Allra leiða leitað til standa með Grindvíkingum Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2023 19:21 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins stýri ríkisstjórnarfundi í morgun í fjarveru forsætisráðherra. Hann segir unnið á mörgum vígstöðvum að lausnum fyrir Grindvíkinga og vegna innviða Reykjanessins alls. Stöð 2/Arnar Ráðherrar reikna með að Grindvíkingar fái einhver svör við lána- og húsnæðismálum sínum fyrir helgi. Unnið væri að lausnum til skamms og lengri tíma á mörgum vígstöðvum en Grindvíkingar geti treyst því að stjórnvöld muni standa með þeim á þeim óvissutímum sem nú ríki á Reykjanesi. Málefni Grindvíkinga voru nánast eina umræðuefni ríkisstjórnarfundar í morgun. Innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins sem stýrði fundinum í fjarveru forsætisráðherra segist skynja að allir hefðu áhuga á að koma að lausn mála fyrir Grindvíkinga. Mikilvægt væri að einhver svör kæmu sem fyrst frá fjármálastofnunum varðandi þeirra aðkomu. Húsnæðismálin væru mest aðkallandi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir úrlausnarefnin mörg og mismunandi. Mest aðkallandi væri að leysa úr húsnæðismálum Grindvíkinga.Stöð 2/Arnar „Þar höfum við verið með ólíka hópa að störfum. Einn er einfaldlega að skoða það húsnæði sem er til og tilbúið á markaði. Skoða hvernig hið opinbera getur komið að því og notað þau kerfi sem við erum með. Það er umtalsverður fjöldi íbúða og við erum þegar komin með ágætis sýn á hvernig það gæti gerst,“ segir Sigurður Ingi. Annar hópur væri síðan að skoða þörfina til lengri tíma, meðal annars einhvers konar viðlagasjóðshús eins og reist voru eftir Vestmannaeyjagosið og fleiri leiðir. Huga þyrfti að lóðum fyrir slík hús hér og þar. „En fyrst og fremst þurfum við að átta okkur á því hvað það er sem Grindvíkingarnir sjálfir vilja og þurfa. Það er auðvitað flókin staða af því náttúran hagar sér eins og hún er að haga sér,“ segir innviðaráðherra. Tryggja þyrfti aðgengi byggðar á Reykjanesi að köldu og heitu vatni og jafnvel byggja varnargarða víðar en í Svartsengi. Ríkissjóður réði við verkefnið. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra hefur átt í viðræðum við forráðamenn fjármálafyrirtækja undanfarna daga og vonar að niðustaða fáist í þau mál á allra næstu dögum.Stöð 2/Arnar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segist ekki skynja annað en raunsæi, ábyrgð og skilning í þeim viðræðum sem hún hafi átt í við fulltrúa fjármálastofnana undanfarna daga. „En það þarf líka að hugsa slík mál til enda og vanda til verka. Þannig að það samtal er í gangi og ég bind vonir við að það skýrist á næstu dögum,“ segir fjármálaráðherra. Aðstæður fólks væru margs konar út frá ástandi húseigna og óvissan mikil þar sem náttúruhamfarir stæðu enn yfir og einnig þyrfti að huga að stöðu þeirra sem væru á leigumarkaði. Nú væri í forgangi að bregðast við stöðu fólks í dag og næstu virkurnar. Það væri hins vegar alveg ljóst að stjórnvöld og vonandi fjármálastofnanir muni sjá til þess að Grindvíkingar geti haldið áfram með líf sitt. „Og taka tillit til þess að fólkið er í stöðu sem ekkert okkar vill vera í. Er í mikilli óvissu um hvað verður um þeirra, bæði fasteign, tryggingar, virði og svo framvegis. Þar er að hluta til verkefni sem við getum ekki eðli málsins samkvæmt svarað núna. En það sem við getum gert er að hjálpa fólki að komast í gegn um mánaðamót og það geti komið sér fyrir á næstu mánuðum á öðrum svæðum heldur en inni í Grindavík,” segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nokkur fjöldi án hitaveitu Nokkur fjöldi húsa í Grindavík eru enn án hitaveitu en unnið er að lagfæringum á dreifikerfinu. Þá er unnið að því að koma upp varavatnsbóli sem getur nýst íbúum og fyrirtækjum á Reykjanesi komi til eldgoss við Svartsengi. 21. nóvember 2023 13:06 Hvað vilja Grindvíkingar? Innviðaráðherra segir stóran lið í lausn á húsnæðisvanda Grindvíkinga að átta sig á því hvað Grindvíkingar vilji. Þar hjálpi náttúran og óvissan hennar vegna ekki til. Ríkið ráði vel við þann kostnað sem fylgi slíku verkefni. 21. nóvember 2023 12:29 Niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun Forsvarsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja líta svo á að þau úrræði sem þeir hafi þegar boðið Grindvíkingum séu aðeins byrjunin; frekari aðgerða sé að vænta, að sögn formanns efnahags- og viðskiptanefndar sem fundaði með bankastjórum í morgun. Frekari niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun. 21. nóvember 2023 11:47 Íbúum um 100 fasteigna hleypt inn í Grindavík í dag Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að hleypa íbúum um 100 fasteigna inn í Grindavík í dag. Aðgerðir hefjast klukkan 9 en forsvarsmönnum fyrirtækja verður hleypt inn klukkan 15. 21. nóvember 2023 08:05 Vonar að frumvarpið skili fullum launum til Grindvíkinga Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga mun gilda frá 11. nóvember, verði það að lögum. Þar er kveðið á um hámarkgreiðslu upp á 633 þúsund krónur til atvinnurekenda, fyrir hvern starfsmann. Ráðherra segist þó gera ráð fyrir því að frumvarpið tryggi full laun til þeirra sem hafa hærri tekjur en hámarkið sem kveðið er á um. 20. nóvember 2023 21:48 Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. 20. nóvember 2023 19:51 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Málefni Grindvíkinga voru nánast eina umræðuefni ríkisstjórnarfundar í morgun. Innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins sem stýrði fundinum í fjarveru forsætisráðherra segist skynja að allir hefðu áhuga á að koma að lausn mála fyrir Grindvíkinga. Mikilvægt væri að einhver svör kæmu sem fyrst frá fjármálastofnunum varðandi þeirra aðkomu. Húsnæðismálin væru mest aðkallandi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir úrlausnarefnin mörg og mismunandi. Mest aðkallandi væri að leysa úr húsnæðismálum Grindvíkinga.Stöð 2/Arnar „Þar höfum við verið með ólíka hópa að störfum. Einn er einfaldlega að skoða það húsnæði sem er til og tilbúið á markaði. Skoða hvernig hið opinbera getur komið að því og notað þau kerfi sem við erum með. Það er umtalsverður fjöldi íbúða og við erum þegar komin með ágætis sýn á hvernig það gæti gerst,“ segir Sigurður Ingi. Annar hópur væri síðan að skoða þörfina til lengri tíma, meðal annars einhvers konar viðlagasjóðshús eins og reist voru eftir Vestmannaeyjagosið og fleiri leiðir. Huga þyrfti að lóðum fyrir slík hús hér og þar. „En fyrst og fremst þurfum við að átta okkur á því hvað það er sem Grindvíkingarnir sjálfir vilja og þurfa. Það er auðvitað flókin staða af því náttúran hagar sér eins og hún er að haga sér,“ segir innviðaráðherra. Tryggja þyrfti aðgengi byggðar á Reykjanesi að köldu og heitu vatni og jafnvel byggja varnargarða víðar en í Svartsengi. Ríkissjóður réði við verkefnið. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra hefur átt í viðræðum við forráðamenn fjármálafyrirtækja undanfarna daga og vonar að niðustaða fáist í þau mál á allra næstu dögum.Stöð 2/Arnar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segist ekki skynja annað en raunsæi, ábyrgð og skilning í þeim viðræðum sem hún hafi átt í við fulltrúa fjármálastofnana undanfarna daga. „En það þarf líka að hugsa slík mál til enda og vanda til verka. Þannig að það samtal er í gangi og ég bind vonir við að það skýrist á næstu dögum,“ segir fjármálaráðherra. Aðstæður fólks væru margs konar út frá ástandi húseigna og óvissan mikil þar sem náttúruhamfarir stæðu enn yfir og einnig þyrfti að huga að stöðu þeirra sem væru á leigumarkaði. Nú væri í forgangi að bregðast við stöðu fólks í dag og næstu virkurnar. Það væri hins vegar alveg ljóst að stjórnvöld og vonandi fjármálastofnanir muni sjá til þess að Grindvíkingar geti haldið áfram með líf sitt. „Og taka tillit til þess að fólkið er í stöðu sem ekkert okkar vill vera í. Er í mikilli óvissu um hvað verður um þeirra, bæði fasteign, tryggingar, virði og svo framvegis. Þar er að hluta til verkefni sem við getum ekki eðli málsins samkvæmt svarað núna. En það sem við getum gert er að hjálpa fólki að komast í gegn um mánaðamót og það geti komið sér fyrir á næstu mánuðum á öðrum svæðum heldur en inni í Grindavík,” segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nokkur fjöldi án hitaveitu Nokkur fjöldi húsa í Grindavík eru enn án hitaveitu en unnið er að lagfæringum á dreifikerfinu. Þá er unnið að því að koma upp varavatnsbóli sem getur nýst íbúum og fyrirtækjum á Reykjanesi komi til eldgoss við Svartsengi. 21. nóvember 2023 13:06 Hvað vilja Grindvíkingar? Innviðaráðherra segir stóran lið í lausn á húsnæðisvanda Grindvíkinga að átta sig á því hvað Grindvíkingar vilji. Þar hjálpi náttúran og óvissan hennar vegna ekki til. Ríkið ráði vel við þann kostnað sem fylgi slíku verkefni. 21. nóvember 2023 12:29 Niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun Forsvarsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja líta svo á að þau úrræði sem þeir hafi þegar boðið Grindvíkingum séu aðeins byrjunin; frekari aðgerða sé að vænta, að sögn formanns efnahags- og viðskiptanefndar sem fundaði með bankastjórum í morgun. Frekari niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun. 21. nóvember 2023 11:47 Íbúum um 100 fasteigna hleypt inn í Grindavík í dag Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að hleypa íbúum um 100 fasteigna inn í Grindavík í dag. Aðgerðir hefjast klukkan 9 en forsvarsmönnum fyrirtækja verður hleypt inn klukkan 15. 21. nóvember 2023 08:05 Vonar að frumvarpið skili fullum launum til Grindvíkinga Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga mun gilda frá 11. nóvember, verði það að lögum. Þar er kveðið á um hámarkgreiðslu upp á 633 þúsund krónur til atvinnurekenda, fyrir hvern starfsmann. Ráðherra segist þó gera ráð fyrir því að frumvarpið tryggi full laun til þeirra sem hafa hærri tekjur en hámarkið sem kveðið er á um. 20. nóvember 2023 21:48 Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. 20. nóvember 2023 19:51 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Nokkur fjöldi án hitaveitu Nokkur fjöldi húsa í Grindavík eru enn án hitaveitu en unnið er að lagfæringum á dreifikerfinu. Þá er unnið að því að koma upp varavatnsbóli sem getur nýst íbúum og fyrirtækjum á Reykjanesi komi til eldgoss við Svartsengi. 21. nóvember 2023 13:06
Hvað vilja Grindvíkingar? Innviðaráðherra segir stóran lið í lausn á húsnæðisvanda Grindvíkinga að átta sig á því hvað Grindvíkingar vilji. Þar hjálpi náttúran og óvissan hennar vegna ekki til. Ríkið ráði vel við þann kostnað sem fylgi slíku verkefni. 21. nóvember 2023 12:29
Niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun Forsvarsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja líta svo á að þau úrræði sem þeir hafi þegar boðið Grindvíkingum séu aðeins byrjunin; frekari aðgerða sé að vænta, að sögn formanns efnahags- og viðskiptanefndar sem fundaði með bankastjórum í morgun. Frekari niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun. 21. nóvember 2023 11:47
Íbúum um 100 fasteigna hleypt inn í Grindavík í dag Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að hleypa íbúum um 100 fasteigna inn í Grindavík í dag. Aðgerðir hefjast klukkan 9 en forsvarsmönnum fyrirtækja verður hleypt inn klukkan 15. 21. nóvember 2023 08:05
Vonar að frumvarpið skili fullum launum til Grindvíkinga Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga mun gilda frá 11. nóvember, verði það að lögum. Þar er kveðið á um hámarkgreiðslu upp á 633 þúsund krónur til atvinnurekenda, fyrir hvern starfsmann. Ráðherra segist þó gera ráð fyrir því að frumvarpið tryggi full laun til þeirra sem hafa hærri tekjur en hámarkið sem kveðið er á um. 20. nóvember 2023 21:48
Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. 20. nóvember 2023 19:51