Marel rauk upp áður en lokað var fyrir viðskipti Árni Sæberg skrifar 24. nóvember 2023 10:24 Árni Sigurðsson er starfandi forstjóri Marel. Marel Lokað var fyrir viðskipti með hlutabréf í Marel í morgun. Gengi bréfanna rauk upp um tæplega þrjátíu prósent í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var um óskuldbindandi viljayfirlýsingu um kaup á öllu hlutafé félagins. Opnað hefur verið fyrir viðskiptin á ný. Í tilkynningu Marels til Kauphallar í morgun sagði að félaginu hefði borist óskuldbindandi viljayfirlýsing varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu. „Í viljayfirlýsingunni kemur skýrt fram að ekki sé um að ræða lagalega bindandi skuldbindingu og að verði valkvætt yfirtökutilboð lagt fram á síðari stigum, yrði slíkt tilboð háð margvíslegum skilyrðum. Viljayfirlýsingunni fylgdi óafturkallanleg yfirlýsing Eyris Invest hf., eiganda 24,7% hlutafjár í Marel, um samþykki Eyris Invest hf. verði tilboð lagt fram í tengslum við viljayfirlýsinguna,“ sagði í tilkynningunni. Fjárfestar biðu ekki boðanna í morgun og á fyrstu mínútunum eftir opnun markaðar var gengi bréfa í félaginu komið upp um þrjátíu prósent. Þegar þessi frétt var skrifuð hafði gengið farið upp um 28,57 prósent en á vef Kauphallarinnar sagði einfaldlega „suspended or halted“ eða „frestað eða stöðvað“ á síðu Marels í morgun. Heimild til að stöðva viðskipti vegna mikilla sveifla Í lögum um markaði fyrir fjármálagerninga segir að rekstraraðila markaðar, sem starfrækir markaðstorg fjármálagerninga eða skipulegt markaðstorg, sé heimilt að stöðva tímabundið viðskipti með fjármálagerning eða taka hann úr viðskiptum, uppfylli hann ekki lengur reglur markaðstorgsins. Þá segir einnig í lögunum að skipulegur markaður skuli vera fær um að stöðva tímabundið eða takmarka viðskipti þegar verðsveiflur verða á fjármálagerningi, á stuttu tímabili, á þeim markaði eða tengdum markaði og geta í undantekningartilvikum fellt niður, breytt eða leiðrétt viðskipti. Telja verður að stöðvun viðskipta með bréf í Marel sé til komin af síðarnefndri heimild laganna. Ekki hefur náðst í Magnús Harðarson, forstjóra Kauphallarinnar, við vinnslu fréttarinnar. Hollendingurinn lokar líka Bréf í Marel eru einnig til kaupa og sölu í kauphöllinni í Amsterdam í Hollandi. Þar hefur gengi bréfanna hækkað um 29,2 prósent í dag. Þar hafði engin ákvörðun verið tekin um stöðvun viðskipta með bréfin þegar þessi frétt var skrifuð en eftir að tilkynning barst um hver stæði að baki tilboðinu var lokað fyrir viðskipti. Síðan þá hefur aftur verið opnað fyrir viðskipti með bréf í Marel bæði hér heima og í Hollandi. Kaup og sala fyrirtækja Marel Kauphöllin Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira
Í tilkynningu Marels til Kauphallar í morgun sagði að félaginu hefði borist óskuldbindandi viljayfirlýsing varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu. „Í viljayfirlýsingunni kemur skýrt fram að ekki sé um að ræða lagalega bindandi skuldbindingu og að verði valkvætt yfirtökutilboð lagt fram á síðari stigum, yrði slíkt tilboð háð margvíslegum skilyrðum. Viljayfirlýsingunni fylgdi óafturkallanleg yfirlýsing Eyris Invest hf., eiganda 24,7% hlutafjár í Marel, um samþykki Eyris Invest hf. verði tilboð lagt fram í tengslum við viljayfirlýsinguna,“ sagði í tilkynningunni. Fjárfestar biðu ekki boðanna í morgun og á fyrstu mínútunum eftir opnun markaðar var gengi bréfa í félaginu komið upp um þrjátíu prósent. Þegar þessi frétt var skrifuð hafði gengið farið upp um 28,57 prósent en á vef Kauphallarinnar sagði einfaldlega „suspended or halted“ eða „frestað eða stöðvað“ á síðu Marels í morgun. Heimild til að stöðva viðskipti vegna mikilla sveifla Í lögum um markaði fyrir fjármálagerninga segir að rekstraraðila markaðar, sem starfrækir markaðstorg fjármálagerninga eða skipulegt markaðstorg, sé heimilt að stöðva tímabundið viðskipti með fjármálagerning eða taka hann úr viðskiptum, uppfylli hann ekki lengur reglur markaðstorgsins. Þá segir einnig í lögunum að skipulegur markaður skuli vera fær um að stöðva tímabundið eða takmarka viðskipti þegar verðsveiflur verða á fjármálagerningi, á stuttu tímabili, á þeim markaði eða tengdum markaði og geta í undantekningartilvikum fellt niður, breytt eða leiðrétt viðskipti. Telja verður að stöðvun viðskipta með bréf í Marel sé til komin af síðarnefndri heimild laganna. Ekki hefur náðst í Magnús Harðarson, forstjóra Kauphallarinnar, við vinnslu fréttarinnar. Hollendingurinn lokar líka Bréf í Marel eru einnig til kaupa og sölu í kauphöllinni í Amsterdam í Hollandi. Þar hefur gengi bréfanna hækkað um 29,2 prósent í dag. Þar hafði engin ákvörðun verið tekin um stöðvun viðskipta með bréfin þegar þessi frétt var skrifuð en eftir að tilkynning barst um hver stæði að baki tilboðinu var lokað fyrir viðskipti. Síðan þá hefur aftur verið opnað fyrir viðskipti með bréf í Marel bæði hér heima og í Hollandi.
Kaup og sala fyrirtækja Marel Kauphöllin Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira