Utan vallar: Ísland og hin heimilislausu liðin drógust saman í umspili EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2023 10:01 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska landsliðinu vissu alltaf að þeir myndu ekki spila umspilsleikina á Íslandi. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið er nú aðeins tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi næsta sumar. Eftir þung og erfið síðustu ár hjá landsliðinu þá er tilefni til bjartsýni nú þegar það er raunhæfur möguleiki að komast í hóp þeirra 24 þjóða sem keppa um Evrópumeistaratitilinn sumarið 2024. Íslenska liðið var síðasta liðið inn í umspilið um laus þrjú sæti og endaði síðan í B-deildarumspilinu eftir dráttinn í gær. Það er alltaf talað um að það skipti mestu máli að fá heimaleik en þegar þú ert ekki með heimavöll þá er nú hægt að segja að Knattspyrnusamband Íslands hafði í raun heppnina með sér með að lenda á útivelli í báðum leikjunum. Það var reyndar alltaf ljóst að fyrri leikurinn yrði á útivelli. Laugardalsvöllurinn hýsir ekki fótboltaleik í mars og því hefði KSÍ þurft að finna hentugan leikvang erlendis til að taka af sér hlutverk heimavallar Íslands. Það er ef íslenska liðið kæmist í úrslitaleikinn um laust sæti. Sá leikur er bara fjórum dögum eftir undanúrslitaleikinn og því hefði þurft að gera ráðstafanir og leigja leikvang hvernig sem færi. Jú, heimaleikur Íslands hefði ekki farið fram á Íslandi. Þessu hefur verið hótað af Alþjóðasamböndum í handbolta og körfubolta þar sem íþróttahöllin okkar í Laugardalnum er á endalausum undanþágum en hefði orðið að veruleika fyrir fótboltalandsliðið í mars. Þess í stað mætir Ísland hinum heimilislausu liðum evrópska landsliðsfótboltans. Það eru þó ekki skortur á nothæfum þjóðarleikvangi sem kemur í veg fyrir heimaleikina þeirra eins og hjá okkur Íslendingum. Stríðsástand í Úkraínu og Ísrael sjá til þess að landslið þeirra þurfa að spila heimaleiki sína erlendis. Ísland mætir Ísrael á útivelli undanúrslitum umspilsins en sá leikur verður spilaður á hlutlausum velli. Líklegast er að sá leikur fari fram í Ungverjalandi og þá jafnvel í Búdapest þar sem leið Íslands á síðasta Evrópumót endaði með grátlegu tapi. Takist okkar strákum að slá út Ísraelsmenn þá bíður liðsins annar útileikur á móti annaðhvort Úkraínu eða Bosníu sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Verði það Úkraína verður leikurinn á hlutlausum velli en úkraínska liðið hefur spilað leiki sína í Póllandi, Slóvakíu, Tékklandi og Þýskalandi í þessar undankeppni. Það var kannski við hæfi að heimilislausu landsliðin lendi saman í umspilinu. Það eru auðvitað mjög sorglegar ástæður fyrir því Úkraína og Ísrael geti ekki spilað heima hjá sér en hreinlega vandræðalegt fyrir Ísland að vera í þessari stöðu. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Utan vallar Tengdar fréttir Åge hefur trú á Íslandi í umspilinu: „Í fótbolta er ekkert ómögulegt“ Age Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýst vel á möguleika liðsins í umspili fyrir EM. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins og hefur Hareide trú á því að liðið geti tryggt sér sæti á EM. Hann vonast til að allir bestu og reyndustu leikmenn Íslands verði klárir í baráttuna í mars. 23. nóvember 2023 15:27 Þurfum söguleg úrslit: Ísland hefur aldrei unnið Ísrael Íslenska karlalandsliðið þarf að brjóta blað í sögunni til þess að tryggja sér sæti í úrslitum EM-umspilsins í mars á næsta ári. Liðið leikur undanúrslitaleik við Ísrael í mars. 23. nóvember 2023 11:44 Mæta Ísrael í umspilinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. 23. nóvember 2023 11:15 Litlar sem engar líkur taldar á EM sæti Íslands Tölfræðiveitan Football Meets Data hefur reiknað út líkur þeirra liða, sem taka þátt í umspili um laust sæti á EM 2024 í fótbolta, á að tryggja sér sæti á EM í gegnum umspilið. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í umspilinu. 23. nóvember 2023 23:30 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Eftir þung og erfið síðustu ár hjá landsliðinu þá er tilefni til bjartsýni nú þegar það er raunhæfur möguleiki að komast í hóp þeirra 24 þjóða sem keppa um Evrópumeistaratitilinn sumarið 2024. Íslenska liðið var síðasta liðið inn í umspilið um laus þrjú sæti og endaði síðan í B-deildarumspilinu eftir dráttinn í gær. Það er alltaf talað um að það skipti mestu máli að fá heimaleik en þegar þú ert ekki með heimavöll þá er nú hægt að segja að Knattspyrnusamband Íslands hafði í raun heppnina með sér með að lenda á útivelli í báðum leikjunum. Það var reyndar alltaf ljóst að fyrri leikurinn yrði á útivelli. Laugardalsvöllurinn hýsir ekki fótboltaleik í mars og því hefði KSÍ þurft að finna hentugan leikvang erlendis til að taka af sér hlutverk heimavallar Íslands. Það er ef íslenska liðið kæmist í úrslitaleikinn um laust sæti. Sá leikur er bara fjórum dögum eftir undanúrslitaleikinn og því hefði þurft að gera ráðstafanir og leigja leikvang hvernig sem færi. Jú, heimaleikur Íslands hefði ekki farið fram á Íslandi. Þessu hefur verið hótað af Alþjóðasamböndum í handbolta og körfubolta þar sem íþróttahöllin okkar í Laugardalnum er á endalausum undanþágum en hefði orðið að veruleika fyrir fótboltalandsliðið í mars. Þess í stað mætir Ísland hinum heimilislausu liðum evrópska landsliðsfótboltans. Það eru þó ekki skortur á nothæfum þjóðarleikvangi sem kemur í veg fyrir heimaleikina þeirra eins og hjá okkur Íslendingum. Stríðsástand í Úkraínu og Ísrael sjá til þess að landslið þeirra þurfa að spila heimaleiki sína erlendis. Ísland mætir Ísrael á útivelli undanúrslitum umspilsins en sá leikur verður spilaður á hlutlausum velli. Líklegast er að sá leikur fari fram í Ungverjalandi og þá jafnvel í Búdapest þar sem leið Íslands á síðasta Evrópumót endaði með grátlegu tapi. Takist okkar strákum að slá út Ísraelsmenn þá bíður liðsins annar útileikur á móti annaðhvort Úkraínu eða Bosníu sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Verði það Úkraína verður leikurinn á hlutlausum velli en úkraínska liðið hefur spilað leiki sína í Póllandi, Slóvakíu, Tékklandi og Þýskalandi í þessar undankeppni. Það var kannski við hæfi að heimilislausu landsliðin lendi saman í umspilinu. Það eru auðvitað mjög sorglegar ástæður fyrir því Úkraína og Ísrael geti ekki spilað heima hjá sér en hreinlega vandræðalegt fyrir Ísland að vera í þessari stöðu.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Utan vallar Tengdar fréttir Åge hefur trú á Íslandi í umspilinu: „Í fótbolta er ekkert ómögulegt“ Age Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýst vel á möguleika liðsins í umspili fyrir EM. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins og hefur Hareide trú á því að liðið geti tryggt sér sæti á EM. Hann vonast til að allir bestu og reyndustu leikmenn Íslands verði klárir í baráttuna í mars. 23. nóvember 2023 15:27 Þurfum söguleg úrslit: Ísland hefur aldrei unnið Ísrael Íslenska karlalandsliðið þarf að brjóta blað í sögunni til þess að tryggja sér sæti í úrslitum EM-umspilsins í mars á næsta ári. Liðið leikur undanúrslitaleik við Ísrael í mars. 23. nóvember 2023 11:44 Mæta Ísrael í umspilinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. 23. nóvember 2023 11:15 Litlar sem engar líkur taldar á EM sæti Íslands Tölfræðiveitan Football Meets Data hefur reiknað út líkur þeirra liða, sem taka þátt í umspili um laust sæti á EM 2024 í fótbolta, á að tryggja sér sæti á EM í gegnum umspilið. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í umspilinu. 23. nóvember 2023 23:30 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Åge hefur trú á Íslandi í umspilinu: „Í fótbolta er ekkert ómögulegt“ Age Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýst vel á möguleika liðsins í umspili fyrir EM. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins og hefur Hareide trú á því að liðið geti tryggt sér sæti á EM. Hann vonast til að allir bestu og reyndustu leikmenn Íslands verði klárir í baráttuna í mars. 23. nóvember 2023 15:27
Þurfum söguleg úrslit: Ísland hefur aldrei unnið Ísrael Íslenska karlalandsliðið þarf að brjóta blað í sögunni til þess að tryggja sér sæti í úrslitum EM-umspilsins í mars á næsta ári. Liðið leikur undanúrslitaleik við Ísrael í mars. 23. nóvember 2023 11:44
Mæta Ísrael í umspilinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. 23. nóvember 2023 11:15
Litlar sem engar líkur taldar á EM sæti Íslands Tölfræðiveitan Football Meets Data hefur reiknað út líkur þeirra liða, sem taka þátt í umspili um laust sæti á EM 2024 í fótbolta, á að tryggja sér sæti á EM í gegnum umspilið. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í umspilinu. 23. nóvember 2023 23:30