Við hvað erum við hrædd? Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 15:01 Um daginn fékk ég tækifæri til að tala fyrir framan hóp af fólki um inngildingu í orðalagi. Þar gafst mér tækifæri til að benda á að viljum við að öll séu velkomin þurfum við að passa upp á orðræðuna okkar, að þótt hugurinn sé opinn segi að orðin ekki annað. Þegar ég gekk af sviðinu var ég stoppuð af manni sem fann sig knúinn til að tala um hvað litningar okkar munu segja þegar við verðum grafin upp eftir 1000 ár. Þá yrði nú aldeilis öruggt að allt sem kæmi úr þeim rannsóknum væri að við mannfólkið hefðum alltaf verið annað hvort karl eða kona. Hann spurði mig í framhaldinu hvernig ég gæti rökstutt að til væru fleiri en tvö kyn, og áréttað að auðvitað væri það á mína ábyrgð að kenna fólkinu hvað það væri. Í fyrsta lagi langar mig að velta þeirri spurningu upp hvort það, að ég minni á inngildandi orðalag, valdi því að það sé þá á mína ábyrgð að kenna hvað í því felst þegar talað er um fleiri en tvö kyn? Nú þegar er ógrynni af upplýsingaefni er aðgengilegt á íslensku og fleiri málum. Hver er ábyrgð fólks að afla sér upplýsinga sjálft? Á meðan hann talaði hlustaði ég og hugsaði um hvað hann var að segja. Fyrir mér stóð það ekki upp úr að litningarnir okkar myndu mögulega segja að við værum tvö kyn, heldur það, hvað við vitum lítið um forforeldra okkar. Hvernig hafði tíðarandinn áhrif á hugsanir þeirra og ákvarðanir. Hvernig þenkjandi voru þau? Voru þau opin um kynvitund sína og var yfir höfuð hugsað um kynin sem tvö eða fleiri, eða var hugsað um kyn yfir höfuð. Ef leit okkar að upplýsingum um forforeldra okkar takmarkast við litninga, hvað segir það okkur í raun? Eru það vísindin sem við ætlum að móta veruleika okkar núna út frá. Fyrir utan það að eftir 1000 ár höfum við ekki hugmynd um hvernig hægt verður að greina líkama okkar og sálir. Eru heimildir okkar þá ritað mál, fréttir, texti á skinni, myndir í hellum? Hvernig eru fjölmiðlar í dag? Fjalla þeir um allt það sem við erum að ganga í gegnum eða hvernig við lítum á heiminn eða er valkvætt efni á þessum miðlum sem segja aðeins hluta af sögunni? Við hvað erum við hrædd? Hvað er það sem hræðir okkur svo mjög að við stöndum upp á afturlappirnar tilbúin að hrekja upplifun og raunveruleika fólks sem falla ekki inn í tvíkynja umhverfi samfélagsins, upplifa sig annað hvort hvorki karl né konu eða jafnvel bæði. Hvers vegna eru svo mörg okkar tilbúinn í vörn þegar rætt er um að skapa umhverfi og samfélag þar sem öll eru velkomin og öll fá að vera og eiga heima. Tungumálið okkar er lifandi, merking orða breytast við ákveðna notkun, ný orð koma inn í takt við samfélagið okkar og það sem við erum að ganga í gegnum. Hvers vegna tökum við fagnandi á móti nýjum orðum sem lýsa tækni en viljum ekki tala um öll og fólk í stað þess að segja menn og allir? Ég ætla að enda þessa vangaveltu á að þakka þeim sem ryðja brautina. Þakka þeim sem standa upprétt og móti straumnum og berjast fyrir inngildingu, berjast fyrir jafnrétti, berjast fyrir veruleika þar sem öll eiga pláss. Berjast fyrir samfélagi þar sem við berum virðingu hvert fyrir öðru. Takk. Við hin hljótum að geta gert betur. Gerum betur. Höfundur er forstöðumaður í félagsmiðstöð og varaborgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn fékk ég tækifæri til að tala fyrir framan hóp af fólki um inngildingu í orðalagi. Þar gafst mér tækifæri til að benda á að viljum við að öll séu velkomin þurfum við að passa upp á orðræðuna okkar, að þótt hugurinn sé opinn segi að orðin ekki annað. Þegar ég gekk af sviðinu var ég stoppuð af manni sem fann sig knúinn til að tala um hvað litningar okkar munu segja þegar við verðum grafin upp eftir 1000 ár. Þá yrði nú aldeilis öruggt að allt sem kæmi úr þeim rannsóknum væri að við mannfólkið hefðum alltaf verið annað hvort karl eða kona. Hann spurði mig í framhaldinu hvernig ég gæti rökstutt að til væru fleiri en tvö kyn, og áréttað að auðvitað væri það á mína ábyrgð að kenna fólkinu hvað það væri. Í fyrsta lagi langar mig að velta þeirri spurningu upp hvort það, að ég minni á inngildandi orðalag, valdi því að það sé þá á mína ábyrgð að kenna hvað í því felst þegar talað er um fleiri en tvö kyn? Nú þegar er ógrynni af upplýsingaefni er aðgengilegt á íslensku og fleiri málum. Hver er ábyrgð fólks að afla sér upplýsinga sjálft? Á meðan hann talaði hlustaði ég og hugsaði um hvað hann var að segja. Fyrir mér stóð það ekki upp úr að litningarnir okkar myndu mögulega segja að við værum tvö kyn, heldur það, hvað við vitum lítið um forforeldra okkar. Hvernig hafði tíðarandinn áhrif á hugsanir þeirra og ákvarðanir. Hvernig þenkjandi voru þau? Voru þau opin um kynvitund sína og var yfir höfuð hugsað um kynin sem tvö eða fleiri, eða var hugsað um kyn yfir höfuð. Ef leit okkar að upplýsingum um forforeldra okkar takmarkast við litninga, hvað segir það okkur í raun? Eru það vísindin sem við ætlum að móta veruleika okkar núna út frá. Fyrir utan það að eftir 1000 ár höfum við ekki hugmynd um hvernig hægt verður að greina líkama okkar og sálir. Eru heimildir okkar þá ritað mál, fréttir, texti á skinni, myndir í hellum? Hvernig eru fjölmiðlar í dag? Fjalla þeir um allt það sem við erum að ganga í gegnum eða hvernig við lítum á heiminn eða er valkvætt efni á þessum miðlum sem segja aðeins hluta af sögunni? Við hvað erum við hrædd? Hvað er það sem hræðir okkur svo mjög að við stöndum upp á afturlappirnar tilbúin að hrekja upplifun og raunveruleika fólks sem falla ekki inn í tvíkynja umhverfi samfélagsins, upplifa sig annað hvort hvorki karl né konu eða jafnvel bæði. Hvers vegna eru svo mörg okkar tilbúinn í vörn þegar rætt er um að skapa umhverfi og samfélag þar sem öll eru velkomin og öll fá að vera og eiga heima. Tungumálið okkar er lifandi, merking orða breytast við ákveðna notkun, ný orð koma inn í takt við samfélagið okkar og það sem við erum að ganga í gegnum. Hvers vegna tökum við fagnandi á móti nýjum orðum sem lýsa tækni en viljum ekki tala um öll og fólk í stað þess að segja menn og allir? Ég ætla að enda þessa vangaveltu á að þakka þeim sem ryðja brautina. Þakka þeim sem standa upprétt og móti straumnum og berjast fyrir inngildingu, berjast fyrir jafnrétti, berjast fyrir veruleika þar sem öll eiga pláss. Berjast fyrir samfélagi þar sem við berum virðingu hvert fyrir öðru. Takk. Við hin hljótum að geta gert betur. Gerum betur. Höfundur er forstöðumaður í félagsmiðstöð og varaborgarfulltrúi Framsóknar.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun