Biðstaða á leikskólum -Fjölskylduland bjargar geðheilsunni Margrét Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 16:01 Sonur minn sem er 2,5 árs hefur enn ekki fengið að mæta á leikskólann sem hann komst inn á núna í haust, vegna manneklu. Það þarf að ráða inn 6 starfsmenn áður en hann má mæta, sem þýðir að það gæti mögulega gerst eftir áramót eða næsta haust. Þessi óvissa er mjög óþægileg. Leikskólinn er staðsettur fyrir framan húsið okkar og hann horfir oft á krakkana og segir „þarna gaman..krakkar róla“. Ég hef oft farið með hann út á róló, en þar er hann oft einn að róla og engin börn sjáanleg. Það vill svo heppilega til að ég er í fæðingarorlofi núna, dóttir mín er orðin 7 mánaða gömul, en þau sofa á mismunandi tímum. Ferðirnar út á róló hafa verið mislukkulegar því stelpan er stundum mjög þreytt og ekki tilbúin að sofa í vagninum. Sonur minn nær ekki að fá þá örvun sem hann þarf hérna heima og nær ekki að þroskast félagslega. Hann reynir sitt besta með því að hoppa í sófanum og hlaupa um allt ásamt ýmsum uppátækjum. Þetta er ansi snúin staða að barnið fái ekki að upplifa það að vera í kringum börn á hans aldri. Margt í boði. Eftir að hafa leitað lengi að stað sem væri skemmtilegur fyrir hann, þar sem hann getur þroskast í leik með börnum á hans aldri og aukið í leiðinni orðaforðann, þá fann ég loksins stað sem heitir Fjölskylduland sem er innileikvöllur. Þessi staður hefur gjörsamlega bjargað dögunum okkar og við náð að leika okkur saman og notið stundarinnar ásamt því að allir ná að sofa á réttum tíma. Tala nú ekki um þegar það er rok úti á morgnana og ískalt. Reykjavíkurborg virðist ekki ná að gera neitt fyrir foreldra í minni stöðu, engar heimgreiðslur né lausnir. Hann er of gamall til að vera hjá dagmömmu eða á ungbarnamorgnum í samfélagshúsum upp á félagsþroskann að gera. Dóttir Margrétar er aðeins sjö mánaða. Á þessum stað hleypur hann um skælbrosandi og hlæjandi með öðrum börnum á milli mismunandi skemmtilegra leiksvæða sem innihalda stóra rennibraut, sandkassa, skemmtilegt tréhús á 2 hæðum, rólur og allskonar skemmtilegt dót sem er fullkomið fyrir hans aldur. Það er virkilega gaman að fylgjast með honum þarna og geta einnig leikið við dóttur mína og spjallað við aðra foreldra. Það er líka gaman að sjá hvernig heilu fjölskyldurnar mæta saman og borða jafnvel kvöldmatinn þarna og fara svo beint heim með börnin í háttinn. Ömmur og afar hafa einnig verið að mæta með barnabörnin sín, þau geta sest í notalega sófa og fengið sér kaffi og með því á meðan. Mig langar að enda þessa litlu grein á því að þakka innilega fyrir þennan stað sem virðist eingöngu vera rekinn með hjartanu. Höfundur er móðir sem bíður eftir leikskólaplássi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Leikskólar Réttindi barna Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Sonur minn sem er 2,5 árs hefur enn ekki fengið að mæta á leikskólann sem hann komst inn á núna í haust, vegna manneklu. Það þarf að ráða inn 6 starfsmenn áður en hann má mæta, sem þýðir að það gæti mögulega gerst eftir áramót eða næsta haust. Þessi óvissa er mjög óþægileg. Leikskólinn er staðsettur fyrir framan húsið okkar og hann horfir oft á krakkana og segir „þarna gaman..krakkar róla“. Ég hef oft farið með hann út á róló, en þar er hann oft einn að róla og engin börn sjáanleg. Það vill svo heppilega til að ég er í fæðingarorlofi núna, dóttir mín er orðin 7 mánaða gömul, en þau sofa á mismunandi tímum. Ferðirnar út á róló hafa verið mislukkulegar því stelpan er stundum mjög þreytt og ekki tilbúin að sofa í vagninum. Sonur minn nær ekki að fá þá örvun sem hann þarf hérna heima og nær ekki að þroskast félagslega. Hann reynir sitt besta með því að hoppa í sófanum og hlaupa um allt ásamt ýmsum uppátækjum. Þetta er ansi snúin staða að barnið fái ekki að upplifa það að vera í kringum börn á hans aldri. Margt í boði. Eftir að hafa leitað lengi að stað sem væri skemmtilegur fyrir hann, þar sem hann getur þroskast í leik með börnum á hans aldri og aukið í leiðinni orðaforðann, þá fann ég loksins stað sem heitir Fjölskylduland sem er innileikvöllur. Þessi staður hefur gjörsamlega bjargað dögunum okkar og við náð að leika okkur saman og notið stundarinnar ásamt því að allir ná að sofa á réttum tíma. Tala nú ekki um þegar það er rok úti á morgnana og ískalt. Reykjavíkurborg virðist ekki ná að gera neitt fyrir foreldra í minni stöðu, engar heimgreiðslur né lausnir. Hann er of gamall til að vera hjá dagmömmu eða á ungbarnamorgnum í samfélagshúsum upp á félagsþroskann að gera. Dóttir Margrétar er aðeins sjö mánaða. Á þessum stað hleypur hann um skælbrosandi og hlæjandi með öðrum börnum á milli mismunandi skemmtilegra leiksvæða sem innihalda stóra rennibraut, sandkassa, skemmtilegt tréhús á 2 hæðum, rólur og allskonar skemmtilegt dót sem er fullkomið fyrir hans aldur. Það er virkilega gaman að fylgjast með honum þarna og geta einnig leikið við dóttur mína og spjallað við aðra foreldra. Það er líka gaman að sjá hvernig heilu fjölskyldurnar mæta saman og borða jafnvel kvöldmatinn þarna og fara svo beint heim með börnin í háttinn. Ömmur og afar hafa einnig verið að mæta með barnabörnin sín, þau geta sest í notalega sófa og fengið sér kaffi og með því á meðan. Mig langar að enda þessa litlu grein á því að þakka innilega fyrir þennan stað sem virðist eingöngu vera rekinn með hjartanu. Höfundur er móðir sem bíður eftir leikskólaplássi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar