Var á Íslandi á meðan hálf fjölskyldan fórst í loftárás Bjarki Sigurðsson skrifar 22. nóvember 2023 19:14 Fjölskylda Suleiman. Palestínumaður búsettur á Íslandi missti foreldra sína í loftárás Ísraelshers fyrir mánuði síðan. Systir hans missti fótlegg í árásinni og vonast hann til að hún geti fengið gervifót eða komið hingað til lands. Suleiman Al Masri hefur dvalið hér á landi síðan árið 2020. Hann ólst upp á Gasasvæðinu en flúði þaðan árið 2017 í leit að betra lífi. Eftir á Gasasvæðinu urðu foreldrar hans og tvær systur. Fyrir mánuði síðan voru foreldrar hans og önnur systra hans myrt í árás ísraelska hersins. Þau bjuggu í bænum Al-Fukhari sem er örfáum kílómetrum frá landamærum Gasasvæðisins og Ísrael. Þrír fjölskyldumeðlimir hans lifðu árásina af, yngri systir hans sem er sautján ára gömul og tvö börn eldri systur hans sem eru fimm og tveggja ára gömul. Systir hans, Asil, missti annan fótlegginn í árásinni og var flutt til Egyptalands þar sem gert er að sárum hennar. Hin börnin voru flutt til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Faðir Suleiman ásamt Asil, systur hans. Ayham og Salem, frændsystkini Suleiman eftir árás Ísraela. „Hún er núna þunglynd og í losti því hún sá allt sem gerðist þennan dag. Hana dreymdi um að verða læknir. Á næsta ári ætlaði hún að velja háskólann sem hún vildi fara í,“ segir Suleiman. Asil á spítala. Suleiman hafði ekki hitt föður sinn í heilt ár og móður sína í sex ár. Hann segir söknuðinn mikinn. Nú sé hins vegar hans eina ósk að systir hans fái gervifót, eða þá að henni verði komið hingað til Íslands eða til Belgíu þar sem bróðir þeirra býr. „Það væri mjög erfitt, þótt hún hefði vegabréfsáritun, að flytja hana frá spítalanum í Egyptalandi til Evrópu. Ástandið er mjög slæmt en við munum vinna í þessu og sjá til hvað gerist. Ég spurði líka fyrirtækið Össur hvort það gæti gefið systur minni gervifót,“ segir Suleiman. Alls létust 25 manns í árásinni. Hús fjölskyldunnar var gjöreyðilagt eftir árásina. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Össur Hernaður Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Suleiman Al Masri hefur dvalið hér á landi síðan árið 2020. Hann ólst upp á Gasasvæðinu en flúði þaðan árið 2017 í leit að betra lífi. Eftir á Gasasvæðinu urðu foreldrar hans og tvær systur. Fyrir mánuði síðan voru foreldrar hans og önnur systra hans myrt í árás ísraelska hersins. Þau bjuggu í bænum Al-Fukhari sem er örfáum kílómetrum frá landamærum Gasasvæðisins og Ísrael. Þrír fjölskyldumeðlimir hans lifðu árásina af, yngri systir hans sem er sautján ára gömul og tvö börn eldri systur hans sem eru fimm og tveggja ára gömul. Systir hans, Asil, missti annan fótlegginn í árásinni og var flutt til Egyptalands þar sem gert er að sárum hennar. Hin börnin voru flutt til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Faðir Suleiman ásamt Asil, systur hans. Ayham og Salem, frændsystkini Suleiman eftir árás Ísraela. „Hún er núna þunglynd og í losti því hún sá allt sem gerðist þennan dag. Hana dreymdi um að verða læknir. Á næsta ári ætlaði hún að velja háskólann sem hún vildi fara í,“ segir Suleiman. Asil á spítala. Suleiman hafði ekki hitt föður sinn í heilt ár og móður sína í sex ár. Hann segir söknuðinn mikinn. Nú sé hins vegar hans eina ósk að systir hans fái gervifót, eða þá að henni verði komið hingað til Íslands eða til Belgíu þar sem bróðir þeirra býr. „Það væri mjög erfitt, þótt hún hefði vegabréfsáritun, að flytja hana frá spítalanum í Egyptalandi til Evrópu. Ástandið er mjög slæmt en við munum vinna í þessu og sjá til hvað gerist. Ég spurði líka fyrirtækið Össur hvort það gæti gefið systur minni gervifót,“ segir Suleiman. Alls létust 25 manns í árásinni. Hús fjölskyldunnar var gjöreyðilagt eftir árásina.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Össur Hernaður Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira