Ábyrgðin hjá eigendum húsnæðis: „Þetta getur ekki gengið svona áfram“ Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2023 21:01 Sigurður Ingi var ómyrkur í máli þegar hann ræddi málefni fólks sem býr í svokölluðu óleyfishúsnæði. Vísir Innviðaráðherra skoraði á eigendur atvinnuhúsnæðis, sem búið er í, að koma því í lag á Alþingi í dag. „Þetta getur ekki gengið svona áfram,“ sagði hann og vísaði til fjölda alvarlegra eldsvoða sem orðið hafa undanfarið. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Sigurð Inga Jóhannesson innviðaráðherra út í málefni fólks sem býr í svokölluðu óleyfishúsnæði, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. „Þessi bruni átti sér stað í ósamþykktu húsnæði sem veldur að sjálfsögðu áhyggjum. Það bárust fréttir af því að fólk væri að stökkva út um glugga og þetta leit ekki vel út,“ sagði Birgir og vísaði til bruna í húsi við Stangarhyl 3 snemma í gærmorgun. Í dag var greint frá því að karlmaður á fertugsaldri, sem fluttur var á sjúkrahús í kjölfar brunans, lægi enn þungt haldinn á gjörgæslu. Þá lést maður eftir eldsvoða í sambærilegu húsnæði á Funahöfða um miðjan október. Sonur mannsins sagði hann hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hefur mælt fyrir frumvarpi sem heimilar búsetuna „Nú hefur hæstvirtur ráðherra mælt hér fyrir frumvarpi í þinginu um tímabundnar undanþágur frá skipulagslögum til að heimila búsetu í þess lags húsnæði, tímabundið. Vegna skorts á húsnæði og sérstaklega horft til mikils fjölda flóttamanna sem hafa komið til landsins vegna þessa,“ sagði Birgir. Sigurður Ingi sagði í svari við fyrirspurninni að tveir starfshópar hefðu meðal annars unnið að því að kortleggja búsetuna. Niðurstaða þeirra hafi verið að um 2.500 manns búi í ósamþykktu húsnæði. „Það verður að segjast alveg eins og er að maður hrekkur reglulega við þegar maður heyrir í fréttum af brunum hér á höfuðborgarsvæðinu. Því miður, allt of oft, reynist það vera í atvinnuhúsnæði sem fólk býr.“ Von á frumvarpi Á næstu dögum komi frumvarp inn í þingið sem byggi á tillögum starfshópa til úrbóta eftir hörmulegan bruna á Bræðraborgarstíg. „Nú fær löggjafinn tækifæri til að grípa hratt inn í. Framkvæmdavaldið er búið að undirbúa þessa vinnu. En auðvitað er ábyrgðin hjá eigendum þessara húsa. Og ég vil nota tækifærið hérna til að skora á það fólk sem á slíkt húsnæði að koma því í lag. Þetta getur ekki gengið svona áfram.“ Bruni í Stangarhyl Alþingi Bruni á Bræðraborgarstíg Bruni á Funahöfða Slökkvilið Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Slysavarnir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Sigurð Inga Jóhannesson innviðaráðherra út í málefni fólks sem býr í svokölluðu óleyfishúsnæði, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. „Þessi bruni átti sér stað í ósamþykktu húsnæði sem veldur að sjálfsögðu áhyggjum. Það bárust fréttir af því að fólk væri að stökkva út um glugga og þetta leit ekki vel út,“ sagði Birgir og vísaði til bruna í húsi við Stangarhyl 3 snemma í gærmorgun. Í dag var greint frá því að karlmaður á fertugsaldri, sem fluttur var á sjúkrahús í kjölfar brunans, lægi enn þungt haldinn á gjörgæslu. Þá lést maður eftir eldsvoða í sambærilegu húsnæði á Funahöfða um miðjan október. Sonur mannsins sagði hann hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hefur mælt fyrir frumvarpi sem heimilar búsetuna „Nú hefur hæstvirtur ráðherra mælt hér fyrir frumvarpi í þinginu um tímabundnar undanþágur frá skipulagslögum til að heimila búsetu í þess lags húsnæði, tímabundið. Vegna skorts á húsnæði og sérstaklega horft til mikils fjölda flóttamanna sem hafa komið til landsins vegna þessa,“ sagði Birgir. Sigurður Ingi sagði í svari við fyrirspurninni að tveir starfshópar hefðu meðal annars unnið að því að kortleggja búsetuna. Niðurstaða þeirra hafi verið að um 2.500 manns búi í ósamþykktu húsnæði. „Það verður að segjast alveg eins og er að maður hrekkur reglulega við þegar maður heyrir í fréttum af brunum hér á höfuðborgarsvæðinu. Því miður, allt of oft, reynist það vera í atvinnuhúsnæði sem fólk býr.“ Von á frumvarpi Á næstu dögum komi frumvarp inn í þingið sem byggi á tillögum starfshópa til úrbóta eftir hörmulegan bruna á Bræðraborgarstíg. „Nú fær löggjafinn tækifæri til að grípa hratt inn í. Framkvæmdavaldið er búið að undirbúa þessa vinnu. En auðvitað er ábyrgðin hjá eigendum þessara húsa. Og ég vil nota tækifærið hérna til að skora á það fólk sem á slíkt húsnæði að koma því í lag. Þetta getur ekki gengið svona áfram.“
Bruni í Stangarhyl Alþingi Bruni á Bræðraborgarstíg Bruni á Funahöfða Slökkvilið Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Slysavarnir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira