Vélinni líklega flogið heim frá Indlandi á næstu vikum Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2023 14:30 Icelandair-vélin var á Lal Bahadur Shastri-flugvellinum Vísir/Vilhelm Afturhluti vélar Icelandair straukst við flugbraut í lendingu á Lal Bahadur Shastri flugvellinum á Indlandi fyrr í mánuðinum. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að fljúga vélinni aftur heim fljótlega. Flugvirkjar voru með í fluginu sem hófu strax vinnu við að meta tjónið. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að fljúga vél Icelandair sem lenti í tjóni á Indlandi nýverið fljótlega aftur heim. Það segir upplýsingafulltrúi Icelandair, Guðni Sigurðsson, í svari til fréttastofu. „Það er rétt að við lendingu flugvélar Icelandair sem var í leiguverkefni á Indlandi á Lal Bahadur Shastri flugvelli straukst afturhluti vélarinnar við flugbraut. Farþegar urðu þess ekki varir og engin slys urðu á fólki,“ segir Guðni. Guðni segir að flugvirkjar hafi verið með í ferðinni og að strax við lendingu hafi þeir hafist handa við að meta það tjón sem varð á vélinni. Hann segir að önnur vél hafi verið send á eftir farþegunum og klárað leiguverkefnið. RNSA og Samgöngustofu tilkynnt um atvikið Hann segir atvikið þegar hafa verið tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hafi haft samband við rannsóknarnefnd á Indlandi. Þá hefur Samgöngustofa einnig verið upplýst um málið en það staðfestir starfsmaður Samgöngustofu í pósti til fréttastofu. Í svari þeirra kemur fram að þeim sé þó ekki heimilt að gefa efnislegar upplýsingar um tilkynnt atvik. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa var atvikið tilkynnt til þeirra samdægurs og það varð. „Flugrekandinn tilkynnti svokallað „tailstrike“ á B757-200 flugvél á Indlandi til RNSA föstudaginn 10. nóvember, sem er sami dagur og atvikið varð. Samkvæmt verklagi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), þá tilkynnti RNSA atvikið til rannsóknarnefndar flugslysa í Indlandi sama dag,“ segir í svari til fréttastofu um málið. Þar kemur enn fremur fram að málið sé nú til rannsóknar hjá indverskum yfirvöldum og RNSA aðstoði við þá rannsókn. „Talsverðar líkur eru á að rannsókn málsins færist í framhaldinu yfir til RNSA,“ segir að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að svar barst frá Samgöngustofu um málið. Uppfært klukkan 15:45 þann 22.11.2023. Icelandair Indland Fréttir af flugi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að hægt verði að fljúga vél Icelandair sem lenti í tjóni á Indlandi nýverið fljótlega aftur heim. Það segir upplýsingafulltrúi Icelandair, Guðni Sigurðsson, í svari til fréttastofu. „Það er rétt að við lendingu flugvélar Icelandair sem var í leiguverkefni á Indlandi á Lal Bahadur Shastri flugvelli straukst afturhluti vélarinnar við flugbraut. Farþegar urðu þess ekki varir og engin slys urðu á fólki,“ segir Guðni. Guðni segir að flugvirkjar hafi verið með í ferðinni og að strax við lendingu hafi þeir hafist handa við að meta það tjón sem varð á vélinni. Hann segir að önnur vél hafi verið send á eftir farþegunum og klárað leiguverkefnið. RNSA og Samgöngustofu tilkynnt um atvikið Hann segir atvikið þegar hafa verið tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hafi haft samband við rannsóknarnefnd á Indlandi. Þá hefur Samgöngustofa einnig verið upplýst um málið en það staðfestir starfsmaður Samgöngustofu í pósti til fréttastofu. Í svari þeirra kemur fram að þeim sé þó ekki heimilt að gefa efnislegar upplýsingar um tilkynnt atvik. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa var atvikið tilkynnt til þeirra samdægurs og það varð. „Flugrekandinn tilkynnti svokallað „tailstrike“ á B757-200 flugvél á Indlandi til RNSA föstudaginn 10. nóvember, sem er sami dagur og atvikið varð. Samkvæmt verklagi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), þá tilkynnti RNSA atvikið til rannsóknarnefndar flugslysa í Indlandi sama dag,“ segir í svari til fréttastofu um málið. Þar kemur enn fremur fram að málið sé nú til rannsóknar hjá indverskum yfirvöldum og RNSA aðstoði við þá rannsókn. „Talsverðar líkur eru á að rannsókn málsins færist í framhaldinu yfir til RNSA,“ segir að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að svar barst frá Samgöngustofu um málið. Uppfært klukkan 15:45 þann 22.11.2023.
Icelandair Indland Fréttir af flugi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum