Lærisveinar Arteta eru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem og B-riðils Meistaradeildar Evrópu. Með sigri á Lens annað kvöld getur liðið tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Arteta ræddi við blaðamenn í dag fyrir leik morgundagsins og var spurður út í stöðuna á Vieira.
"It will take weeks I think"
— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 28, 2023
Mikel Arteta says Fabio Vieira is expected to be out for the rest of this year with a groin injury pic.twitter.com/sSAF2oH41A
Hinn 23 ára gamli Vieira gekk í raðir Arsenal sumarið 2022 frá Porto í heimalandinu, Portúgal. Hann hefur komið við sögu í 13 leikjum á yfirstandandi leiktíð en mun ekki taka þátt í hinni frægu jólatörn á Englandi þar sem hann er að glíma við meiðsli.
Hann fór nýverið í aðgerð vegna nárameiðsla sem hafa plagað hann og sagðist Arteta ekki reikna með því að leikmaðurinn myndi snúa aftur fyrr en um miðjan janúarmánuð. Hann mun því að lágmarki missa af næstu 9 leikjum liðsins.