Þrefaldi tuttugu reiturinn, sem flestir byrja á að kasta í, er ljósgrænn á nýja píluspjaldinu en ekki rauður eins og hann hefur verið.
Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen birti mynd af sér við nýja píluspjaldið á Twitter í gær og virtist nokkuð sáttur með það.
! It was a nice feeling to be at the media launch of the 2023/24 Paddy Power World Darts Championship! pic.twitter.com/aJvAfgyJiW
— Michael Van Gerwen (@MvG180) November 27, 2023
Ljósgræni liturinn mun tóna við grænt sviðið í Alexandra höllinni í London þar sem HM fer fram. Þá verða græn ljós notuð til lýsa upp sviðið.
Breytingin á píluspjaldinu er líka tilkomin vegna þess að grænt er á miðju sjónsviðinu og þægilegri litur að sjá en rauður og blár. Rannsóknir hafa leitt það í ljós. Leikmenn ættu því að geta verið nákvæmari í köstum og ekki jafn þreyttir í augunum eftir að mæna á reitina á spjaldinu.
Dregið var í fyrstu umferðirnar á HM í gær. Titilvörn Michaels Smith hefst gegn Kevin Doets eða Stowe Buntz. Van Gerwen mætir Keane Barry eða Reynaldo Rivera og Luke Humphries, sem margir spá góðu gengi á HM, etur kappi við annað hvort Lee Evans eða Sandro Eric.
Keppni á HM hefst 15. desember og lýkur 3. janúar næstkomandi.