Menga á daginn og grilla á kvöldin Sigurpáll Ingibergsson skrifar 30. nóvember 2023 07:00 COP28 loftslagsráðstefnan í Dubai hefst í dag og því er nauðsynlegt að skoða frammistöðu Íslenskra fyrirtækja sem losa meira en 20 þúsund tonn af CO2 á síðasta ári. En berjast þarf að krafti við að draga úr losun því hvert hitametið á fætur öðru hefur verið slegið á þessu ári. Haldi þessi þróun áfram mun hún hafa skelfilegar afleiðingar fyrir jarðarbúa, lífríki og vistkerfi á jörðinni. Niðurstaðan úr loftslagsbókhaldi er sorgleg. Eins sést í töflunni þá sést að fyrirtækin juku losunina um 759 þúsund tonn CO2 eða 17%. Ef flugið er aðskilið þá er aukningin 4%. Þessi 22 fyrirtæki losa 4,4 milljón tonn CO2 og ábyrg fyrir 2/3 af losun Íslands fyrir utan landnotkun. Til að berjast gegn hlýnun jarðarinnar og ná markmiði að halda hlýnun jarðarinnar undir 1,5°C. og ná lögbundnum markmiðum Íslands 2030 þá þurfa fyrirtækin að draga losun saman um 8% árlega. Losun er losun sama úr hvaða losunarkerfi eða atvinnugeira hún kemur. Flugfélögin þrjú juku losun um tæp 600 þúsund tonn af CO2 eða eins og 300 þúsund nýir jarðefnabílar hafi bæst í bílaflotann. Allt stefnir í að þau losi enn meira á þessu ári. Losun frá stóriðjunni jókst vegna aukinnar framleiðslu og ljóst að hún muni verða svipuð komandi ár. Skipafélögin tvö losuðu um 600 þúsund tonn CO2 og ánægjulegt að heyra að þau ætli að taka sig á og hagræða í flutningum vegna losunarheimilda í stað þess að biðja um undanþágu. Orkufyrirtækin þrjú bættu öll vel við sig vegna aukinnar framleiðslu. Ljóst er að losun mun aukast frá þeim með aukinni orkuframleiðslu. Sjávarútvegsfyrirtækin bættu öll við sig og helsta ástæðan er að notuð voru 22 þúsund tonna af olíu til að bræða uppsjávarfisk en ekki var næg raforka í landi hinnar hreinu orku fyrir fiskimjölsverksmiðjurnar. Aukningin vegna bræðslunnar er eins og þrjú ár af rafbílavæðingu hafi verið þurrkuð út. Aukning hjá Síldarvinnslunni er vegna sameiningar við Vísi og 7,4 þúsund tonna af olíu til bræðslu sem losar 19 þúsund tonn CO2 eða ávinning af rafbílavæðingu í eitt ár! Nú berast fréttir um orkuskerðingu frá Landsvirkjun og öfug orkuskipti framundan. Spurning er hvort gáfulegt sé að veiða loðnu beint til bræðslu þegar ástandið er svona. Samherji er eina fyrirtækið á listanum sem ekki hefur gefið út sjálfbærniskýrslur og ekki viljað gefa losunartölur upp. Gífurlegur hagnaður Sjáið þið ekki veisluna? Hagnaður fyrirtækjanna fyrir skatta árið 2021 er gífurlegur eða 164 milljarðar. Beðið er eftir afkomutölum úr tímaritinu 300 stærstu en allt stefnir í að síðasta ár hafi gefið svipaða niðurstöðu. Þegar horft er á hlutina með augum sjálfbærni þá er mikið ójafnvægi á milli þriggja stoða, efnahags, samfélags og umhverfis en efnahagur trompar allt og fyrirtækin sýnt lítinn metnað í að bæta sig í umhverfismálum. Sorglegt að sjá að fyrirtækin fjárfesti ekki meira í grænum fjárfestingum, orkuskiptum, hringrásarhugsun, þekkingaröflun og nýsköpun í loftslagsmálum í góðærinu. Einnig hafa fyrirtækin verið dugleg að sækja um í opinberum sjóðum og keppa við fátæka námsmenn og nýsköpunarfyrirtæki. Það má því segja að fyrirtækin mengi á daginn og grilli á kvöldin! Þegar fleiri þættir eru skoðaðir kemur í ljós að aðeins 1% af losuninni er bundið eða fangað en til að ná kolefnishlutleysi þarf losun og binding að vara jöfn. Landsvirkjun dregur hér vagninn. Flest fyrirtækin eru með umhverfis- eða sjálfbærnistefnur og þar kemur fram að þau ætli að draga úr losun en þegar þessar rauðu tölur eru skoðaðar þá er eftirfylgni engin. Það er eins og stefnurnar séu til skrauts. Losun í losunarsviði 3 (e. scope 3) er aðeins 2% hjá fyrirtækjunum en talið er að 88% losunar séu í virðiskeðjunni og ábyrgða fyrirtækjanna er mikil. Hellnasker hugveita hefur þegar kortlagt losun og niðurstaðan er að 13 milljón tonn af CO2 eru vantalin Í gögnum frá Hagstofu Íslands kemur fram að 90% af losun kemur frá fyrirtækjum og 10% frá heimilum. En 60% af umhverfissköttum kemur frá heimilum og restin frá fyrirtækjum. Fyrirtækin losa en almenningur borgar brúsann. Þetta eru ekki réttlát umskipti. Þegar þessi upptalning er skoðuð þá er eins og stjórnvöld hafa slegið skjaldborg um losunarfyrirtækin. Neyðarlög Til að ná árangri þá þurfa stjórnvöld að setja neyðarlög á þessi 22 fyrirtæki sem eiga 2/3 af losun landsins og setja í gjörgæslu. Skyldi þau til að gefa út staðfestar kolefnislosunartölur fyrir öll losunarsvið og fylgja Science Based Targets aðferðafræðinni. Þau þurfa að setja sér raunhæf markmið og metnaðarfulla aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Stjórnvöld þurfa að spyrja þriggja spurninga í anda agile aðferðafræðinnar: Hvað ætlið þið að gera í dag í loftslagsmálum? Hvað gerðu þig í gær í loftslagsmálum? Eru einhverjar hindranir? Höfundur er félagi í Hellnaskeri, hugveitu um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Skoðun Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
COP28 loftslagsráðstefnan í Dubai hefst í dag og því er nauðsynlegt að skoða frammistöðu Íslenskra fyrirtækja sem losa meira en 20 þúsund tonn af CO2 á síðasta ári. En berjast þarf að krafti við að draga úr losun því hvert hitametið á fætur öðru hefur verið slegið á þessu ári. Haldi þessi þróun áfram mun hún hafa skelfilegar afleiðingar fyrir jarðarbúa, lífríki og vistkerfi á jörðinni. Niðurstaðan úr loftslagsbókhaldi er sorgleg. Eins sést í töflunni þá sést að fyrirtækin juku losunina um 759 þúsund tonn CO2 eða 17%. Ef flugið er aðskilið þá er aukningin 4%. Þessi 22 fyrirtæki losa 4,4 milljón tonn CO2 og ábyrg fyrir 2/3 af losun Íslands fyrir utan landnotkun. Til að berjast gegn hlýnun jarðarinnar og ná markmiði að halda hlýnun jarðarinnar undir 1,5°C. og ná lögbundnum markmiðum Íslands 2030 þá þurfa fyrirtækin að draga losun saman um 8% árlega. Losun er losun sama úr hvaða losunarkerfi eða atvinnugeira hún kemur. Flugfélögin þrjú juku losun um tæp 600 þúsund tonn af CO2 eða eins og 300 þúsund nýir jarðefnabílar hafi bæst í bílaflotann. Allt stefnir í að þau losi enn meira á þessu ári. Losun frá stóriðjunni jókst vegna aukinnar framleiðslu og ljóst að hún muni verða svipuð komandi ár. Skipafélögin tvö losuðu um 600 þúsund tonn CO2 og ánægjulegt að heyra að þau ætli að taka sig á og hagræða í flutningum vegna losunarheimilda í stað þess að biðja um undanþágu. Orkufyrirtækin þrjú bættu öll vel við sig vegna aukinnar framleiðslu. Ljóst er að losun mun aukast frá þeim með aukinni orkuframleiðslu. Sjávarútvegsfyrirtækin bættu öll við sig og helsta ástæðan er að notuð voru 22 þúsund tonna af olíu til að bræða uppsjávarfisk en ekki var næg raforka í landi hinnar hreinu orku fyrir fiskimjölsverksmiðjurnar. Aukningin vegna bræðslunnar er eins og þrjú ár af rafbílavæðingu hafi verið þurrkuð út. Aukning hjá Síldarvinnslunni er vegna sameiningar við Vísi og 7,4 þúsund tonna af olíu til bræðslu sem losar 19 þúsund tonn CO2 eða ávinning af rafbílavæðingu í eitt ár! Nú berast fréttir um orkuskerðingu frá Landsvirkjun og öfug orkuskipti framundan. Spurning er hvort gáfulegt sé að veiða loðnu beint til bræðslu þegar ástandið er svona. Samherji er eina fyrirtækið á listanum sem ekki hefur gefið út sjálfbærniskýrslur og ekki viljað gefa losunartölur upp. Gífurlegur hagnaður Sjáið þið ekki veisluna? Hagnaður fyrirtækjanna fyrir skatta árið 2021 er gífurlegur eða 164 milljarðar. Beðið er eftir afkomutölum úr tímaritinu 300 stærstu en allt stefnir í að síðasta ár hafi gefið svipaða niðurstöðu. Þegar horft er á hlutina með augum sjálfbærni þá er mikið ójafnvægi á milli þriggja stoða, efnahags, samfélags og umhverfis en efnahagur trompar allt og fyrirtækin sýnt lítinn metnað í að bæta sig í umhverfismálum. Sorglegt að sjá að fyrirtækin fjárfesti ekki meira í grænum fjárfestingum, orkuskiptum, hringrásarhugsun, þekkingaröflun og nýsköpun í loftslagsmálum í góðærinu. Einnig hafa fyrirtækin verið dugleg að sækja um í opinberum sjóðum og keppa við fátæka námsmenn og nýsköpunarfyrirtæki. Það má því segja að fyrirtækin mengi á daginn og grilli á kvöldin! Þegar fleiri þættir eru skoðaðir kemur í ljós að aðeins 1% af losuninni er bundið eða fangað en til að ná kolefnishlutleysi þarf losun og binding að vara jöfn. Landsvirkjun dregur hér vagninn. Flest fyrirtækin eru með umhverfis- eða sjálfbærnistefnur og þar kemur fram að þau ætli að draga úr losun en þegar þessar rauðu tölur eru skoðaðar þá er eftirfylgni engin. Það er eins og stefnurnar séu til skrauts. Losun í losunarsviði 3 (e. scope 3) er aðeins 2% hjá fyrirtækjunum en talið er að 88% losunar séu í virðiskeðjunni og ábyrgða fyrirtækjanna er mikil. Hellnasker hugveita hefur þegar kortlagt losun og niðurstaðan er að 13 milljón tonn af CO2 eru vantalin Í gögnum frá Hagstofu Íslands kemur fram að 90% af losun kemur frá fyrirtækjum og 10% frá heimilum. En 60% af umhverfissköttum kemur frá heimilum og restin frá fyrirtækjum. Fyrirtækin losa en almenningur borgar brúsann. Þetta eru ekki réttlát umskipti. Þegar þessi upptalning er skoðuð þá er eins og stjórnvöld hafa slegið skjaldborg um losunarfyrirtækin. Neyðarlög Til að ná árangri þá þurfa stjórnvöld að setja neyðarlög á þessi 22 fyrirtæki sem eiga 2/3 af losun landsins og setja í gjörgæslu. Skyldi þau til að gefa út staðfestar kolefnislosunartölur fyrir öll losunarsvið og fylgja Science Based Targets aðferðafræðinni. Þau þurfa að setja sér raunhæf markmið og metnaðarfulla aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Stjórnvöld þurfa að spyrja þriggja spurninga í anda agile aðferðafræðinnar: Hvað ætlið þið að gera í dag í loftslagsmálum? Hvað gerðu þig í gær í loftslagsmálum? Eru einhverjar hindranir? Höfundur er félagi í Hellnaskeri, hugveitu um sjálfbærni.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun