Bæði mörkin komu eftir vandræðagang í vörn heimaliðsins. HT: That first half definitely delivered! pic.twitter.com/454BxSSwjd— Barclays Women's Super League (@BarclaysWSL) November 19, 2023 Staðan 1-2 í hálfleik og þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan orðin 1-3 þökk sé marki Khadiju Shaw. Aftur var heimaliðið í vandræðum aftarlega á vellinum en Mary Earps, markvörður, fékk slaka sendingu til baka og endaði á að negla boltanum í Shaw en þaðan skaust hann í netið. Á 71. mínútu fékk Laia Aleixandri Lopez sitt annað gula spjald í liði gestanna og Man City því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur á Old Trafford 1-3. Eftir sigurinn er Man City í 3. sæti með 13 stig eftir sjö leiki en Man Utd sæti neðar með 12 stig. 43,615A new @ManUtdWomen attendance record! pic.twitter.com/oMzlnClfMa— Barclays Women's Super League (@BarclaysWSL) November 19, 2023 Arsenal vann 3-0 útisigur á Brighton & Hove Albion. María Þórisdóttir var í byrjunarliði heimakvenna en kom litlum vörnum við gegn öflugu liði gestanna. Stina Balckstenius kom Arsenal yfir á 12. mínútu. Annað markið kom loks þegar tíu mínútur lifðu leiks, Caitlin Foord með markið. Það var svo Frida Leonhardsen-Maanum sem skoraði þriðja markið í uppbótartíma. Arsenal er í 2. sæti með 16 stig, þremur á eftir toppliði Chelsea. Brighton er í 8. sæti með sjö stig. Önnur úrslit Everton 2-2 Bristol City Leicester City 1-1 Tottenham Hotspur West Ham United 2-3 Aston Villa
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira