Fjórðu fangaskiptin afstaðin en útlit fyrir áframhaldandi átök Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2023 06:47 Hamas-liðar slepptu í gær bræðrunum Tal Goldstein Almog, 9 ára, og Gal Goldstein Almog, 11 ára. AP/Ísraelsher Fjórðu fangaskipti Ísrael og Hamas hafa átt sér stað en Ísraelsmenn létu 33 Palestínumenn lausa í nótt, 30 börn og þrjár konur, gegn lausn ellefu Ísraelsmanna, níu barna og tveggja kvenna, sem voru teknir gíslingu í árásunum 7. október síðastliðinn. Tilkynnt var í gær að hið fjögurra daga hlé á átökum sem aðilar höfðu samið um yrði framlengt um tvo daga. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði Hamas hafa skuldbundið sig til að sleppa 20 konum og börnum til viðbótar. Skrifstofa Benjamin Netanyahu hefur ekki tjáð sig beint um framlengingu hlésins en greint frá því að 50 kvenkyns föngum hafi verið bætt á lista yfir þá sem Ísraelsmenn eru reiðubúnir til að láta lausa gegn lausn fleiri gísla. Framlenging hlésis kann að vera lítið meira en tímabundið logn á undan storminum en Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, ávarpaði hermenn landsins í gær og sagði að þegar aðgerðir hæfust á ný yrðu þær afdráttarlausari en fyrr og myndu eiga sér stað á öllu Gasasvæðinu. Josep Borrell, æðsti embættismaður Evrópusambandsins í utanríkismálum, hefur hvatt til þess að Ísraelsmenn láti af árásum sínum og sagt að það megi ekki láta Palestínumenn gjalda fyrir aðgerðir Hamas. „Það er ekkert vit í því að gefa fólki brauð sem verður svo drepið daginn eftir,“ sagði hann. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur í þriðju heimsókn sína til Mið-Austurlanda frá því að átökin hófst. Hann mun heimsækja Ísrael, Vesturbakkann og Sameinuðu arabísku furstadæminn. Blinken er sagður munu tala fyrir aukinni neyðaraðstoð á Gasa, lausn gísla í haldi Hamas og hugmyndir Bandaríkjanna um framtíð Gasa ef Ísraelsmönnum tekst að útrýma Hamas. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Tilkynnt var í gær að hið fjögurra daga hlé á átökum sem aðilar höfðu samið um yrði framlengt um tvo daga. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði Hamas hafa skuldbundið sig til að sleppa 20 konum og börnum til viðbótar. Skrifstofa Benjamin Netanyahu hefur ekki tjáð sig beint um framlengingu hlésins en greint frá því að 50 kvenkyns föngum hafi verið bætt á lista yfir þá sem Ísraelsmenn eru reiðubúnir til að láta lausa gegn lausn fleiri gísla. Framlenging hlésis kann að vera lítið meira en tímabundið logn á undan storminum en Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, ávarpaði hermenn landsins í gær og sagði að þegar aðgerðir hæfust á ný yrðu þær afdráttarlausari en fyrr og myndu eiga sér stað á öllu Gasasvæðinu. Josep Borrell, æðsti embættismaður Evrópusambandsins í utanríkismálum, hefur hvatt til þess að Ísraelsmenn láti af árásum sínum og sagt að það megi ekki láta Palestínumenn gjalda fyrir aðgerðir Hamas. „Það er ekkert vit í því að gefa fólki brauð sem verður svo drepið daginn eftir,“ sagði hann. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur í þriðju heimsókn sína til Mið-Austurlanda frá því að átökin hófst. Hann mun heimsækja Ísrael, Vesturbakkann og Sameinuðu arabísku furstadæminn. Blinken er sagður munu tala fyrir aukinni neyðaraðstoð á Gasa, lausn gísla í haldi Hamas og hugmyndir Bandaríkjanna um framtíð Gasa ef Ísraelsmönnum tekst að útrýma Hamas.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira