Við hvað erum við hrædd? Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 15:01 Um daginn fékk ég tækifæri til að tala fyrir framan hóp af fólki um inngildingu í orðalagi. Þar gafst mér tækifæri til að benda á að viljum við að öll séu velkomin þurfum við að passa upp á orðræðuna okkar, að þótt hugurinn sé opinn segi að orðin ekki annað. Þegar ég gekk af sviðinu var ég stoppuð af manni sem fann sig knúinn til að tala um hvað litningar okkar munu segja þegar við verðum grafin upp eftir 1000 ár. Þá yrði nú aldeilis öruggt að allt sem kæmi úr þeim rannsóknum væri að við mannfólkið hefðum alltaf verið annað hvort karl eða kona. Hann spurði mig í framhaldinu hvernig ég gæti rökstutt að til væru fleiri en tvö kyn, og áréttað að auðvitað væri það á mína ábyrgð að kenna fólkinu hvað það væri. Í fyrsta lagi langar mig að velta þeirri spurningu upp hvort það, að ég minni á inngildandi orðalag, valdi því að það sé þá á mína ábyrgð að kenna hvað í því felst þegar talað er um fleiri en tvö kyn? Nú þegar er ógrynni af upplýsingaefni er aðgengilegt á íslensku og fleiri málum. Hver er ábyrgð fólks að afla sér upplýsinga sjálft? Á meðan hann talaði hlustaði ég og hugsaði um hvað hann var að segja. Fyrir mér stóð það ekki upp úr að litningarnir okkar myndu mögulega segja að við værum tvö kyn, heldur það, hvað við vitum lítið um forforeldra okkar. Hvernig hafði tíðarandinn áhrif á hugsanir þeirra og ákvarðanir. Hvernig þenkjandi voru þau? Voru þau opin um kynvitund sína og var yfir höfuð hugsað um kynin sem tvö eða fleiri, eða var hugsað um kyn yfir höfuð. Ef leit okkar að upplýsingum um forforeldra okkar takmarkast við litninga, hvað segir það okkur í raun? Eru það vísindin sem við ætlum að móta veruleika okkar núna út frá. Fyrir utan það að eftir 1000 ár höfum við ekki hugmynd um hvernig hægt verður að greina líkama okkar og sálir. Eru heimildir okkar þá ritað mál, fréttir, texti á skinni, myndir í hellum? Hvernig eru fjölmiðlar í dag? Fjalla þeir um allt það sem við erum að ganga í gegnum eða hvernig við lítum á heiminn eða er valkvætt efni á þessum miðlum sem segja aðeins hluta af sögunni? Við hvað erum við hrædd? Hvað er það sem hræðir okkur svo mjög að við stöndum upp á afturlappirnar tilbúin að hrekja upplifun og raunveruleika fólks sem falla ekki inn í tvíkynja umhverfi samfélagsins, upplifa sig annað hvort hvorki karl né konu eða jafnvel bæði. Hvers vegna eru svo mörg okkar tilbúinn í vörn þegar rætt er um að skapa umhverfi og samfélag þar sem öll eru velkomin og öll fá að vera og eiga heima. Tungumálið okkar er lifandi, merking orða breytast við ákveðna notkun, ný orð koma inn í takt við samfélagið okkar og það sem við erum að ganga í gegnum. Hvers vegna tökum við fagnandi á móti nýjum orðum sem lýsa tækni en viljum ekki tala um öll og fólk í stað þess að segja menn og allir? Ég ætla að enda þessa vangaveltu á að þakka þeim sem ryðja brautina. Þakka þeim sem standa upprétt og móti straumnum og berjast fyrir inngildingu, berjast fyrir jafnrétti, berjast fyrir veruleika þar sem öll eiga pláss. Berjast fyrir samfélagi þar sem við berum virðingu hvert fyrir öðru. Takk. Við hin hljótum að geta gert betur. Gerum betur. Höfundur er forstöðumaður í félagsmiðstöð og varaborgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Um daginn fékk ég tækifæri til að tala fyrir framan hóp af fólki um inngildingu í orðalagi. Þar gafst mér tækifæri til að benda á að viljum við að öll séu velkomin þurfum við að passa upp á orðræðuna okkar, að þótt hugurinn sé opinn segi að orðin ekki annað. Þegar ég gekk af sviðinu var ég stoppuð af manni sem fann sig knúinn til að tala um hvað litningar okkar munu segja þegar við verðum grafin upp eftir 1000 ár. Þá yrði nú aldeilis öruggt að allt sem kæmi úr þeim rannsóknum væri að við mannfólkið hefðum alltaf verið annað hvort karl eða kona. Hann spurði mig í framhaldinu hvernig ég gæti rökstutt að til væru fleiri en tvö kyn, og áréttað að auðvitað væri það á mína ábyrgð að kenna fólkinu hvað það væri. Í fyrsta lagi langar mig að velta þeirri spurningu upp hvort það, að ég minni á inngildandi orðalag, valdi því að það sé þá á mína ábyrgð að kenna hvað í því felst þegar talað er um fleiri en tvö kyn? Nú þegar er ógrynni af upplýsingaefni er aðgengilegt á íslensku og fleiri málum. Hver er ábyrgð fólks að afla sér upplýsinga sjálft? Á meðan hann talaði hlustaði ég og hugsaði um hvað hann var að segja. Fyrir mér stóð það ekki upp úr að litningarnir okkar myndu mögulega segja að við værum tvö kyn, heldur það, hvað við vitum lítið um forforeldra okkar. Hvernig hafði tíðarandinn áhrif á hugsanir þeirra og ákvarðanir. Hvernig þenkjandi voru þau? Voru þau opin um kynvitund sína og var yfir höfuð hugsað um kynin sem tvö eða fleiri, eða var hugsað um kyn yfir höfuð. Ef leit okkar að upplýsingum um forforeldra okkar takmarkast við litninga, hvað segir það okkur í raun? Eru það vísindin sem við ætlum að móta veruleika okkar núna út frá. Fyrir utan það að eftir 1000 ár höfum við ekki hugmynd um hvernig hægt verður að greina líkama okkar og sálir. Eru heimildir okkar þá ritað mál, fréttir, texti á skinni, myndir í hellum? Hvernig eru fjölmiðlar í dag? Fjalla þeir um allt það sem við erum að ganga í gegnum eða hvernig við lítum á heiminn eða er valkvætt efni á þessum miðlum sem segja aðeins hluta af sögunni? Við hvað erum við hrædd? Hvað er það sem hræðir okkur svo mjög að við stöndum upp á afturlappirnar tilbúin að hrekja upplifun og raunveruleika fólks sem falla ekki inn í tvíkynja umhverfi samfélagsins, upplifa sig annað hvort hvorki karl né konu eða jafnvel bæði. Hvers vegna eru svo mörg okkar tilbúinn í vörn þegar rætt er um að skapa umhverfi og samfélag þar sem öll eru velkomin og öll fá að vera og eiga heima. Tungumálið okkar er lifandi, merking orða breytast við ákveðna notkun, ný orð koma inn í takt við samfélagið okkar og það sem við erum að ganga í gegnum. Hvers vegna tökum við fagnandi á móti nýjum orðum sem lýsa tækni en viljum ekki tala um öll og fólk í stað þess að segja menn og allir? Ég ætla að enda þessa vangaveltu á að þakka þeim sem ryðja brautina. Þakka þeim sem standa upprétt og móti straumnum og berjast fyrir inngildingu, berjast fyrir jafnrétti, berjast fyrir veruleika þar sem öll eiga pláss. Berjast fyrir samfélagi þar sem við berum virðingu hvert fyrir öðru. Takk. Við hin hljótum að geta gert betur. Gerum betur. Höfundur er forstöðumaður í félagsmiðstöð og varaborgarfulltrúi Framsóknar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun