Kanadísk „ofursvín“ ógna Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2023 11:23 Villisvín sem lentu í gildru í Minnesota. AP/David Carson Íbúar nokkurra ríkja í norðanverðum Bandaríkjunum óttast innrás kanadískra „ofursvína“ og eru að grípa til aðgerða gegn þeim. Stofn svínanna hefur stækkað gífurlega í Kanada og óttast sérfræðingar þar að svínin muni valda hamförum á lífríkinu þar. Svínin sem um ræðir finnast í Alberta, Saskatchewan og Manitoba-fylkjum Kanada en þau eru blendingar villisvína og alisvína. Þau eru sögð hafa getu villisvína til að lifa af í náttúrunni og hafa stærð og frjósemi alisvína og því eru þau kölluð „ofursvín“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan hefur eftir Ryan Brook, kanadískum prófessor við Háskólann í Saskatchewan, að villisvín þessu séu heimsins versta innrásar-dýrategund og allt stefni í „lífríkis-lestarslys“. Hleyptu svínunum út í náttúruna í reiði Svín eru ekki innfædd í Norður-Ameríku, en sjómenn frá Evrópu fluttu þau til heimsálfunnar á öldum áður. Á níunda áratug síðustu alda hvöttu yfirvöld í Kanada bændur til að rækta villisvín en markaðurinn hrundi upp úr 2000. Þá skáru margir bændur einfaldlega á girðingar sínar og hleyptu svínunum út í náttúruna. Svínin reyndust merkilega góð í því að lifa af veturinn í Kanada. Þau éta nánast allt sem að kjafti kemur, hvort sem það eru matjurtir eða önnur dýr, róta upp ræktunarland í leit að skordýrum og rótum og geta þar að auki dreift sjúkdómum til alisvína. Villisvín geta valdið miklum skaða á landi þegar þau róta eftir skordýrum og rótum.AP/Gerald Herbert Svínin geta orðið allt að 150 kíló að þyngd, eru með þykkan feld sem ver þau gegn kuldanum og geta ferðast meira en fjörutíu kílómetra á dag. Svínin geta verið árásargjörn og eru talin hættuleg. Þá fjölga ofursvínin sér mjög hratt. Ein gylta getur eignast sex grísi í einu goti og getur gotið tvisvar sinnum á ári. Samkvæmt Brook felur það í sér að hægt væri að drepa 65 prósent af öllum stofninum á ári hverju en ofursvínunum myndi samt fjölga. Þá er erfitt að veiða svínin auk þess sem veiðar gera þau varari um sig og þau byrja að fara frekar á kreik á næturnar, sem gerir enn erfiðara að veiða þau. Ríkisútvarp Kanada hafði eftir Brook í fyrra að svínin myndu á endanum byrja að herja á borgir í Alberta-fylki, þar sem yfirvöld hafa reynt að útrýma svínunum í áratugi en án árangurs. „Þau eru ótrúlega hreyfanleg, mjög gáfuð og éta nánast hvað sem er. Þau geta lifað af í allskonar umhverfum,“ sagði Brook þá. Hér að neðan má sjá ítarlega sjónvarpsfrétt kanadíska miðilsins Global News um villisvín í Norður-Ameríku frá því í fyrra. Skoða gildrur og eitur Eins og áður segir eru ráðamenn í norðanverðum Bandaríkjunum farnir að hugsa um hvernig hægt sé að stöðva innrás ofursvínanna eða draga úr því tjóni sem slík innrás myndi valda. Meðal þeirra leiða sem verið er að skoða er að setja upp gildrur eða fanga svínin með netabyssum sem skotið er af úr þyrlum. Einnig er verið að skoða leiðir til að eitra fyrir svínunum en það þykir erfitt, þar sem önnur dýr gætu étið eitrið. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna notar flugvélar og dróna til að vakta landamærin við Kanada. Villisvín finnst víða í Bandaríkjunum og þá helst í suðurríkjunum. Þessi svín voru mynduð í Texas.AP/Eric Gay Brook segir mikilvægt að koma upp góðu vöktunarkerfi og finna villt ofursvín fljótt eftir að þau stinga upp kollinum og bregðast strax við. Í Manitoba hefur verið sett upp sérstök síða þar sem fólk getur tilkynnt villisvín og er meðal annars verið að skoða slíkt kerfi í Bandaríkjunum. Bandaríkin Dýr Kanada Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Svínin sem um ræðir finnast í Alberta, Saskatchewan og Manitoba-fylkjum Kanada en þau eru blendingar villisvína og alisvína. Þau eru sögð hafa getu villisvína til að lifa af í náttúrunni og hafa stærð og frjósemi alisvína og því eru þau kölluð „ofursvín“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan hefur eftir Ryan Brook, kanadískum prófessor við Háskólann í Saskatchewan, að villisvín þessu séu heimsins versta innrásar-dýrategund og allt stefni í „lífríkis-lestarslys“. Hleyptu svínunum út í náttúruna í reiði Svín eru ekki innfædd í Norður-Ameríku, en sjómenn frá Evrópu fluttu þau til heimsálfunnar á öldum áður. Á níunda áratug síðustu alda hvöttu yfirvöld í Kanada bændur til að rækta villisvín en markaðurinn hrundi upp úr 2000. Þá skáru margir bændur einfaldlega á girðingar sínar og hleyptu svínunum út í náttúruna. Svínin reyndust merkilega góð í því að lifa af veturinn í Kanada. Þau éta nánast allt sem að kjafti kemur, hvort sem það eru matjurtir eða önnur dýr, róta upp ræktunarland í leit að skordýrum og rótum og geta þar að auki dreift sjúkdómum til alisvína. Villisvín geta valdið miklum skaða á landi þegar þau róta eftir skordýrum og rótum.AP/Gerald Herbert Svínin geta orðið allt að 150 kíló að þyngd, eru með þykkan feld sem ver þau gegn kuldanum og geta ferðast meira en fjörutíu kílómetra á dag. Svínin geta verið árásargjörn og eru talin hættuleg. Þá fjölga ofursvínin sér mjög hratt. Ein gylta getur eignast sex grísi í einu goti og getur gotið tvisvar sinnum á ári. Samkvæmt Brook felur það í sér að hægt væri að drepa 65 prósent af öllum stofninum á ári hverju en ofursvínunum myndi samt fjölga. Þá er erfitt að veiða svínin auk þess sem veiðar gera þau varari um sig og þau byrja að fara frekar á kreik á næturnar, sem gerir enn erfiðara að veiða þau. Ríkisútvarp Kanada hafði eftir Brook í fyrra að svínin myndu á endanum byrja að herja á borgir í Alberta-fylki, þar sem yfirvöld hafa reynt að útrýma svínunum í áratugi en án árangurs. „Þau eru ótrúlega hreyfanleg, mjög gáfuð og éta nánast hvað sem er. Þau geta lifað af í allskonar umhverfum,“ sagði Brook þá. Hér að neðan má sjá ítarlega sjónvarpsfrétt kanadíska miðilsins Global News um villisvín í Norður-Ameríku frá því í fyrra. Skoða gildrur og eitur Eins og áður segir eru ráðamenn í norðanverðum Bandaríkjunum farnir að hugsa um hvernig hægt sé að stöðva innrás ofursvínanna eða draga úr því tjóni sem slík innrás myndi valda. Meðal þeirra leiða sem verið er að skoða er að setja upp gildrur eða fanga svínin með netabyssum sem skotið er af úr þyrlum. Einnig er verið að skoða leiðir til að eitra fyrir svínunum en það þykir erfitt, þar sem önnur dýr gætu étið eitrið. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna notar flugvélar og dróna til að vakta landamærin við Kanada. Villisvín finnst víða í Bandaríkjunum og þá helst í suðurríkjunum. Þessi svín voru mynduð í Texas.AP/Eric Gay Brook segir mikilvægt að koma upp góðu vöktunarkerfi og finna villt ofursvín fljótt eftir að þau stinga upp kollinum og bregðast strax við. Í Manitoba hefur verið sett upp sérstök síða þar sem fólk getur tilkynnt villisvín og er meðal annars verið að skoða slíkt kerfi í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Dýr Kanada Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira