Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2023 23:38 Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, tilkynnti um lokanirnar á blaðamannafundi í dag. EPA-EFE/KIMMO BRANDT Finnsk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni loka öllum landamærastöðvum utan einnar við landamæri landsins að Rússlandi. Er um að ræða aðgerð til að stemma stigu við komu hælisleitenda. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að landið starfræki átta slíkar stöðvar við 1.330 kílómetra löngu landamærin að Rússlandi. Finnsk stjórnvöld hafa sakað rússnesk yfirvöld um að beina flæði hælisleitenda til Finnlands til að hefna fyrir samstarf landsins með Bandaríkjamönnum. Þá hafa eistnesk yfirvöld sakað Rússa um hið sama. Þau saka rússnesk stjórnvöld um að reyna með þessu að raska friði í landinu og auka á óróleika á landamærum landanna. Hyggjast Eistar einnig loka landamærastöðvum á landamærum sínum að Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um ásakanirnar. Finnar hyggjast einungis hleypa fólki inn fyrir landamærin frá Rússlandi á nyrstu landamærastöðinni sem kennd er við Raja-Jooseppi. Finnar, sem gengu til liðs við NATO fyrr á þessu ári, hafa þegar lokað fjórum landamærastöðvum. Fram kemur í frétt Guardian að í þessum mánuði hafi yfir 600 hælisleitendur mætt til Finnlands frá Rússlandi. Um sé að ræða gríðarlega aukningu en allajafna komi 0-10 slíkir hælisleitendur yfir landamærin í hverjum mánuði. Eru flestir hælisleitendanna frá Miðausturlöndum og Afríku. Áður hafa litháensk og lettnesk stjórnvöld sakað stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi um að gera slíkt hið sama, sumsé að beina straumi hælisleitenda sem leitað hafa til landanna yfir til nágranna sinna. Stjórnvöld þar í landi neituðu þeim ásökunum. Finnland Rússland Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að landið starfræki átta slíkar stöðvar við 1.330 kílómetra löngu landamærin að Rússlandi. Finnsk stjórnvöld hafa sakað rússnesk yfirvöld um að beina flæði hælisleitenda til Finnlands til að hefna fyrir samstarf landsins með Bandaríkjamönnum. Þá hafa eistnesk yfirvöld sakað Rússa um hið sama. Þau saka rússnesk stjórnvöld um að reyna með þessu að raska friði í landinu og auka á óróleika á landamærum landanna. Hyggjast Eistar einnig loka landamærastöðvum á landamærum sínum að Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um ásakanirnar. Finnar hyggjast einungis hleypa fólki inn fyrir landamærin frá Rússlandi á nyrstu landamærastöðinni sem kennd er við Raja-Jooseppi. Finnar, sem gengu til liðs við NATO fyrr á þessu ári, hafa þegar lokað fjórum landamærastöðvum. Fram kemur í frétt Guardian að í þessum mánuði hafi yfir 600 hælisleitendur mætt til Finnlands frá Rússlandi. Um sé að ræða gríðarlega aukningu en allajafna komi 0-10 slíkir hælisleitendur yfir landamærin í hverjum mánuði. Eru flestir hælisleitendanna frá Miðausturlöndum og Afríku. Áður hafa litháensk og lettnesk stjórnvöld sakað stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi um að gera slíkt hið sama, sumsé að beina straumi hælisleitenda sem leitað hafa til landanna yfir til nágranna sinna. Stjórnvöld þar í landi neituðu þeim ásökunum.
Finnland Rússland Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira