Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag Lovísa Arnardóttir skrifar 22. nóvember 2023 08:24 Mánaðarskammtur af Wegovy kostar um 23 þúsund krónur en af Saxenda um 45 þúsund. Vísir/EPA Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins kallar eftir því að breytingar á greiðsluþátttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu, verði endurskoðaðar án tafar. Í tilkynningu segir að breytingarnar, sem tilkynnt var um í byrjun mánaðar, leiði til mismununar sjúklinga eftir efnahag og hindri heilbrigðisstarfsfólk í að veita viðeigandi meðferð í samræmi við klínískar leiðbeiningar. Lyfin séu ekki niðurgreidd fyrr en vandinn sé löngu orðinn aðkallandi. Skilyrt við sjúklinga sem þjást af offitu Í tilkynningu Lyfjastofnunar í upphafi mánaða var greint frá því að Lyfjastofnun hefði endurskoðað einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy, í ljósi nýrra upplýsinga frá Norðurlöndunum. Greiðsluþátttöku Saxenda var hætt en greiðsluþáttaka Wegovy skilyrt við einstaklinga sem þjást af offitu. Endurskoðun fór fram að beiðni Sjúkratrygginga Íslands en þar var bent á að lyfin hafi sömu ábendingu, virki á sama efnaskiptakerfi líkamans en að Saxenda sé töluvert dýrara en Wegovy. Verð fyrir mánaðarskammt af Saxenda er 45.845 krónur en verð algengs styrkleika af Wegovy er 27.369 krónur, þegar um er að ræða hámarks smásöluverð með virðisaukaskatti samkvæmt lyfjaverðskrá. Fáir geti nýtt sér lyfin með hertum skilyrðum Í tilkynningu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag segir að meðferð með lyfjunum Wegovy og Saxenda geti gagnast hópi einstaklinga með sjúkdóminn offitu vel en með hertum skilyrðum fyrir greiðsluþátttöku sé ljóst að fáir geti nýtt sér meðferð með lyfjunum. „Heilsugæslan vekur athygli á því að með því að nýta þessi lyf með réttum hætti þar sem það á við er líklegt að hægt sé að bæta heilsu fjölda einstaklinga og um leið spara samfélaginu háar upphæðir vegna heilbrigðisþjónustu við þessa einstaklinga í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að með því að takmarka niðurgreiðslu verulega sé efnaminni sjúklingum mismunað enda geta efnameiri sjúklingar eftir sem áður notað lyfin með því að greiða fyrir þau að fullu sjálfir. „Slík mismunun gengur beint gegn réttindum sjúklinga,“ segir enn fremur og að sérfræðingar heilsugæslunnar séu tilbúnir til að aðstoða við endurskoðun greiðsluþátttökunnar. „Offita er langvinnur efnaskiptasjúkdómur sem mikilvægt er að meðhöndla ævilangt með réttum aðferðum á mismunandi stigum sjúkdómsins til að draga úr líkum á margvíslegum áhættuþáttum og fylgisjúkdómum,“ segir að lokum. Lyf Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15 Lyfjastofnun Evrópu rannsakar þyngdarstjórnunarlyf vegna ábendinga frá Íslandi Eftirlitsnefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu hefur nú til athugunar ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana. 10. júlí 2023 07:29 Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. 5. nóvember 2023 23:44 Danskir ellilífeyrisþegar mala gull á megrunarlyfjum Ofsagróði danska lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk vegna sölu þess á megrunalyfinu Wegovy mun hafa gríðarleg áhrif á efnahagslegan uppgang í Danmörku og mikinn gróða í för með sér fyrir fjölmarga Dani sem eru hluthafar í fyrirtækinu. Hagfræðingur segir þó ýmsar hættur felast í ástandinu fyrir efnahag Dana. 5. október 2023 13:29 Fjöldi ávísana vegna Ozempic og skyldra lyfja hefur fjórfaldast Fjölda ávísana vegna lyfja á borð við Ozempic sem skrifað er upp á ársfjórðungslega í Bandaríkjunum hefur fjórfaldast frá 2020. Síðustu þrjá mánuði ársins 2022 voru níu milljón lyfseðlar gefnir út vegna lyfjanna. 27. september 2023 12:46 Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. 14. september 2023 09:54 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins kallar eftir því að breytingar á greiðsluþátttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu, verði endurskoðaðar án tafar. Í tilkynningu segir að breytingarnar, sem tilkynnt var um í byrjun mánaðar, leiði til mismununar sjúklinga eftir efnahag og hindri heilbrigðisstarfsfólk í að veita viðeigandi meðferð í samræmi við klínískar leiðbeiningar. Lyfin séu ekki niðurgreidd fyrr en vandinn sé löngu orðinn aðkallandi. Skilyrt við sjúklinga sem þjást af offitu Í tilkynningu Lyfjastofnunar í upphafi mánaða var greint frá því að Lyfjastofnun hefði endurskoðað einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy, í ljósi nýrra upplýsinga frá Norðurlöndunum. Greiðsluþátttöku Saxenda var hætt en greiðsluþáttaka Wegovy skilyrt við einstaklinga sem þjást af offitu. Endurskoðun fór fram að beiðni Sjúkratrygginga Íslands en þar var bent á að lyfin hafi sömu ábendingu, virki á sama efnaskiptakerfi líkamans en að Saxenda sé töluvert dýrara en Wegovy. Verð fyrir mánaðarskammt af Saxenda er 45.845 krónur en verð algengs styrkleika af Wegovy er 27.369 krónur, þegar um er að ræða hámarks smásöluverð með virðisaukaskatti samkvæmt lyfjaverðskrá. Fáir geti nýtt sér lyfin með hertum skilyrðum Í tilkynningu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag segir að meðferð með lyfjunum Wegovy og Saxenda geti gagnast hópi einstaklinga með sjúkdóminn offitu vel en með hertum skilyrðum fyrir greiðsluþátttöku sé ljóst að fáir geti nýtt sér meðferð með lyfjunum. „Heilsugæslan vekur athygli á því að með því að nýta þessi lyf með réttum hætti þar sem það á við er líklegt að hægt sé að bæta heilsu fjölda einstaklinga og um leið spara samfélaginu háar upphæðir vegna heilbrigðisþjónustu við þessa einstaklinga í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að með því að takmarka niðurgreiðslu verulega sé efnaminni sjúklingum mismunað enda geta efnameiri sjúklingar eftir sem áður notað lyfin með því að greiða fyrir þau að fullu sjálfir. „Slík mismunun gengur beint gegn réttindum sjúklinga,“ segir enn fremur og að sérfræðingar heilsugæslunnar séu tilbúnir til að aðstoða við endurskoðun greiðsluþátttökunnar. „Offita er langvinnur efnaskiptasjúkdómur sem mikilvægt er að meðhöndla ævilangt með réttum aðferðum á mismunandi stigum sjúkdómsins til að draga úr líkum á margvíslegum áhættuþáttum og fylgisjúkdómum,“ segir að lokum.
Lyf Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15 Lyfjastofnun Evrópu rannsakar þyngdarstjórnunarlyf vegna ábendinga frá Íslandi Eftirlitsnefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu hefur nú til athugunar ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana. 10. júlí 2023 07:29 Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. 5. nóvember 2023 23:44 Danskir ellilífeyrisþegar mala gull á megrunarlyfjum Ofsagróði danska lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk vegna sölu þess á megrunalyfinu Wegovy mun hafa gríðarleg áhrif á efnahagslegan uppgang í Danmörku og mikinn gróða í för með sér fyrir fjölmarga Dani sem eru hluthafar í fyrirtækinu. Hagfræðingur segir þó ýmsar hættur felast í ástandinu fyrir efnahag Dana. 5. október 2023 13:29 Fjöldi ávísana vegna Ozempic og skyldra lyfja hefur fjórfaldast Fjölda ávísana vegna lyfja á borð við Ozempic sem skrifað er upp á ársfjórðungslega í Bandaríkjunum hefur fjórfaldast frá 2020. Síðustu þrjá mánuði ársins 2022 voru níu milljón lyfseðlar gefnir út vegna lyfjanna. 27. september 2023 12:46 Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. 14. september 2023 09:54 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15
Lyfjastofnun Evrópu rannsakar þyngdarstjórnunarlyf vegna ábendinga frá Íslandi Eftirlitsnefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu hefur nú til athugunar ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana. 10. júlí 2023 07:29
Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. 5. nóvember 2023 23:44
Danskir ellilífeyrisþegar mala gull á megrunarlyfjum Ofsagróði danska lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk vegna sölu þess á megrunalyfinu Wegovy mun hafa gríðarleg áhrif á efnahagslegan uppgang í Danmörku og mikinn gróða í för með sér fyrir fjölmarga Dani sem eru hluthafar í fyrirtækinu. Hagfræðingur segir þó ýmsar hættur felast í ástandinu fyrir efnahag Dana. 5. október 2023 13:29
Fjöldi ávísana vegna Ozempic og skyldra lyfja hefur fjórfaldast Fjölda ávísana vegna lyfja á borð við Ozempic sem skrifað er upp á ársfjórðungslega í Bandaríkjunum hefur fjórfaldast frá 2020. Síðustu þrjá mánuði ársins 2022 voru níu milljón lyfseðlar gefnir út vegna lyfjanna. 27. september 2023 12:46
Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. 14. september 2023 09:54