Óttast að vopnavæðing lögreglu auki ofbeldi í samfélaginu Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2023 19:20 Lögreglan fékk nýlega heimildir til að beita rafbyssum. Þá var mikið magn skotvopna keypt til landsins vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í maí. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata gagnrýnir aukinn vopnaburð lögreglu með rafbyssum og óttast að hann muni stigmagna ofbeldi í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir enga stefnubreytingu hafa átt sér stað varðandi valdbeitingarheimildir lögreglunnar. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hóf sérstaka umræðu um vopnaburð lögreglunnar á Alþingi í dag. Hún rifjaði upp nýlegar heimildir lögreglunnar til beitingu rafbyssa og mikið magn af skotvopnum sem keypt hefðu verið vegna leiðtogafundarins í Hörpu í sumar. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segir rannsóknir sýna að aukinn vopnaburður lögreglu auki á ofbeldi í samfélaginu.Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn sagði að afbrotatölur sýndu ekki fram á aukið ofbeldi í samfélaginu nema hjá afmörkuðum hópi ungmenna. Hún spurði dómsmálaráðherra hvort rétta svarið væri að vopna lögregluna. „Samkvæmt rannsóknum eru lögregluþjónar sem bera rafbyssur hins vegar helmingi líklegri til að beita valdi í störfum sínum, miðað við lögreglumenn sem bera hvorki skotvopn né rafbyssur. Einnig hefur verið sýnt fram á að líklegra sé að ráðist sé á þá,“ sagði Arndís Anna. Hún spurði Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hvort hún hefði engar áhyggjur af stigmögnun vopnaburðar á Íslandi eftir „þessar umbyltingar lögreglustarfa á Íslandi.“ „Hyggst hæstvirtur ráðherra halda áfram á sömu vegferð með aukinni hörku og hugsanlega frekari vopnavæðingu lögreglunnar. Og síðast en ekki síst, spyr ég hæstvirtan dómsmálaráðherra, kemur til greina að stíga skref til baka og endurhugsa þessa stefnu,“ sagði Arndís Anna. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af fjölgun skipulagðrar brota og vopnaburði.Vísir/Vilhem Dómsmálaráðherra sagði að samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra hefði alvarlegum ofbeldisbrotum og vopnuðum útköllum lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra fjölgað á síðustu árum. „Sem dæmi má nefna að fjöldi útkalla þar sem sérsveit vopnast vegna skotvopna hefur nærri þrefaldast frá árinu 2016,“ sagði Guðrún. Þá hefði embætti ríkislögreglustjóra bent á að hér á landi væri aukin ógn vegna skipulagðrar brotastarfsemi og aukin umsvif fjölþjóðlegra brotahópa væru merkjanleg hér á landi. „Ekkert hefur breyst í skilyrðum fyrir vopnaburði lögreglu. Engin stefnubreyting hefur verið gerð og ekki stendur til að gera breytingar á valdbeitingarheimildum lögreglu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Lögreglan Rafbyssur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Óttast frekari vopnvæðingu þrátt fyrir skipun eftirlitshóps Dómsmálaráðherra hyggst skipa eftirlitshóp með rafbyssunotkun lögreglu. Þingmaður Pírata óttast meiri vopnavæðingu með innleiðingu rafbyssa hér á landi. 23. september 2023 20:07 Íslenska lögreglan kynnist rafbyssunum umdeildu Undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa er nú í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Íslensk lögreglukona segir alveg nóg að prófa einu sinni að vera skotin og fá fimm sekúndna rafstraum úr vopninu. 22. september 2023 21:22 Kostnaður við rafbyssurnar áætlaður 54 milljónir króna Samkvæmt þeim upplýsingum sem Ríkiskaup hafa um fyrirhuguð kaup Ríkislögreglustjóra á rafbyssum fela fyrstu kaup í sér 120 rafbyssur fyrir um 54 milljónir króna án virðisaukaskatts. 15. júní 2023 08:33 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hóf sérstaka umræðu um vopnaburð lögreglunnar á Alþingi í dag. Hún rifjaði upp nýlegar heimildir lögreglunnar til beitingu rafbyssa og mikið magn af skotvopnum sem keypt hefðu verið vegna leiðtogafundarins í Hörpu í sumar. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segir rannsóknir sýna að aukinn vopnaburður lögreglu auki á ofbeldi í samfélaginu.Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn sagði að afbrotatölur sýndu ekki fram á aukið ofbeldi í samfélaginu nema hjá afmörkuðum hópi ungmenna. Hún spurði dómsmálaráðherra hvort rétta svarið væri að vopna lögregluna. „Samkvæmt rannsóknum eru lögregluþjónar sem bera rafbyssur hins vegar helmingi líklegri til að beita valdi í störfum sínum, miðað við lögreglumenn sem bera hvorki skotvopn né rafbyssur. Einnig hefur verið sýnt fram á að líklegra sé að ráðist sé á þá,“ sagði Arndís Anna. Hún spurði Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hvort hún hefði engar áhyggjur af stigmögnun vopnaburðar á Íslandi eftir „þessar umbyltingar lögreglustarfa á Íslandi.“ „Hyggst hæstvirtur ráðherra halda áfram á sömu vegferð með aukinni hörku og hugsanlega frekari vopnavæðingu lögreglunnar. Og síðast en ekki síst, spyr ég hæstvirtan dómsmálaráðherra, kemur til greina að stíga skref til baka og endurhugsa þessa stefnu,“ sagði Arndís Anna. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af fjölgun skipulagðrar brota og vopnaburði.Vísir/Vilhem Dómsmálaráðherra sagði að samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra hefði alvarlegum ofbeldisbrotum og vopnuðum útköllum lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra fjölgað á síðustu árum. „Sem dæmi má nefna að fjöldi útkalla þar sem sérsveit vopnast vegna skotvopna hefur nærri þrefaldast frá árinu 2016,“ sagði Guðrún. Þá hefði embætti ríkislögreglustjóra bent á að hér á landi væri aukin ógn vegna skipulagðrar brotastarfsemi og aukin umsvif fjölþjóðlegra brotahópa væru merkjanleg hér á landi. „Ekkert hefur breyst í skilyrðum fyrir vopnaburði lögreglu. Engin stefnubreyting hefur verið gerð og ekki stendur til að gera breytingar á valdbeitingarheimildum lögreglu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir.
Lögreglan Rafbyssur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Óttast frekari vopnvæðingu þrátt fyrir skipun eftirlitshóps Dómsmálaráðherra hyggst skipa eftirlitshóp með rafbyssunotkun lögreglu. Þingmaður Pírata óttast meiri vopnavæðingu með innleiðingu rafbyssa hér á landi. 23. september 2023 20:07 Íslenska lögreglan kynnist rafbyssunum umdeildu Undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa er nú í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Íslensk lögreglukona segir alveg nóg að prófa einu sinni að vera skotin og fá fimm sekúndna rafstraum úr vopninu. 22. september 2023 21:22 Kostnaður við rafbyssurnar áætlaður 54 milljónir króna Samkvæmt þeim upplýsingum sem Ríkiskaup hafa um fyrirhuguð kaup Ríkislögreglustjóra á rafbyssum fela fyrstu kaup í sér 120 rafbyssur fyrir um 54 milljónir króna án virðisaukaskatts. 15. júní 2023 08:33 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Óttast frekari vopnvæðingu þrátt fyrir skipun eftirlitshóps Dómsmálaráðherra hyggst skipa eftirlitshóp með rafbyssunotkun lögreglu. Þingmaður Pírata óttast meiri vopnavæðingu með innleiðingu rafbyssa hér á landi. 23. september 2023 20:07
Íslenska lögreglan kynnist rafbyssunum umdeildu Undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa er nú í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Íslensk lögreglukona segir alveg nóg að prófa einu sinni að vera skotin og fá fimm sekúndna rafstraum úr vopninu. 22. september 2023 21:22
Kostnaður við rafbyssurnar áætlaður 54 milljónir króna Samkvæmt þeim upplýsingum sem Ríkiskaup hafa um fyrirhuguð kaup Ríkislögreglustjóra á rafbyssum fela fyrstu kaup í sér 120 rafbyssur fyrir um 54 milljónir króna án virðisaukaskatts. 15. júní 2023 08:33