„Í svona stöðu verður eitthvað að grípa mann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 09:01 Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir tjáði sig um örlög hinnar sænsku Emiliu Brangefält. Instagram/@emiliabrangefalt/@eddahannesd Örlög ungrar sænskrar íþróttakonu á dögunum sýnir það svart að hvítu hvað er það versta sem getur gerst þegar íþróttafólk lendir í miklu mótlæti og missir móðinn. Þá er mikilvægt að það sé til staðar kerfi sem hugsar vel um íþróttafólkið á öllum tímum og ekki síst andlega hlutann þegar mótlætið í mikið og engin leið virðist fær út úr svartnættinu. Fréttin af hræðilegum örlögum hinnar sænsku Emiliu Brangefält er víti til varnaðar. Utanvegahlauparinn átti frábært ár 2022 en lendi í meiðslum og erfiðleikum á þessu ári. Hún endaði á því að taka sitt eigið líf. Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur heldur betur kynnst mótlæti á síðustu árum en meiðsladraugurinn hefur elt hana nær stanslaust í tvö ár. Þekkir þetta á eigin skinni Guðlaug Edda er enn á ný að tjasla sér saman eftir meiðsli og er að reyna að hefja aftur æfingar fyrir sína krefjandi íþrótt. Hún þekkir því meiðsli og mótlæti á eigin skinni. Edda skrifar um fréttina af Emiliu Brangefält á Instagram síðu sinni og vekur þar athygli á mikilvægi þess að einhver grípi íþróttafólkið á svona erfiðum tímum. „Í svona stöðu verður eitthvað að grípa mann. Þetta er enn ein áminningin um það hversu mikilvægt það er fyrir okkur á Íslandi að koma á fót afreksmiðstöð sem getur gripið íþróttafólk í sambærilegri stöðu og hjálpað því strax,“ skrifar Guðlaug Edda. „Þess vegna langar mig að hvetja ykkur öll til að halda áfram að styðja við hugmyndir þeirra í afrekssviði um bætta umgjörð og aukið fjármagn inn í afreksíþróttir,“ skrifar Edda. Hún sjálf hefur verið lengi baráttukona fyrir betri umfjörð fyrir íslenskt afreksfólk. Sorgmædd „Ég er sorgmædd að lesa um hennar mál og hvernig fór en þetta er lærdómur fyrir okkur öll að hugsa um annað fólk af væntumþykju og virðingu því við vitum ekki hvað liggur að baki. Enginn á skilið að líða eins og sænsku stelpunni sem sá ekki aðrar leið út vegna þess að hún fékk ekki þá hjálp sem hún hefði þurft á að halda,“ skrifar Edda. Hún viðurkennir að þetta mál sé öfgafullt dæmi en samt mikilvægur lærdómur. „Það er auðvelt sem afreksíþróttamaður/kona að tengjast ferlinum og íþróttinni sterkum tilfinningaböndum. Svo sterkum að maður sér ekkert annað en íþróttina því maður þekkir ekki lífið án íþrótta,“ skrifar Edda meðal annars. Hljóma örugglega ótrúlega dramatísk „Ég veit ég hljóma örugglega ótrúlega dramatísk en það er allt í lagi. Mér finnst mikilvægt að segja eitthvað því ég er með þennan platform og rödd og þetta skiptir mig máli,“ skrifar Edda. „Ég held að það sé gott að þessu sé varpað út í íþróttasamfélagið til umræðu og eina af ástæðunum fyrir mikilvægi aukins stuðnings í afreksíþróttum á Íslandi,“ skrifar Edda. „Í afreksíþróttum eru íþróttir ekki lengur áhugamálið þitt heldur líka vinnan þín. Við erum mörg að æfa kannski upp í fimm klukkustundir á dag, plús tíminn sem fer að hugsa um endurhæfingu, næringu, svefn og annað sem tengist inn í ferlið. Það er óhjákvæmilegt að lífið snúist að miklu leyti í kingum æfingar og keppnir,“ skrifar Edda. „Ef það er tekið frá þér og ekkert grípur þig til að hjálpa þeir að ‚cope', getur það haft mikil áhrif á sálina. Það eru forréttindi að fá tækifæri að stunda íþróttir á svona háu stigi og keppa fyrir landið sitt en það er svo mikilvægt að það sé sterkur stuðningur og bakland með,“ skrifar Edda eins og sjá má á þessum skjáskotum hér fyrir neðan. Edda sjálf á skilið mikið hrós fyrir að þora og vilja tjá sig um mikilvæg málefni á opinberum vettvangi. Hún hefur farið í fararbroddi í baráttunni fyrir betri aðstöðu fyrir okkar besta íþróttafólk að elta metnaðarfull markmið sín. Meiðslin hafa gert henni erfitt fyrir en vonandi eru bjartari tímar framundan. @eddahannesd @eddahannesd @eddahannesd @eddahannesd Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Frjálsar íþróttir Þríþraut Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Þá er mikilvægt að það sé til staðar kerfi sem hugsar vel um íþróttafólkið á öllum tímum og ekki síst andlega hlutann þegar mótlætið í mikið og engin leið virðist fær út úr svartnættinu. Fréttin af hræðilegum örlögum hinnar sænsku Emiliu Brangefält er víti til varnaðar. Utanvegahlauparinn átti frábært ár 2022 en lendi í meiðslum og erfiðleikum á þessu ári. Hún endaði á því að taka sitt eigið líf. Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur heldur betur kynnst mótlæti á síðustu árum en meiðsladraugurinn hefur elt hana nær stanslaust í tvö ár. Þekkir þetta á eigin skinni Guðlaug Edda er enn á ný að tjasla sér saman eftir meiðsli og er að reyna að hefja aftur æfingar fyrir sína krefjandi íþrótt. Hún þekkir því meiðsli og mótlæti á eigin skinni. Edda skrifar um fréttina af Emiliu Brangefält á Instagram síðu sinni og vekur þar athygli á mikilvægi þess að einhver grípi íþróttafólkið á svona erfiðum tímum. „Í svona stöðu verður eitthvað að grípa mann. Þetta er enn ein áminningin um það hversu mikilvægt það er fyrir okkur á Íslandi að koma á fót afreksmiðstöð sem getur gripið íþróttafólk í sambærilegri stöðu og hjálpað því strax,“ skrifar Guðlaug Edda. „Þess vegna langar mig að hvetja ykkur öll til að halda áfram að styðja við hugmyndir þeirra í afrekssviði um bætta umgjörð og aukið fjármagn inn í afreksíþróttir,“ skrifar Edda. Hún sjálf hefur verið lengi baráttukona fyrir betri umfjörð fyrir íslenskt afreksfólk. Sorgmædd „Ég er sorgmædd að lesa um hennar mál og hvernig fór en þetta er lærdómur fyrir okkur öll að hugsa um annað fólk af væntumþykju og virðingu því við vitum ekki hvað liggur að baki. Enginn á skilið að líða eins og sænsku stelpunni sem sá ekki aðrar leið út vegna þess að hún fékk ekki þá hjálp sem hún hefði þurft á að halda,“ skrifar Edda. Hún viðurkennir að þetta mál sé öfgafullt dæmi en samt mikilvægur lærdómur. „Það er auðvelt sem afreksíþróttamaður/kona að tengjast ferlinum og íþróttinni sterkum tilfinningaböndum. Svo sterkum að maður sér ekkert annað en íþróttina því maður þekkir ekki lífið án íþrótta,“ skrifar Edda meðal annars. Hljóma örugglega ótrúlega dramatísk „Ég veit ég hljóma örugglega ótrúlega dramatísk en það er allt í lagi. Mér finnst mikilvægt að segja eitthvað því ég er með þennan platform og rödd og þetta skiptir mig máli,“ skrifar Edda. „Ég held að það sé gott að þessu sé varpað út í íþróttasamfélagið til umræðu og eina af ástæðunum fyrir mikilvægi aukins stuðnings í afreksíþróttum á Íslandi,“ skrifar Edda. „Í afreksíþróttum eru íþróttir ekki lengur áhugamálið þitt heldur líka vinnan þín. Við erum mörg að æfa kannski upp í fimm klukkustundir á dag, plús tíminn sem fer að hugsa um endurhæfingu, næringu, svefn og annað sem tengist inn í ferlið. Það er óhjákvæmilegt að lífið snúist að miklu leyti í kingum æfingar og keppnir,“ skrifar Edda. „Ef það er tekið frá þér og ekkert grípur þig til að hjálpa þeir að ‚cope', getur það haft mikil áhrif á sálina. Það eru forréttindi að fá tækifæri að stunda íþróttir á svona háu stigi og keppa fyrir landið sitt en það er svo mikilvægt að það sé sterkur stuðningur og bakland með,“ skrifar Edda eins og sjá má á þessum skjáskotum hér fyrir neðan. Edda sjálf á skilið mikið hrós fyrir að þora og vilja tjá sig um mikilvæg málefni á opinberum vettvangi. Hún hefur farið í fararbroddi í baráttunni fyrir betri aðstöðu fyrir okkar besta íþróttafólk að elta metnaðarfull markmið sín. Meiðslin hafa gert henni erfitt fyrir en vonandi eru bjartari tímar framundan. @eddahannesd @eddahannesd @eddahannesd @eddahannesd Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Frjálsar íþróttir Þríþraut Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira