Newcastle getur fengið leikmenn á láni frá liðum með sömu eigendur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. nóvember 2023 17:46 Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle hefur leyfi til að nýta samböndin í Sádi-Arabíu. Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images Enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle verður heimilt að fá leikmenn á láni frá sádi-arabískum félögum í janúar á næsta ári þrátt fyrir að sami aðili eigi bæði liðin. Félög ensku úrvalsdeildarinnar greiddu atkvæði í dag um reglur sem myndu koma í veg fyrir að félög gætu fengið leikmenn á láni frá öðrum félögum sem væru með sömu eigendur. Alls vildu þrettán félög koma í veg fyrir þess konar flæði leikmanna, en sjö félög greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fjórtán atkvæði þurfti til að reglurnar myndu taka gildi og því vantaði aðeins eitt upp á og tillagan var því felld. Bannið átti aðeins að gilda um lánssamninga til ensku úrvalsdeildarfélaganna, en ekki frá þeim, og átti það aðeins að gilda í janúar áður en hægt væri að finna lausnir fyrir sumargluggann. Það þýðir að lið eins og Newcastle, sem er í eigu sádi-arabíska fjárfestingasjóðsins PIF, mun geta sótt leikmenn úr sádi-arabísku deildinni á láni í janúar. Þar eru fjögur félög í eigu PIF, en þau eru AL-Nassr, Al-Hilal, Al-Ittihad og Al-Ahli. Með liðunum fjórum leika leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Sadio Mané, Aymeric Laporte, Karim Benzema, N'Golo Kante, Neymar, Kalidou Koulibaly, Riyad Mahrez og Edouard Mendy. Ruben Neves, fyrrverandi fyrirliði Wolves, er einnig á mála hjá Al-Hilal og hefur hann verið orðaður við komu til Newcastle. Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Félög ensku úrvalsdeildarinnar greiddu atkvæði í dag um reglur sem myndu koma í veg fyrir að félög gætu fengið leikmenn á láni frá öðrum félögum sem væru með sömu eigendur. Alls vildu þrettán félög koma í veg fyrir þess konar flæði leikmanna, en sjö félög greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fjórtán atkvæði þurfti til að reglurnar myndu taka gildi og því vantaði aðeins eitt upp á og tillagan var því felld. Bannið átti aðeins að gilda um lánssamninga til ensku úrvalsdeildarfélaganna, en ekki frá þeim, og átti það aðeins að gilda í janúar áður en hægt væri að finna lausnir fyrir sumargluggann. Það þýðir að lið eins og Newcastle, sem er í eigu sádi-arabíska fjárfestingasjóðsins PIF, mun geta sótt leikmenn úr sádi-arabísku deildinni á láni í janúar. Þar eru fjögur félög í eigu PIF, en þau eru AL-Nassr, Al-Hilal, Al-Ittihad og Al-Ahli. Með liðunum fjórum leika leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Sadio Mané, Aymeric Laporte, Karim Benzema, N'Golo Kante, Neymar, Kalidou Koulibaly, Riyad Mahrez og Edouard Mendy. Ruben Neves, fyrrverandi fyrirliði Wolves, er einnig á mála hjá Al-Hilal og hefur hann verið orðaður við komu til Newcastle.
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira