Gunnar Bragi ráðgjafi Miðflokksins en ekki kominn aftur í pólitík Jón Þór Stefánsson skrifar 21. nóvember 2023 13:17 Gunnar Bragi sat á Alþingi í rúman áratug, en hann segist ekki vera að snúa aftur í pólitík. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hefur verið skráður sem starfsmaður þingflokks Miðflokksins. Sjálfur vill hann meina að hann sé í raun ekki snúinn aftur í pólitíkina. Um sé að ræða tímabundið verkefni fyrir flokkinn. „Ég er ráðinn þarna inn í þrjá mánuði í ákveðið verkefni,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi, en hann starfar nú sem sjálfstæður ráðgjafi. Gunnar segir verkefnið hjá Miðflokknum ekki vera fullt starf. Hann muni sinna ráðgjöf varðandi ýmis mál, þar á meðal þingmál. Þetta sé þó að einhverju leiti óljóst að svo stöddu og sé að miklu leyti í höndum þingmanna Miðflokksins: Bergþóri Ólasyni þingflokksformanni, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins. Ferill Gunnars sem þingmanns spannaði um það bil tólf ár. Hann byrjaði hjá Framsóknarflokknum árið 2009 og var þar til ársins 2017. Á meðan hann var í Framsókn gegndi Gunnar embætti utanríkisráðherra, og varð síðan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Árið 2017 færði Gunnar sig yfir í Miðflokkinn og sat á þingi fyrir hann. Hann ákvað árið 2021 að bjóða sig ekki aftur fram. Í kjölfarið var greint frá því að Gunnar hefði verið tímabundin ráðin í starf sérstaks ráðgjafa framkvæmdastjóra stofnunar Sameinuðu þjóðanna um samning stofnunarinnar um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Í samtali við Kjarnann í byrjun síðasta árs um lífið eftir pólitík sagði Gunnar Bragi það „æðislegt“. Aðspurður um hvort það eigi enn við svaraði Gunnar játandi. Miðflokkurinn Alþingi Vistaskipti Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Sjálfur vill hann meina að hann sé í raun ekki snúinn aftur í pólitíkina. Um sé að ræða tímabundið verkefni fyrir flokkinn. „Ég er ráðinn þarna inn í þrjá mánuði í ákveðið verkefni,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi, en hann starfar nú sem sjálfstæður ráðgjafi. Gunnar segir verkefnið hjá Miðflokknum ekki vera fullt starf. Hann muni sinna ráðgjöf varðandi ýmis mál, þar á meðal þingmál. Þetta sé þó að einhverju leiti óljóst að svo stöddu og sé að miklu leyti í höndum þingmanna Miðflokksins: Bergþóri Ólasyni þingflokksformanni, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins. Ferill Gunnars sem þingmanns spannaði um það bil tólf ár. Hann byrjaði hjá Framsóknarflokknum árið 2009 og var þar til ársins 2017. Á meðan hann var í Framsókn gegndi Gunnar embætti utanríkisráðherra, og varð síðan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Árið 2017 færði Gunnar sig yfir í Miðflokkinn og sat á þingi fyrir hann. Hann ákvað árið 2021 að bjóða sig ekki aftur fram. Í kjölfarið var greint frá því að Gunnar hefði verið tímabundin ráðin í starf sérstaks ráðgjafa framkvæmdastjóra stofnunar Sameinuðu þjóðanna um samning stofnunarinnar um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Í samtali við Kjarnann í byrjun síðasta árs um lífið eftir pólitík sagði Gunnar Bragi það „æðislegt“. Aðspurður um hvort það eigi enn við svaraði Gunnar játandi.
Miðflokkurinn Alþingi Vistaskipti Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira