Newcastle getur fengið leikmenn á láni frá liðum með sömu eigendur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. nóvember 2023 17:46 Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle hefur leyfi til að nýta samböndin í Sádi-Arabíu. Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images Enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle verður heimilt að fá leikmenn á láni frá sádi-arabískum félögum í janúar á næsta ári þrátt fyrir að sami aðili eigi bæði liðin. Félög ensku úrvalsdeildarinnar greiddu atkvæði í dag um reglur sem myndu koma í veg fyrir að félög gætu fengið leikmenn á láni frá öðrum félögum sem væru með sömu eigendur. Alls vildu þrettán félög koma í veg fyrir þess konar flæði leikmanna, en sjö félög greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fjórtán atkvæði þurfti til að reglurnar myndu taka gildi og því vantaði aðeins eitt upp á og tillagan var því felld. Bannið átti aðeins að gilda um lánssamninga til ensku úrvalsdeildarfélaganna, en ekki frá þeim, og átti það aðeins að gilda í janúar áður en hægt væri að finna lausnir fyrir sumargluggann. Það þýðir að lið eins og Newcastle, sem er í eigu sádi-arabíska fjárfestingasjóðsins PIF, mun geta sótt leikmenn úr sádi-arabísku deildinni á láni í janúar. Þar eru fjögur félög í eigu PIF, en þau eru AL-Nassr, Al-Hilal, Al-Ittihad og Al-Ahli. Með liðunum fjórum leika leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Sadio Mané, Aymeric Laporte, Karim Benzema, N'Golo Kante, Neymar, Kalidou Koulibaly, Riyad Mahrez og Edouard Mendy. Ruben Neves, fyrrverandi fyrirliði Wolves, er einnig á mála hjá Al-Hilal og hefur hann verið orðaður við komu til Newcastle. Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Félög ensku úrvalsdeildarinnar greiddu atkvæði í dag um reglur sem myndu koma í veg fyrir að félög gætu fengið leikmenn á láni frá öðrum félögum sem væru með sömu eigendur. Alls vildu þrettán félög koma í veg fyrir þess konar flæði leikmanna, en sjö félög greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fjórtán atkvæði þurfti til að reglurnar myndu taka gildi og því vantaði aðeins eitt upp á og tillagan var því felld. Bannið átti aðeins að gilda um lánssamninga til ensku úrvalsdeildarfélaganna, en ekki frá þeim, og átti það aðeins að gilda í janúar áður en hægt væri að finna lausnir fyrir sumargluggann. Það þýðir að lið eins og Newcastle, sem er í eigu sádi-arabíska fjárfestingasjóðsins PIF, mun geta sótt leikmenn úr sádi-arabísku deildinni á láni í janúar. Þar eru fjögur félög í eigu PIF, en þau eru AL-Nassr, Al-Hilal, Al-Ittihad og Al-Ahli. Með liðunum fjórum leika leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Sadio Mané, Aymeric Laporte, Karim Benzema, N'Golo Kante, Neymar, Kalidou Koulibaly, Riyad Mahrez og Edouard Mendy. Ruben Neves, fyrrverandi fyrirliði Wolves, er einnig á mála hjá Al-Hilal og hefur hann verið orðaður við komu til Newcastle.
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti
Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti