Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2023 20:10 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Arnar Halldórsson Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. Forstjóri bandaríska sprotafyrirtækisins Earthgrid býður Íslandi að verða fyrst Evrópuríkja til að reyna kyndilborun jarðganga. Hann hefur í því skyni fundað undanfarna daga hérlendis með fulltrúum íslenskra stjórnvalda og orku- og veitufyrirtækja. Earthgrid stefnir að því að fyrsti kyndilborinn verði tilbúinn fljótlega á nýju ári. Earthgrid stefnir að því að fyrsti kyndilborinn verði tilbúinn í febrúar eða mars næstkomandi.Earthgrid Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að innviðaráðherra vonast til að þá skýrist hvort tæknin standi undir gefnum fyrirheitum. „Mér finnst allavegana tækifærið og sóknarfærið sem liggur í þessu það spennandi að við getum ekki setið hjá og fylgst ekki með. Og það er það sem við erum að gera,“ segir Sigurður Ingi. Í fyrstu hyggst Earthgrid grafa lagnagöng sem yrðu tveir og hálfur metri í þvermál. En felast í því táknræn skilaboð að ráðherrarnir Sigurður Ingi og Guðlaugur Þór skrifuðu undir viljayfirlýsingu við fyrirtækið í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar? Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið „Það er auðvitað þannig að við erum bæði núna í vandræðum með vatnsleiðslu og rafmagnsleiðslur til Vestmannaeyja vegna þess að það er erfitt að láta þær liggja í sjó. Það væri auðvitað gríðarlega spennandi að koma slíkum lögnum fyrir til langrar framtíðar í göngum,“ svarar ráðherrann. „Það hittist nú reyndar þannig á að við þurftum að vera í Vestmannaeyjum vegna jarðarfarar Árna Johnsen og það var kannski táknrænt líka þar sem hann stóð nú dálítið fyrir áhuga á jarðgöngum,“ bætir Sigurður Ingi við. Ofurheitur plasma-ljósbogi er notaður til að splundra bergið.Earthgrid Reynist tæknin raunhæf til að grafa veggöng blasa við ný tækifæri. „Samkvæmt fyrirtækinu hafa þeir verið að tala um 70 til 80 jafnvel 90 prósent ódýrari jarðgöng. Ég á nú kannski erfitt með að trúa því. En væru þau til að mynda helmingi ódýrari þá væri auðvitað möguleikinn á að fara í þessa jarðgangnaáætlun okkar, að gera hér tíu-fimmtán jarðgöng á þrjátíu árum, þá er hún auðvitað orðin miklu raunhæfari og auðveldari hérna á allan hátt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jarðgöng á Íslandi Tækni Samgöngur Vegagerð Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Tengdar fréttir Býður Íslendingum að fá fyrstu kyndilboruðu jarðgöng Evrópu Íslensk stjórnvöld eiga í viðræðum við bandarískt frumkvöðlafyrirtæki á sviði kyndilborunar um að bora jarðgöng mun ódýrar og hraðar en áður hefur þekkst. Fyrirtækið býðst til að byrja á því að bora lagnagöng til Vestmannaeyja á næsta ári á eigin ábyrgð. 26. nóvember 2023 20:10 Kanna fýsileika jarðganga til Vestmannaeyja Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um könnun á fýsileika jarðganga á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 11. október 2023 12:54 Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Forstjóri bandaríska sprotafyrirtækisins Earthgrid býður Íslandi að verða fyrst Evrópuríkja til að reyna kyndilborun jarðganga. Hann hefur í því skyni fundað undanfarna daga hérlendis með fulltrúum íslenskra stjórnvalda og orku- og veitufyrirtækja. Earthgrid stefnir að því að fyrsti kyndilborinn verði tilbúinn fljótlega á nýju ári. Earthgrid stefnir að því að fyrsti kyndilborinn verði tilbúinn í febrúar eða mars næstkomandi.Earthgrid Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að innviðaráðherra vonast til að þá skýrist hvort tæknin standi undir gefnum fyrirheitum. „Mér finnst allavegana tækifærið og sóknarfærið sem liggur í þessu það spennandi að við getum ekki setið hjá og fylgst ekki með. Og það er það sem við erum að gera,“ segir Sigurður Ingi. Í fyrstu hyggst Earthgrid grafa lagnagöng sem yrðu tveir og hálfur metri í þvermál. En felast í því táknræn skilaboð að ráðherrarnir Sigurður Ingi og Guðlaugur Þór skrifuðu undir viljayfirlýsingu við fyrirtækið í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar? Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið „Það er auðvitað þannig að við erum bæði núna í vandræðum með vatnsleiðslu og rafmagnsleiðslur til Vestmannaeyja vegna þess að það er erfitt að láta þær liggja í sjó. Það væri auðvitað gríðarlega spennandi að koma slíkum lögnum fyrir til langrar framtíðar í göngum,“ svarar ráðherrann. „Það hittist nú reyndar þannig á að við þurftum að vera í Vestmannaeyjum vegna jarðarfarar Árna Johnsen og það var kannski táknrænt líka þar sem hann stóð nú dálítið fyrir áhuga á jarðgöngum,“ bætir Sigurður Ingi við. Ofurheitur plasma-ljósbogi er notaður til að splundra bergið.Earthgrid Reynist tæknin raunhæf til að grafa veggöng blasa við ný tækifæri. „Samkvæmt fyrirtækinu hafa þeir verið að tala um 70 til 80 jafnvel 90 prósent ódýrari jarðgöng. Ég á nú kannski erfitt með að trúa því. En væru þau til að mynda helmingi ódýrari þá væri auðvitað möguleikinn á að fara í þessa jarðgangnaáætlun okkar, að gera hér tíu-fimmtán jarðgöng á þrjátíu árum, þá er hún auðvitað orðin miklu raunhæfari og auðveldari hérna á allan hátt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Jarðgöng á Íslandi Tækni Samgöngur Vegagerð Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Tengdar fréttir Býður Íslendingum að fá fyrstu kyndilboruðu jarðgöng Evrópu Íslensk stjórnvöld eiga í viðræðum við bandarískt frumkvöðlafyrirtæki á sviði kyndilborunar um að bora jarðgöng mun ódýrar og hraðar en áður hefur þekkst. Fyrirtækið býðst til að byrja á því að bora lagnagöng til Vestmannaeyja á næsta ári á eigin ábyrgð. 26. nóvember 2023 20:10 Kanna fýsileika jarðganga til Vestmannaeyja Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um könnun á fýsileika jarðganga á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 11. október 2023 12:54 Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Býður Íslendingum að fá fyrstu kyndilboruðu jarðgöng Evrópu Íslensk stjórnvöld eiga í viðræðum við bandarískt frumkvöðlafyrirtæki á sviði kyndilborunar um að bora jarðgöng mun ódýrar og hraðar en áður hefur þekkst. Fyrirtækið býðst til að byrja á því að bora lagnagöng til Vestmannaeyja á næsta ári á eigin ábyrgð. 26. nóvember 2023 20:10
Kanna fýsileika jarðganga til Vestmannaeyja Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um könnun á fýsileika jarðganga á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 11. október 2023 12:54
Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05
Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36