Tilboðið í Marel í lægri kantinum Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2023 11:57 Snorri Jakobsson (t.v.) segir tilboð JBT í Marel vera í lægri kantinum. Til hægri er Árni Sigurðsson, starfandi forstjóri Marel. Vísir/Egill/Marel Bandarískt fyrirtæki hefur greint frá áhuga sínum á að kaupa Marel. Er mögulegt tilboð 38 prósent hærra en verðmat Marel á íslenskum markaði. Greinandi segir tilboðið þó vera í lægri kantinum. Í morgun var greint frá því að bandaríska fyrirtækið JBT hafi lagt fram óskuldbindandi viljayfirlýsingu varðandi mögulegt yfirtökutilboð í íslenska tæknifyrirtækið Marel. Lokuðu fyrir viðskipti Marel rauk upp um þrjátíu prósent, bæði í íslensku og hollensku kauphöllinni, vegna yfirlýsingarinnar. Lokað var fyrir viðskipti með bréfin í báðum kauphöllum um stund vegna þessarar miklu sveiflu. Mögulega vill fyrirtækið kaupa allt hlutaféð á 363 milljarða króna. Það verðmat er 38 prósent hærra en verð Marel var miðað við lokun markaða í gær. Svartur föstudagur alla daga Snorri Jakobsson, eigandi Jakobsson Capital, segir þessa hækkun verðmats ekki koma á óvart. „Alltaf þegar það er yfirtökutilboð, þá verður að bjóða hærra heldur en gengið er á markaði. Svo almennt er svartur föstudagur alla daga í Kauphöllinni á Íslandi. Almennt er hlutabréfaverð á Íslandi umtalsvert lægra heldur en erlendis,“ segir Snorri. Hann segir tilboð JBT í lægri kantinum. „Þetta yfirtökutilboð, það er í lægri enda svona eðlilegs verðmats á félaginu. Þú sérð það að þrátt fyrir það er umtalsvert miklu hærra en gengið á markaði og þetta á við um flest fyrirtæki á markaði,“ segir Snorri. Marel Kauphöllin Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Hugsanlegt tilboð JBT níu prósentum lægra en mat erlendra greinenda Matvælatæknifyrirtækið John Bean Technologies Corporation býður níu prósent lægra verð í Marel en erlendir greinendur meta íslenska félagið á að meðaltali. Verði af tilboðinu myndi JBT greiða 25 prósent í reiðufé og 75 prósent í formi eigin bréfa. Kauphöllin hefur opnað fyrir viðskipti með bréf Marels á nýjan leik. 24. nóvember 2023 11:06 Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira
Í morgun var greint frá því að bandaríska fyrirtækið JBT hafi lagt fram óskuldbindandi viljayfirlýsingu varðandi mögulegt yfirtökutilboð í íslenska tæknifyrirtækið Marel. Lokuðu fyrir viðskipti Marel rauk upp um þrjátíu prósent, bæði í íslensku og hollensku kauphöllinni, vegna yfirlýsingarinnar. Lokað var fyrir viðskipti með bréfin í báðum kauphöllum um stund vegna þessarar miklu sveiflu. Mögulega vill fyrirtækið kaupa allt hlutaféð á 363 milljarða króna. Það verðmat er 38 prósent hærra en verð Marel var miðað við lokun markaða í gær. Svartur föstudagur alla daga Snorri Jakobsson, eigandi Jakobsson Capital, segir þessa hækkun verðmats ekki koma á óvart. „Alltaf þegar það er yfirtökutilboð, þá verður að bjóða hærra heldur en gengið er á markaði. Svo almennt er svartur föstudagur alla daga í Kauphöllinni á Íslandi. Almennt er hlutabréfaverð á Íslandi umtalsvert lægra heldur en erlendis,“ segir Snorri. Hann segir tilboð JBT í lægri kantinum. „Þetta yfirtökutilboð, það er í lægri enda svona eðlilegs verðmats á félaginu. Þú sérð það að þrátt fyrir það er umtalsvert miklu hærra en gengið á markaði og þetta á við um flest fyrirtæki á markaði,“ segir Snorri.
Marel Kauphöllin Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Hugsanlegt tilboð JBT níu prósentum lægra en mat erlendra greinenda Matvælatæknifyrirtækið John Bean Technologies Corporation býður níu prósent lægra verð í Marel en erlendir greinendur meta íslenska félagið á að meðaltali. Verði af tilboðinu myndi JBT greiða 25 prósent í reiðufé og 75 prósent í formi eigin bréfa. Kauphöllin hefur opnað fyrir viðskipti með bréf Marels á nýjan leik. 24. nóvember 2023 11:06 Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira
Hugsanlegt tilboð JBT níu prósentum lægra en mat erlendra greinenda Matvælatæknifyrirtækið John Bean Technologies Corporation býður níu prósent lægra verð í Marel en erlendir greinendur meta íslenska félagið á að meðaltali. Verði af tilboðinu myndi JBT greiða 25 prósent í reiðufé og 75 prósent í formi eigin bréfa. Kauphöllin hefur opnað fyrir viðskipti með bréf Marels á nýjan leik. 24. nóvember 2023 11:06