Biðstaða á leikskólum -Fjölskylduland bjargar geðheilsunni Margrét Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 16:01 Sonur minn sem er 2,5 árs hefur enn ekki fengið að mæta á leikskólann sem hann komst inn á núna í haust, vegna manneklu. Það þarf að ráða inn 6 starfsmenn áður en hann má mæta, sem þýðir að það gæti mögulega gerst eftir áramót eða næsta haust. Þessi óvissa er mjög óþægileg. Leikskólinn er staðsettur fyrir framan húsið okkar og hann horfir oft á krakkana og segir „þarna gaman..krakkar róla“. Ég hef oft farið með hann út á róló, en þar er hann oft einn að róla og engin börn sjáanleg. Það vill svo heppilega til að ég er í fæðingarorlofi núna, dóttir mín er orðin 7 mánaða gömul, en þau sofa á mismunandi tímum. Ferðirnar út á róló hafa verið mislukkulegar því stelpan er stundum mjög þreytt og ekki tilbúin að sofa í vagninum. Sonur minn nær ekki að fá þá örvun sem hann þarf hérna heima og nær ekki að þroskast félagslega. Hann reynir sitt besta með því að hoppa í sófanum og hlaupa um allt ásamt ýmsum uppátækjum. Þetta er ansi snúin staða að barnið fái ekki að upplifa það að vera í kringum börn á hans aldri. Margt í boði. Eftir að hafa leitað lengi að stað sem væri skemmtilegur fyrir hann, þar sem hann getur þroskast í leik með börnum á hans aldri og aukið í leiðinni orðaforðann, þá fann ég loksins stað sem heitir Fjölskylduland sem er innileikvöllur. Þessi staður hefur gjörsamlega bjargað dögunum okkar og við náð að leika okkur saman og notið stundarinnar ásamt því að allir ná að sofa á réttum tíma. Tala nú ekki um þegar það er rok úti á morgnana og ískalt. Reykjavíkurborg virðist ekki ná að gera neitt fyrir foreldra í minni stöðu, engar heimgreiðslur né lausnir. Hann er of gamall til að vera hjá dagmömmu eða á ungbarnamorgnum í samfélagshúsum upp á félagsþroskann að gera. Dóttir Margrétar er aðeins sjö mánaða. Á þessum stað hleypur hann um skælbrosandi og hlæjandi með öðrum börnum á milli mismunandi skemmtilegra leiksvæða sem innihalda stóra rennibraut, sandkassa, skemmtilegt tréhús á 2 hæðum, rólur og allskonar skemmtilegt dót sem er fullkomið fyrir hans aldur. Það er virkilega gaman að fylgjast með honum þarna og geta einnig leikið við dóttur mína og spjallað við aðra foreldra. Það er líka gaman að sjá hvernig heilu fjölskyldurnar mæta saman og borða jafnvel kvöldmatinn þarna og fara svo beint heim með börnin í háttinn. Ömmur og afar hafa einnig verið að mæta með barnabörnin sín, þau geta sest í notalega sófa og fengið sér kaffi og með því á meðan. Mig langar að enda þessa litlu grein á því að þakka innilega fyrir þennan stað sem virðist eingöngu vera rekinn með hjartanu. Höfundur er móðir sem bíður eftir leikskólaplássi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Leikskólar Réttindi barna Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Sonur minn sem er 2,5 árs hefur enn ekki fengið að mæta á leikskólann sem hann komst inn á núna í haust, vegna manneklu. Það þarf að ráða inn 6 starfsmenn áður en hann má mæta, sem þýðir að það gæti mögulega gerst eftir áramót eða næsta haust. Þessi óvissa er mjög óþægileg. Leikskólinn er staðsettur fyrir framan húsið okkar og hann horfir oft á krakkana og segir „þarna gaman..krakkar róla“. Ég hef oft farið með hann út á róló, en þar er hann oft einn að róla og engin börn sjáanleg. Það vill svo heppilega til að ég er í fæðingarorlofi núna, dóttir mín er orðin 7 mánaða gömul, en þau sofa á mismunandi tímum. Ferðirnar út á róló hafa verið mislukkulegar því stelpan er stundum mjög þreytt og ekki tilbúin að sofa í vagninum. Sonur minn nær ekki að fá þá örvun sem hann þarf hérna heima og nær ekki að þroskast félagslega. Hann reynir sitt besta með því að hoppa í sófanum og hlaupa um allt ásamt ýmsum uppátækjum. Þetta er ansi snúin staða að barnið fái ekki að upplifa það að vera í kringum börn á hans aldri. Margt í boði. Eftir að hafa leitað lengi að stað sem væri skemmtilegur fyrir hann, þar sem hann getur þroskast í leik með börnum á hans aldri og aukið í leiðinni orðaforðann, þá fann ég loksins stað sem heitir Fjölskylduland sem er innileikvöllur. Þessi staður hefur gjörsamlega bjargað dögunum okkar og við náð að leika okkur saman og notið stundarinnar ásamt því að allir ná að sofa á réttum tíma. Tala nú ekki um þegar það er rok úti á morgnana og ískalt. Reykjavíkurborg virðist ekki ná að gera neitt fyrir foreldra í minni stöðu, engar heimgreiðslur né lausnir. Hann er of gamall til að vera hjá dagmömmu eða á ungbarnamorgnum í samfélagshúsum upp á félagsþroskann að gera. Dóttir Margrétar er aðeins sjö mánaða. Á þessum stað hleypur hann um skælbrosandi og hlæjandi með öðrum börnum á milli mismunandi skemmtilegra leiksvæða sem innihalda stóra rennibraut, sandkassa, skemmtilegt tréhús á 2 hæðum, rólur og allskonar skemmtilegt dót sem er fullkomið fyrir hans aldur. Það er virkilega gaman að fylgjast með honum þarna og geta einnig leikið við dóttur mína og spjallað við aðra foreldra. Það er líka gaman að sjá hvernig heilu fjölskyldurnar mæta saman og borða jafnvel kvöldmatinn þarna og fara svo beint heim með börnin í háttinn. Ömmur og afar hafa einnig verið að mæta með barnabörnin sín, þau geta sest í notalega sófa og fengið sér kaffi og með því á meðan. Mig langar að enda þessa litlu grein á því að þakka innilega fyrir þennan stað sem virðist eingöngu vera rekinn með hjartanu. Höfundur er móðir sem bíður eftir leikskólaplássi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar