Kanadísk „ofursvín“ ógna Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2023 11:23 Villisvín sem lentu í gildru í Minnesota. AP/David Carson Íbúar nokkurra ríkja í norðanverðum Bandaríkjunum óttast innrás kanadískra „ofursvína“ og eru að grípa til aðgerða gegn þeim. Stofn svínanna hefur stækkað gífurlega í Kanada og óttast sérfræðingar þar að svínin muni valda hamförum á lífríkinu þar. Svínin sem um ræðir finnast í Alberta, Saskatchewan og Manitoba-fylkjum Kanada en þau eru blendingar villisvína og alisvína. Þau eru sögð hafa getu villisvína til að lifa af í náttúrunni og hafa stærð og frjósemi alisvína og því eru þau kölluð „ofursvín“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan hefur eftir Ryan Brook, kanadískum prófessor við Háskólann í Saskatchewan, að villisvín þessu séu heimsins versta innrásar-dýrategund og allt stefni í „lífríkis-lestarslys“. Hleyptu svínunum út í náttúruna í reiði Svín eru ekki innfædd í Norður-Ameríku, en sjómenn frá Evrópu fluttu þau til heimsálfunnar á öldum áður. Á níunda áratug síðustu alda hvöttu yfirvöld í Kanada bændur til að rækta villisvín en markaðurinn hrundi upp úr 2000. Þá skáru margir bændur einfaldlega á girðingar sínar og hleyptu svínunum út í náttúruna. Svínin reyndust merkilega góð í því að lifa af veturinn í Kanada. Þau éta nánast allt sem að kjafti kemur, hvort sem það eru matjurtir eða önnur dýr, róta upp ræktunarland í leit að skordýrum og rótum og geta þar að auki dreift sjúkdómum til alisvína. Villisvín geta valdið miklum skaða á landi þegar þau róta eftir skordýrum og rótum.AP/Gerald Herbert Svínin geta orðið allt að 150 kíló að þyngd, eru með þykkan feld sem ver þau gegn kuldanum og geta ferðast meira en fjörutíu kílómetra á dag. Svínin geta verið árásargjörn og eru talin hættuleg. Þá fjölga ofursvínin sér mjög hratt. Ein gylta getur eignast sex grísi í einu goti og getur gotið tvisvar sinnum á ári. Samkvæmt Brook felur það í sér að hægt væri að drepa 65 prósent af öllum stofninum á ári hverju en ofursvínunum myndi samt fjölga. Þá er erfitt að veiða svínin auk þess sem veiðar gera þau varari um sig og þau byrja að fara frekar á kreik á næturnar, sem gerir enn erfiðara að veiða þau. Ríkisútvarp Kanada hafði eftir Brook í fyrra að svínin myndu á endanum byrja að herja á borgir í Alberta-fylki, þar sem yfirvöld hafa reynt að útrýma svínunum í áratugi en án árangurs. „Þau eru ótrúlega hreyfanleg, mjög gáfuð og éta nánast hvað sem er. Þau geta lifað af í allskonar umhverfum,“ sagði Brook þá. Hér að neðan má sjá ítarlega sjónvarpsfrétt kanadíska miðilsins Global News um villisvín í Norður-Ameríku frá því í fyrra. Skoða gildrur og eitur Eins og áður segir eru ráðamenn í norðanverðum Bandaríkjunum farnir að hugsa um hvernig hægt sé að stöðva innrás ofursvínanna eða draga úr því tjóni sem slík innrás myndi valda. Meðal þeirra leiða sem verið er að skoða er að setja upp gildrur eða fanga svínin með netabyssum sem skotið er af úr þyrlum. Einnig er verið að skoða leiðir til að eitra fyrir svínunum en það þykir erfitt, þar sem önnur dýr gætu étið eitrið. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna notar flugvélar og dróna til að vakta landamærin við Kanada. Villisvín finnst víða í Bandaríkjunum og þá helst í suðurríkjunum. Þessi svín voru mynduð í Texas.AP/Eric Gay Brook segir mikilvægt að koma upp góðu vöktunarkerfi og finna villt ofursvín fljótt eftir að þau stinga upp kollinum og bregðast strax við. Í Manitoba hefur verið sett upp sérstök síða þar sem fólk getur tilkynnt villisvín og er meðal annars verið að skoða slíkt kerfi í Bandaríkjunum. Bandaríkin Dýr Kanada Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Sjá meira
Svínin sem um ræðir finnast í Alberta, Saskatchewan og Manitoba-fylkjum Kanada en þau eru blendingar villisvína og alisvína. Þau eru sögð hafa getu villisvína til að lifa af í náttúrunni og hafa stærð og frjósemi alisvína og því eru þau kölluð „ofursvín“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan hefur eftir Ryan Brook, kanadískum prófessor við Háskólann í Saskatchewan, að villisvín þessu séu heimsins versta innrásar-dýrategund og allt stefni í „lífríkis-lestarslys“. Hleyptu svínunum út í náttúruna í reiði Svín eru ekki innfædd í Norður-Ameríku, en sjómenn frá Evrópu fluttu þau til heimsálfunnar á öldum áður. Á níunda áratug síðustu alda hvöttu yfirvöld í Kanada bændur til að rækta villisvín en markaðurinn hrundi upp úr 2000. Þá skáru margir bændur einfaldlega á girðingar sínar og hleyptu svínunum út í náttúruna. Svínin reyndust merkilega góð í því að lifa af veturinn í Kanada. Þau éta nánast allt sem að kjafti kemur, hvort sem það eru matjurtir eða önnur dýr, róta upp ræktunarland í leit að skordýrum og rótum og geta þar að auki dreift sjúkdómum til alisvína. Villisvín geta valdið miklum skaða á landi þegar þau róta eftir skordýrum og rótum.AP/Gerald Herbert Svínin geta orðið allt að 150 kíló að þyngd, eru með þykkan feld sem ver þau gegn kuldanum og geta ferðast meira en fjörutíu kílómetra á dag. Svínin geta verið árásargjörn og eru talin hættuleg. Þá fjölga ofursvínin sér mjög hratt. Ein gylta getur eignast sex grísi í einu goti og getur gotið tvisvar sinnum á ári. Samkvæmt Brook felur það í sér að hægt væri að drepa 65 prósent af öllum stofninum á ári hverju en ofursvínunum myndi samt fjölga. Þá er erfitt að veiða svínin auk þess sem veiðar gera þau varari um sig og þau byrja að fara frekar á kreik á næturnar, sem gerir enn erfiðara að veiða þau. Ríkisútvarp Kanada hafði eftir Brook í fyrra að svínin myndu á endanum byrja að herja á borgir í Alberta-fylki, þar sem yfirvöld hafa reynt að útrýma svínunum í áratugi en án árangurs. „Þau eru ótrúlega hreyfanleg, mjög gáfuð og éta nánast hvað sem er. Þau geta lifað af í allskonar umhverfum,“ sagði Brook þá. Hér að neðan má sjá ítarlega sjónvarpsfrétt kanadíska miðilsins Global News um villisvín í Norður-Ameríku frá því í fyrra. Skoða gildrur og eitur Eins og áður segir eru ráðamenn í norðanverðum Bandaríkjunum farnir að hugsa um hvernig hægt sé að stöðva innrás ofursvínanna eða draga úr því tjóni sem slík innrás myndi valda. Meðal þeirra leiða sem verið er að skoða er að setja upp gildrur eða fanga svínin með netabyssum sem skotið er af úr þyrlum. Einnig er verið að skoða leiðir til að eitra fyrir svínunum en það þykir erfitt, þar sem önnur dýr gætu étið eitrið. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna notar flugvélar og dróna til að vakta landamærin við Kanada. Villisvín finnst víða í Bandaríkjunum og þá helst í suðurríkjunum. Þessi svín voru mynduð í Texas.AP/Eric Gay Brook segir mikilvægt að koma upp góðu vöktunarkerfi og finna villt ofursvín fljótt eftir að þau stinga upp kollinum og bregðast strax við. Í Manitoba hefur verið sett upp sérstök síða þar sem fólk getur tilkynnt villisvín og er meðal annars verið að skoða slíkt kerfi í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Dýr Kanada Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Sjá meira