Fríska upp á Landnám og slíta sjóði Þórs Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2023 07:01 Tillaga Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um endurgerð verksins Landnáms var samþykkt í borgarráði á fimmtudag. Vísir/Vilhelm Til stendur að endurgera minnisvarða um landnám Íslands sem stendur á grassvæði nærri Austurveri við Háaleitisbraut í Reykjavík og hefur mikið látið á sjá á síðustu árum. Fjármagn úr minnisvarðasjóði Þórs Sandholt verður nýtt til verksins og sjóðum í kjölfarið slitið. Borgarráð samþykkti tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þessa efnis á fundi á fimmtudag. Umrætt listaverk er eftir Björgvin Sigurgeir Haraldsson, var reist árið 1974 og er í eigu borgarinnar. Í greinargerð kemur fram að minnisvarðasjóður Þórs Sandholt hafi verið óhreyfður í mörg ár og að safnstjóri Listasafns Reykjavíkur hafi lagt til að verja fé úr sjóðnum til að endurgera verkið. Verkið stendur á grassvæði á mótum Háaleitisbrautar og Hvassaleitis. Vísir/Vilhelm „Verkið er úr steinsteypu og hefur verulega látið á sjá auk þess sem ástand þess er orðið hættulegt umferð á svæðinu. Fram kemur að fyrir liggi mat þess efnis að ekki sé hægt að gera við verkið heldur þurfi að endurgera það. Kostnaður við endurgerð er áætlaður rúmar 10 milljónir króna og er lagt til að við slit sjóðsins verði fénu varið til að standa straum af þessari endurgerð. Listasafn Íslands hefur lagt til hliðar 2 milljónir króna á þessu ári til að vinna að þessu verkefni og yrði að huga að lokafjármögnun síðar. Fjármagn úr sjóðnum myndi tryggja að hægt væri að vinna verkið,“ segir í tillögu borgarstjóra. Verkið er nærri fimmtíu ára gamalt og farið að láta á sjá. Það er um fimm metra hátt.Vísir/Vilhelm Sjóður stofnaður árið 1954 Ennfremur segir að fjármála- og áhættustýringarsvið borgarinnar hafi umsjón með sjóðnum en engin stjórn sé yfir honum og ekki hafi fundist skipulagsskrá fyrir sjóðinn þrátt fyrir leit. „Tilurð sjóðsins á sér langa sögu eða frá árinu 1954 en tilgangur hans var að reisa minnismerki um endurreisn lýðveldisins Íslands. Þann 22. janúar 1980 afhenti dánarbú Þórs Sandholts sjóðinn til Reykjavíkurborg til eignar. Sjóðurinn hefur ekki veitt styrki eða fengið nokkrar tekjur síðustu 20 árin eða jafnvel allt frá árinu 1980. Ársreikningur fyrir árið 2022 var lagður fram þann 27. júní 2023 þar sem fram kemur að eigið fé sjóðsins nemi 6.565.082 kr. Er það sú fjárhæð sem lagt er til að verði veitt úr sjóðnum til endurgerðar verksins Landnám. Jafnframt er lagt til að sjóðnum verði slitið eftir að eign sjóðsins hefur verið ráðstafað samkvæmt framansögðu,“ segir í greindargerð borgarstjórans. Um er að ræða úr steinsteypu.Vísir/Vilhelm Á vef Listasafns Reykjavíkur segir að um sé að ræða stórt og tígulegt verk úr samsettum steinplötum sem sýni tvo landnámsmenn, víkinga, sem standi í stafni og horfi einbeittir á ónumið land. Reykjavík Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Borgarráð samþykkti tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þessa efnis á fundi á fimmtudag. Umrætt listaverk er eftir Björgvin Sigurgeir Haraldsson, var reist árið 1974 og er í eigu borgarinnar. Í greinargerð kemur fram að minnisvarðasjóður Þórs Sandholt hafi verið óhreyfður í mörg ár og að safnstjóri Listasafns Reykjavíkur hafi lagt til að verja fé úr sjóðnum til að endurgera verkið. Verkið stendur á grassvæði á mótum Háaleitisbrautar og Hvassaleitis. Vísir/Vilhelm „Verkið er úr steinsteypu og hefur verulega látið á sjá auk þess sem ástand þess er orðið hættulegt umferð á svæðinu. Fram kemur að fyrir liggi mat þess efnis að ekki sé hægt að gera við verkið heldur þurfi að endurgera það. Kostnaður við endurgerð er áætlaður rúmar 10 milljónir króna og er lagt til að við slit sjóðsins verði fénu varið til að standa straum af þessari endurgerð. Listasafn Íslands hefur lagt til hliðar 2 milljónir króna á þessu ári til að vinna að þessu verkefni og yrði að huga að lokafjármögnun síðar. Fjármagn úr sjóðnum myndi tryggja að hægt væri að vinna verkið,“ segir í tillögu borgarstjóra. Verkið er nærri fimmtíu ára gamalt og farið að láta á sjá. Það er um fimm metra hátt.Vísir/Vilhelm Sjóður stofnaður árið 1954 Ennfremur segir að fjármála- og áhættustýringarsvið borgarinnar hafi umsjón með sjóðnum en engin stjórn sé yfir honum og ekki hafi fundist skipulagsskrá fyrir sjóðinn þrátt fyrir leit. „Tilurð sjóðsins á sér langa sögu eða frá árinu 1954 en tilgangur hans var að reisa minnismerki um endurreisn lýðveldisins Íslands. Þann 22. janúar 1980 afhenti dánarbú Þórs Sandholts sjóðinn til Reykjavíkurborg til eignar. Sjóðurinn hefur ekki veitt styrki eða fengið nokkrar tekjur síðustu 20 árin eða jafnvel allt frá árinu 1980. Ársreikningur fyrir árið 2022 var lagður fram þann 27. júní 2023 þar sem fram kemur að eigið fé sjóðsins nemi 6.565.082 kr. Er það sú fjárhæð sem lagt er til að verði veitt úr sjóðnum til endurgerðar verksins Landnám. Jafnframt er lagt til að sjóðnum verði slitið eftir að eign sjóðsins hefur verið ráðstafað samkvæmt framansögðu,“ segir í greindargerð borgarstjórans. Um er að ræða úr steinsteypu.Vísir/Vilhelm Á vef Listasafns Reykjavíkur segir að um sé að ræða stórt og tígulegt verk úr samsettum steinplötum sem sýni tvo landnámsmenn, víkinga, sem standi í stafni og horfi einbeittir á ónumið land.
Reykjavík Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira