Opið bréf til forsætisráðherra Guðbjörn Jónsson skrifar 23. nóvember 2023 09:01 Vegna nýrra laga um verndun innviða á Reykjanesskaganum. Ég er mikið búinn að velta vöngum yfir því frumvarpi sem lagt var fram af forsætisráðherra, í málaflokki dómsmálaráðherra, án allra skýringa, m. a. á því hvort orðið „Ráðherra“ í lagatexta eigi við forsætis- eða dómsmálaráðherra. Þá þykir mér það heyra undir nýmæli er markmið laganna kemur fram strax í fyrsta málslið, 1. gr., en í öðrum málslið, 1. gr. segi að: „Lög þessi gilda um nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna á Reykjanesskaga eftir því sem nánar greinir í ákvæðum laganna.“ Í þriðja og lokamálslið 1. gr. segir að: „Ríkislögreglustjóri fer með framkvæmd aðgerða sem tekin er ákvörðun um á grundvelli laga þessara.“ Fyrirsögn 2. gr. er:„Nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna.“ „Ráðherra sem fer með málefni almannavarna er heimilt, að fenginni tillögu ríkislögreglustjóra, að taka ákvörðun, eina eða fleiri, um nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna sem miða að því að koma í veg fyrir að mikilvægir innviðir og aðrir almannahagsmunir verði fyrir tjóni af völdum náttúruvár sem tengist eldstöðvakerfum á Reykjanesskaga.“ Þegar þið eruð að byrja undirbúning ykkar frumvarps um þetta mál, var þegar fyrir hendi í lagasafni Alþingis, nokkuð vönduð heildarlög um samþættingu og samstarf allra þeirra aðila sem komi að skipulagi og framkvæmd varna gegn Vá. Fyrsta grein þeirra laga nr. 82/2008, hefst svo: 1. gr.Markmið almannavarna. Lög þessi taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða til þess að takast á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum. Markmið almannavarna er að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkama- eða heilsutjóni, eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni, af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum og veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið.“ Þarna er um að ræða umfangsmikla lagasmíð sem tekur á mörgum þáttum almannavarna og hreint ekki beðið eftir því að óhöpp ríði yfir, heldur myndaðir hópar, æft og skipulagt. „VI. kafli.Gerð viðbragðsáætlana. 15. gr .Skylda ríkisvalds til að gera viðbragðsáætlanir. Einstök ráðuneyti og undirstofnanir þeirra skulu, í samvinnu við ríkislögreglustjóra, kanna áfallaþol þess hluta íslensks samfélags sem fellur undir starfssvið þeirra. Þá skulu einstök ráðuneyti og stofnanir á þeirra vegum, í samvinnu við ríkislögreglustjóra og í samræmi við lög sem um starfssviðið gilda, skipuleggja fyrirhuguð viðbrögð og aðgerðir samkvæmt viðbragðsáætlun þar sem m.a. er fjallað um eftirfarandi þætti: Skipulagningu aðgerða. Viðbúnað viðbragðsaðila, m.a. liðsafla, þjálfun liðsafla og útbúnað og stjórnsýsluviðbúnað. Samgöngur og fjarskipti. Framkvæmd ráðstafana á hættustundu. Samhæfingu og stjórn aðgerða viðbragðsaðila og annarra aðila. Áfallahjálp og aðstoð við þolendur. Hagvarnir, birgðir og neyðarflutninga til og frá landi. Ríkislögreglustjóri skal semja viðbragðsáætlanir varðandi þá hluta íslensks samfélags sem falla ekki undir starfssvið tiltekins ráðuneytis. Viðbragðsáætlanir skulu undirritaðar og staðfestar af réttum yfirvöldum. Þegar til þess er litið að í núverandi eldvirknihrinu á Reykjanesi, sem hófst 2021, með landrisi við fjallið Þorbjörn nærri Grindavík. Þá varð einnig ljóst að orkuverið í Svartsengi og Bláalónið, gætu einnig verið í hættu. En allt lítur út fyrir að forvarnaraðilar hafi ekkert lagst yfir mögulegar varnarleiðir. Beinlínis er hægt að lesa úr þessum lögum að t. d. hefði ríkislögreglustjóri lagt þá tillögu fyrir almannavarnarráð héraðsins að það skipulegði varnargarða til varnar orkuverunum á eldvirknisvæðum. Þar hefði líklega í mesta lagi þurft að bæta þingsályktun við gildandi lög, en ekki heilum lagbálki sem hvergi er tengdur við alla skipulags og stjórnskipulag fyrri laga. Ný lög 4 gr. Forvarnargjald. Þessi 4. gr. virðist benda til þess að þeir sem sömdu texta frumvarpsins hafi alls ekki mótað sér framhald málsins út frá eðlilegum forsendum þess. Þó meginefni frumvarpsins snúist um að auka vernd mikilvægra innviða á svæðinu, tekur sú vernd yfir fleira en húseignir. Kostnaður af slíkum forvörnum sem hér mætti jafna við væru snjóflóðavarnir, sem greiddar hafa verið úr opinberum sjóðum án sértækrar innheimtu á tilgreinda aðila. Ef innheimta ætti fjármagn til að bæta tjón vegna slíkra hamfara sem hér um ræðir, gerir stjórnarskrá okkar beinlínis ráð fyrir því að sú kvöð leggist hlutfallslega jafnt á alla sem afla sér atvinnutekna, þó þeim sem einungis hafa lífeyri úr að spila, að þeirra hlutur yrði greiddur af ríkissjóði eða lífeyrissjóði. Að telja þá eina sem eiga húseign, eiga að taka á sig greiðslu kostnaðar við gerð fyrirhugaðra varnarvirkja hinna tilteknu innviða á Reykjanesi, er alvarlegur misskilningur á jafnræðisreglu stjórnarskrár, sem birtist í 65. gr. stjórnarskrár okkar, þar sem segi að: „[Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Ég bendi á að í frumvarpi til umræddra laga, er ekkert minnst á rök eða heimildir fyrir því að stórt innviðaverkefni í þágu allra skattgreiðenda, verði einungis greitt af þeim hluta skattgreiðenda sem séu skráðir eigendur húseignar. Slík mismunun gengur gróflega gegn framangreindri 65. gr. stjórnarskrá. Ég vil því hér með skora á þig forsætisráðherra, sem fyrsta flutningsmann umrædds frumvarps, og skora einnig á ríkisstjórn þína, ásamt öðru þingliði sem samþykktuð umrædda sniðgöngu mikilvægra mannréttinda í stjórnarskrá okkar. Gangið samhent til verks og óskið eftir því við forseta Alþingis, að veitt verði heimild til að breyta upphafsákvæði 4. gr. frumvarps þar sem segir að: „Leggja skal árlegt gjald á allar húseignir sem nemur 0,08‰ af brunabótamati samkvæmt lögum um brunatryggingar. Tekjur af gjaldinu renna í ríkissjóð.“ Ef meirihluta þingmanna þykir nauðsyn að afla fjármagns hjá skattgreiðendum, einstaklingum sem lögaðilum, til umræddra varna mikilvægra innviða á Reykjanesi, er mikilvægt að slíkt sé gert á jafnræðisgrundvelli. Einnig hlýtur að sama skapi og á sama tíma að liggja fyrir greiðslustöðvun til svonefndra hælisleitenda, því þeir aðilar eru varla með forgang fram yfir mikilvæga innviðabjörgun. Ef þú Katrín, ríkisstjórn þín og aðrir þingmenn teljið umrædda lagasetningu uppfylla umrædd mannréttindi og jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár, verður óhjákvæmilega að leita álits dómstóla á réttmæti upphafs 4.gr. umræddra laga, eins og þið viljið að það hljóði. Virðingarfyllst, 22. nóv. 2023 Guðbjörn Jónsson, eldri borgari sem enn bíður eftir réttlæti þínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Vegna nýrra laga um verndun innviða á Reykjanesskaganum. Ég er mikið búinn að velta vöngum yfir því frumvarpi sem lagt var fram af forsætisráðherra, í málaflokki dómsmálaráðherra, án allra skýringa, m. a. á því hvort orðið „Ráðherra“ í lagatexta eigi við forsætis- eða dómsmálaráðherra. Þá þykir mér það heyra undir nýmæli er markmið laganna kemur fram strax í fyrsta málslið, 1. gr., en í öðrum málslið, 1. gr. segi að: „Lög þessi gilda um nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna á Reykjanesskaga eftir því sem nánar greinir í ákvæðum laganna.“ Í þriðja og lokamálslið 1. gr. segir að: „Ríkislögreglustjóri fer með framkvæmd aðgerða sem tekin er ákvörðun um á grundvelli laga þessara.“ Fyrirsögn 2. gr. er:„Nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna.“ „Ráðherra sem fer með málefni almannavarna er heimilt, að fenginni tillögu ríkislögreglustjóra, að taka ákvörðun, eina eða fleiri, um nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna sem miða að því að koma í veg fyrir að mikilvægir innviðir og aðrir almannahagsmunir verði fyrir tjóni af völdum náttúruvár sem tengist eldstöðvakerfum á Reykjanesskaga.“ Þegar þið eruð að byrja undirbúning ykkar frumvarps um þetta mál, var þegar fyrir hendi í lagasafni Alþingis, nokkuð vönduð heildarlög um samþættingu og samstarf allra þeirra aðila sem komi að skipulagi og framkvæmd varna gegn Vá. Fyrsta grein þeirra laga nr. 82/2008, hefst svo: 1. gr.Markmið almannavarna. Lög þessi taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða til þess að takast á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum. Markmið almannavarna er að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkama- eða heilsutjóni, eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni, af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum og veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið.“ Þarna er um að ræða umfangsmikla lagasmíð sem tekur á mörgum þáttum almannavarna og hreint ekki beðið eftir því að óhöpp ríði yfir, heldur myndaðir hópar, æft og skipulagt. „VI. kafli.Gerð viðbragðsáætlana. 15. gr .Skylda ríkisvalds til að gera viðbragðsáætlanir. Einstök ráðuneyti og undirstofnanir þeirra skulu, í samvinnu við ríkislögreglustjóra, kanna áfallaþol þess hluta íslensks samfélags sem fellur undir starfssvið þeirra. Þá skulu einstök ráðuneyti og stofnanir á þeirra vegum, í samvinnu við ríkislögreglustjóra og í samræmi við lög sem um starfssviðið gilda, skipuleggja fyrirhuguð viðbrögð og aðgerðir samkvæmt viðbragðsáætlun þar sem m.a. er fjallað um eftirfarandi þætti: Skipulagningu aðgerða. Viðbúnað viðbragðsaðila, m.a. liðsafla, þjálfun liðsafla og útbúnað og stjórnsýsluviðbúnað. Samgöngur og fjarskipti. Framkvæmd ráðstafana á hættustundu. Samhæfingu og stjórn aðgerða viðbragðsaðila og annarra aðila. Áfallahjálp og aðstoð við þolendur. Hagvarnir, birgðir og neyðarflutninga til og frá landi. Ríkislögreglustjóri skal semja viðbragðsáætlanir varðandi þá hluta íslensks samfélags sem falla ekki undir starfssvið tiltekins ráðuneytis. Viðbragðsáætlanir skulu undirritaðar og staðfestar af réttum yfirvöldum. Þegar til þess er litið að í núverandi eldvirknihrinu á Reykjanesi, sem hófst 2021, með landrisi við fjallið Þorbjörn nærri Grindavík. Þá varð einnig ljóst að orkuverið í Svartsengi og Bláalónið, gætu einnig verið í hættu. En allt lítur út fyrir að forvarnaraðilar hafi ekkert lagst yfir mögulegar varnarleiðir. Beinlínis er hægt að lesa úr þessum lögum að t. d. hefði ríkislögreglustjóri lagt þá tillögu fyrir almannavarnarráð héraðsins að það skipulegði varnargarða til varnar orkuverunum á eldvirknisvæðum. Þar hefði líklega í mesta lagi þurft að bæta þingsályktun við gildandi lög, en ekki heilum lagbálki sem hvergi er tengdur við alla skipulags og stjórnskipulag fyrri laga. Ný lög 4 gr. Forvarnargjald. Þessi 4. gr. virðist benda til þess að þeir sem sömdu texta frumvarpsins hafi alls ekki mótað sér framhald málsins út frá eðlilegum forsendum þess. Þó meginefni frumvarpsins snúist um að auka vernd mikilvægra innviða á svæðinu, tekur sú vernd yfir fleira en húseignir. Kostnaður af slíkum forvörnum sem hér mætti jafna við væru snjóflóðavarnir, sem greiddar hafa verið úr opinberum sjóðum án sértækrar innheimtu á tilgreinda aðila. Ef innheimta ætti fjármagn til að bæta tjón vegna slíkra hamfara sem hér um ræðir, gerir stjórnarskrá okkar beinlínis ráð fyrir því að sú kvöð leggist hlutfallslega jafnt á alla sem afla sér atvinnutekna, þó þeim sem einungis hafa lífeyri úr að spila, að þeirra hlutur yrði greiddur af ríkissjóði eða lífeyrissjóði. Að telja þá eina sem eiga húseign, eiga að taka á sig greiðslu kostnaðar við gerð fyrirhugaðra varnarvirkja hinna tilteknu innviða á Reykjanesi, er alvarlegur misskilningur á jafnræðisreglu stjórnarskrár, sem birtist í 65. gr. stjórnarskrár okkar, þar sem segi að: „[Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Ég bendi á að í frumvarpi til umræddra laga, er ekkert minnst á rök eða heimildir fyrir því að stórt innviðaverkefni í þágu allra skattgreiðenda, verði einungis greitt af þeim hluta skattgreiðenda sem séu skráðir eigendur húseignar. Slík mismunun gengur gróflega gegn framangreindri 65. gr. stjórnarskrá. Ég vil því hér með skora á þig forsætisráðherra, sem fyrsta flutningsmann umrædds frumvarps, og skora einnig á ríkisstjórn þína, ásamt öðru þingliði sem samþykktuð umrædda sniðgöngu mikilvægra mannréttinda í stjórnarskrá okkar. Gangið samhent til verks og óskið eftir því við forseta Alþingis, að veitt verði heimild til að breyta upphafsákvæði 4. gr. frumvarps þar sem segir að: „Leggja skal árlegt gjald á allar húseignir sem nemur 0,08‰ af brunabótamati samkvæmt lögum um brunatryggingar. Tekjur af gjaldinu renna í ríkissjóð.“ Ef meirihluta þingmanna þykir nauðsyn að afla fjármagns hjá skattgreiðendum, einstaklingum sem lögaðilum, til umræddra varna mikilvægra innviða á Reykjanesi, er mikilvægt að slíkt sé gert á jafnræðisgrundvelli. Einnig hlýtur að sama skapi og á sama tíma að liggja fyrir greiðslustöðvun til svonefndra hælisleitenda, því þeir aðilar eru varla með forgang fram yfir mikilvæga innviðabjörgun. Ef þú Katrín, ríkisstjórn þín og aðrir þingmenn teljið umrædda lagasetningu uppfylla umrædd mannréttindi og jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár, verður óhjákvæmilega að leita álits dómstóla á réttmæti upphafs 4.gr. umræddra laga, eins og þið viljið að það hljóði. Virðingarfyllst, 22. nóv. 2023 Guðbjörn Jónsson, eldri borgari sem enn bíður eftir réttlæti þínu.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun