Fimmtán ára gömul sala Tottenham gæti komið liðinu í vandræði Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. nóvember 2023 23:00 Jermain Defoe er níundi markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 162 mörk. Þar af skoraði hann 91 mark fyrir Tottenham. Shaun Botterill/Getty Images Fimmtán ár eru síðan framherjinn Jermain Defoe var seldur frá Tottenham til Portsmouth, en þrátt fyrir það gæti Tottenham verið í vandræðum vegna sölunnar. Defoe var á sínum tíma í þrígang á mála hjá Tottenham, en eftir sína fyrstu veru hjá liðinu, á árunum 2004 til 2008, var hann seldur til Portsmouth þar sem hann lék um stutta stund áður en hann gekk aftur í raðir Lundúnaliðsins í janúar árið 2009. Portsmouth greiddi 7,5 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem á núvirði jafngildir 1,3 milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir að fimmtán ár séu liðin frá félagsskiptunum gæti Tottenham verið að lenda í vandræðum vegna sölunnar. Breski miðillinn The Times rýndi í málið og segist hafa sannanir fyrir því að Tottenham hafi notað umboðsmann í samningaviðræðunum sem hafði ekki tilskilin leyfi. Enska knattspyrnusambandið, FA, aðhafðist ekkert í málinu á sínum tíma, en segist nú geta hugsað sér að skoða ásakanirnar aftur ef ný sönnunargögn berast. 🚨 Tottenham could face a points deduction after an investigation found rules were broken in the transfer that sent Jermain Defoe to Portsmouth.The FA has said it's prepared to review any new evidence in this case.In the same year of Defoe's transfer, Luton were docked 10… pic.twitter.com/h6oytkn6ib— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) November 21, 2023 Komist enska knattspyrnusambandið að því að forráðamenn Tottenham séu sekir af ásökunum gæti félagið átt yfir höfði sér að stig verði dregin af liðinu í ensku úrvalsdeildinni. Nú fyrir aðeins örfáum dögum voru tíu stig dregin af Everton fyrir brot á fjárhagsreglum deildarinnar og sama ár og Defoe gekk í raðir Portsmouth voru tíu stig dregin af Luton fyrir að brjóta reglur um umboðsmenn. Það er því ljóst að fordæmin eru til, en fyrir brot á slíkum reglum hafa háttsettir einstaklingar innan félagana einnig verið dæmdir í bann og félög verið dæmd í félagsskiptabann. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Defoe var á sínum tíma í þrígang á mála hjá Tottenham, en eftir sína fyrstu veru hjá liðinu, á árunum 2004 til 2008, var hann seldur til Portsmouth þar sem hann lék um stutta stund áður en hann gekk aftur í raðir Lundúnaliðsins í janúar árið 2009. Portsmouth greiddi 7,5 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem á núvirði jafngildir 1,3 milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir að fimmtán ár séu liðin frá félagsskiptunum gæti Tottenham verið að lenda í vandræðum vegna sölunnar. Breski miðillinn The Times rýndi í málið og segist hafa sannanir fyrir því að Tottenham hafi notað umboðsmann í samningaviðræðunum sem hafði ekki tilskilin leyfi. Enska knattspyrnusambandið, FA, aðhafðist ekkert í málinu á sínum tíma, en segist nú geta hugsað sér að skoða ásakanirnar aftur ef ný sönnunargögn berast. 🚨 Tottenham could face a points deduction after an investigation found rules were broken in the transfer that sent Jermain Defoe to Portsmouth.The FA has said it's prepared to review any new evidence in this case.In the same year of Defoe's transfer, Luton were docked 10… pic.twitter.com/h6oytkn6ib— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) November 21, 2023 Komist enska knattspyrnusambandið að því að forráðamenn Tottenham séu sekir af ásökunum gæti félagið átt yfir höfði sér að stig verði dregin af liðinu í ensku úrvalsdeildinni. Nú fyrir aðeins örfáum dögum voru tíu stig dregin af Everton fyrir brot á fjárhagsreglum deildarinnar og sama ár og Defoe gekk í raðir Portsmouth voru tíu stig dregin af Luton fyrir að brjóta reglur um umboðsmenn. Það er því ljóst að fordæmin eru til, en fyrir brot á slíkum reglum hafa háttsettir einstaklingar innan félagana einnig verið dæmdir í bann og félög verið dæmd í félagsskiptabann.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira